Innlent Fjórðungur landsmanna sótti símenntun í fyrra Um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára sótti símenntun í fyrra, eða rúmlega 51 þúsund manns. Innlent 1.8.2024 10:42 Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkað um tæpan þriðjung Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkaði um 1.172 frá því í nóvember í fyrra þar til í lok júnímánaðar, þegar íbúar bæjarins töldu 2.570 manns. Innlent 1.8.2024 10:25 Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. Innlent 1.8.2024 08:01 Ók á mann og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott. Innlent 1.8.2024 06:30 Rangt að ráðuneytið hafi gefið út leiðbeiningar um kenninöfn Dómsmálaráðuneytið segist ekki hafa gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. grein laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Innlent 1.8.2024 06:23 Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Sjálandi Bílvelta varð við Löngulínu í Sjálandshverfi í Garðabæ í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en áverkar viðkomandi eru ekki taldir alvarlegir. Innlent 31.7.2024 23:44 Hefði horft á lokakvöldið hefði Hera Björk komist áfram Fráfarandi forseti Íslands segist hafa tekið ígrunaða ákvörðun um að horfa ekki á fyrra undankvöld Eurovision í ár en gert Heru Björk Þórhallsdóttur keppanda Íslands grein fyrir því að hún ætti ekki að þurfa að gjalda fyrir að vera fulltrúi Íslands. Innlent 31.7.2024 22:30 Bíll hafnaði utan vegar í Hafnarfirði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall á ellefta tímanum í kvöld um að bíll hefði hafnað utan vegar á Reykjavíkurvegi. Innlent 31.7.2024 22:29 Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. Innlent 31.7.2024 21:34 Allt klárt hjá lögreglu og sjálfboðaliðum fyrir þjóðhátíð Lögreglan í Vestmannaeyjum er eins klár og hægt er fyrir þjóðhátíð en hún fær þó mikla aðstoð lögreglumanna og fíkniefnahunda af fasta landinu. Sjálfboðaliðar eru líka klárir fyrir þjóðhátíð. Innlent 31.7.2024 20:05 Guðni um bílakaupin umdeildu: „Myndir þú kaupa bíl af svona fólki?“ Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands viðraði skoðanir sínar á umdeildum bílakaupum verðandi forseta í viðtali hans síðasta dag í embætti. Hann sagði háttsemi Brimborgar óforskammaða og spurði fréttamann hvort hún myndi kaupa bíl af svoleiðis fólki. Innlent 31.7.2024 19:30 Guðni kveður og skemmdarverk á grunnskóla Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta. Innlent 31.7.2024 18:00 Þrír fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi eftir árekstur við Dyrhólaveg á Suðurlandi. Enginn er alvarlega slasaður en allir farþegar voru þó fluttir frá vettvangi til skoðunar. Innlent 31.7.2024 16:49 Egill telur eitt og annað óljóst við bílatilboð Ástþórs Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar gerir athugasemdir við frétt Vísir og auglýsingu Ástþórs Magnússonar hjá Islandus Bílum og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann telur ýmislegt óljóst og að Ástþór sé ekki að bjóða upp á sambærilegan bíl og þann sem Halla Tómasdóttir fær. Innlent 31.7.2024 16:41 „Þetta gekk ágætlega, takk fyrir mig“ Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lætur af embætti forseta Íslands á morgun. Innlent 31.7.2024 16:09 Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. Innlent 31.7.2024 12:31 Styðja íþróttafólk og hvetja ríkið til að gera slíkt hið sama Bæjarráð Vestamannaeyja samþykkti í gær tillögu að reglum um styrki til efnilegs íþróttafólks í Vestmannaeyjum vegna landsliðsverkefna á vegum Íslands. Bæjarráð skorar á ríkið og ráðherra málaflokksins að styðja betur við afreksstarf á Íslandi og sameiginleg landslið okkar. Innlent 31.7.2024 12:15 Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Innlent 31.7.2024 12:13 Árekstur jepplings og fólksbíls á Vesturlandsvegi Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi eftir árekstur fólksbíls og jepplings á þjóðvegi 1 við Melasveit fyrir hádegi. Þjóðvegurinn var lokaður um tíma en unnið er að því að opna hann að fullu aftur. Innlent 31.7.2024 11:59 Embættistaka forseta, veðrið um helgina og skrýtnar gistináttatölur Von er á um þrú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu. Við kynnum okkur málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 31.7.2024 11:54 Hjólhýsi sem búið var í að engu orðið Allar tiltækar slökkviliðsstöðvar voru kallaðar út vegna elds í Mosfellsbæ. Eldur kviknaði í hjólhýsi og læsti sér í nærliggjandi byggingu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af en búið er að slökkva eldinn að mestu leyti. Innlent 31.7.2024 11:29 Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. Innlent 31.7.2024 11:22 Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. Innlent 31.7.2024 11:18 Ástand vega á Íslandi mikið áhyggjuefni Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til opins fundar um vegakerfið og öryggi í húsnæði Colas í Hafnarfirðinum klukkan 19 í kvöld. Á fundinum verður rætt um umferðaröryggi og lagningu vega, en sagt er að ástand vega sé mikið áhyggjuefni. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðarslysum var 237 á síðasta ári. Innlent 31.7.2024 11:13 Verulega hvasst í Eyjum á laugardaginn Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási. Innlent 31.7.2024 10:51 Solaris misnoti kerfið til að hrekja Helga Magnús úr starfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokssins, segir Solaris reyna að misnota kerfið til að hrekja Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara úr embætti. Innlent 31.7.2024 10:22 Segist ekki geta ábyrgst öryggi þeirra sem dvelja næturlangt í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann ítrekar meðal annars að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Innlent 31.7.2024 08:40 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. Innlent 31.7.2024 06:42 Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Innlent 31.7.2024 06:22 Skjálfti að stærð 3 á Reykjanestá Klukkan 21:11 í kvöld varð skjálfti á Reykjanestá að stærð 3. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 30.7.2024 22:57 « ‹ 103 104 105 106 107 108 109 110 111 … 334 ›
Fjórðungur landsmanna sótti símenntun í fyrra Um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára sótti símenntun í fyrra, eða rúmlega 51 þúsund manns. Innlent 1.8.2024 10:42
Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkað um tæpan þriðjung Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkaði um 1.172 frá því í nóvember í fyrra þar til í lok júnímánaðar, þegar íbúar bæjarins töldu 2.570 manns. Innlent 1.8.2024 10:25
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. Innlent 1.8.2024 08:01
Ók á mann og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott. Innlent 1.8.2024 06:30
Rangt að ráðuneytið hafi gefið út leiðbeiningar um kenninöfn Dómsmálaráðuneytið segist ekki hafa gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. grein laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Innlent 1.8.2024 06:23
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Sjálandi Bílvelta varð við Löngulínu í Sjálandshverfi í Garðabæ í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en áverkar viðkomandi eru ekki taldir alvarlegir. Innlent 31.7.2024 23:44
Hefði horft á lokakvöldið hefði Hera Björk komist áfram Fráfarandi forseti Íslands segist hafa tekið ígrunaða ákvörðun um að horfa ekki á fyrra undankvöld Eurovision í ár en gert Heru Björk Þórhallsdóttur keppanda Íslands grein fyrir því að hún ætti ekki að þurfa að gjalda fyrir að vera fulltrúi Íslands. Innlent 31.7.2024 22:30
Bíll hafnaði utan vegar í Hafnarfirði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall á ellefta tímanum í kvöld um að bíll hefði hafnað utan vegar á Reykjavíkurvegi. Innlent 31.7.2024 22:29
Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. Innlent 31.7.2024 21:34
Allt klárt hjá lögreglu og sjálfboðaliðum fyrir þjóðhátíð Lögreglan í Vestmannaeyjum er eins klár og hægt er fyrir þjóðhátíð en hún fær þó mikla aðstoð lögreglumanna og fíkniefnahunda af fasta landinu. Sjálfboðaliðar eru líka klárir fyrir þjóðhátíð. Innlent 31.7.2024 20:05
Guðni um bílakaupin umdeildu: „Myndir þú kaupa bíl af svona fólki?“ Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands viðraði skoðanir sínar á umdeildum bílakaupum verðandi forseta í viðtali hans síðasta dag í embætti. Hann sagði háttsemi Brimborgar óforskammaða og spurði fréttamann hvort hún myndi kaupa bíl af svoleiðis fólki. Innlent 31.7.2024 19:30
Guðni kveður og skemmdarverk á grunnskóla Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta. Innlent 31.7.2024 18:00
Þrír fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi eftir árekstur við Dyrhólaveg á Suðurlandi. Enginn er alvarlega slasaður en allir farþegar voru þó fluttir frá vettvangi til skoðunar. Innlent 31.7.2024 16:49
Egill telur eitt og annað óljóst við bílatilboð Ástþórs Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar gerir athugasemdir við frétt Vísir og auglýsingu Ástþórs Magnússonar hjá Islandus Bílum og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann telur ýmislegt óljóst og að Ástþór sé ekki að bjóða upp á sambærilegan bíl og þann sem Halla Tómasdóttir fær. Innlent 31.7.2024 16:41
„Þetta gekk ágætlega, takk fyrir mig“ Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lætur af embætti forseta Íslands á morgun. Innlent 31.7.2024 16:09
Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. Innlent 31.7.2024 12:31
Styðja íþróttafólk og hvetja ríkið til að gera slíkt hið sama Bæjarráð Vestamannaeyja samþykkti í gær tillögu að reglum um styrki til efnilegs íþróttafólks í Vestmannaeyjum vegna landsliðsverkefna á vegum Íslands. Bæjarráð skorar á ríkið og ráðherra málaflokksins að styðja betur við afreksstarf á Íslandi og sameiginleg landslið okkar. Innlent 31.7.2024 12:15
Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Innlent 31.7.2024 12:13
Árekstur jepplings og fólksbíls á Vesturlandsvegi Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi eftir árekstur fólksbíls og jepplings á þjóðvegi 1 við Melasveit fyrir hádegi. Þjóðvegurinn var lokaður um tíma en unnið er að því að opna hann að fullu aftur. Innlent 31.7.2024 11:59
Embættistaka forseta, veðrið um helgina og skrýtnar gistináttatölur Von er á um þrú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu. Við kynnum okkur málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 31.7.2024 11:54
Hjólhýsi sem búið var í að engu orðið Allar tiltækar slökkviliðsstöðvar voru kallaðar út vegna elds í Mosfellsbæ. Eldur kviknaði í hjólhýsi og læsti sér í nærliggjandi byggingu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af en búið er að slökkva eldinn að mestu leyti. Innlent 31.7.2024 11:29
Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. Innlent 31.7.2024 11:22
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. Innlent 31.7.2024 11:18
Ástand vega á Íslandi mikið áhyggjuefni Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til opins fundar um vegakerfið og öryggi í húsnæði Colas í Hafnarfirðinum klukkan 19 í kvöld. Á fundinum verður rætt um umferðaröryggi og lagningu vega, en sagt er að ástand vega sé mikið áhyggjuefni. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðarslysum var 237 á síðasta ári. Innlent 31.7.2024 11:13
Verulega hvasst í Eyjum á laugardaginn Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási. Innlent 31.7.2024 10:51
Solaris misnoti kerfið til að hrekja Helga Magnús úr starfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokssins, segir Solaris reyna að misnota kerfið til að hrekja Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara úr embætti. Innlent 31.7.2024 10:22
Segist ekki geta ábyrgst öryggi þeirra sem dvelja næturlangt í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann ítrekar meðal annars að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Innlent 31.7.2024 08:40
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. Innlent 31.7.2024 06:42
Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Innlent 31.7.2024 06:22
Skjálfti að stærð 3 á Reykjanestá Klukkan 21:11 í kvöld varð skjálfti á Reykjanestá að stærð 3. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 30.7.2024 22:57