Innlent

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.

Innlent

Ók á mann og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott.

Innlent

Guðni kveður og skemmdar­verk á grunn­skóla

Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta.

Innlent

Egill telur eitt og annað ó­ljóst við bílatilboð Ástþórs

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar gerir athugasemdir við frétt Vísir og auglýsingu Ástþórs Magnússonar hjá Islandus Bílum og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann telur ýmislegt óljóst og að Ástþór sé ekki að bjóða upp á sambærilegan bíl og þann sem Halla Tómasdóttir fær.

Innlent

„Þetta gekk á­gæt­lega, takk fyrir mig“

Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lætur af embætti forseta Íslands á morgun.

Innlent

Von á rúm­lega þrjú hundruð gestum við em­bættis­töku Höllu

Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju.

Innlent

Em­bættis­taka for­seta, veðrið um helgina og skrýtnar gistináttatölur

Von er á um þrú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu. Við kynnum okkur málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

Hjól­hýsi sem búið var í að engu orðið

Allar tiltækar slökkviliðsstöðvar voru kallaðar út vegna elds í Mosfellsbæ. Eldur kviknaði í hjólhýsi og læsti sér í nærliggjandi byggingu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af en búið er að slökkva eldinn að mestu leyti.

Innlent

Skóla­stjóri Rima­skóla í á­falli

Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum.

Innlent

Á­stand vega á Ís­landi mikið á­hyggju­efni

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til opins fundar um vegakerfið og öryggi í húsnæði Colas í Hafnarfirðinum klukkan 19 í kvöld. Á fundinum verður rætt um umferðaröryggi og lagningu vega, en sagt er að ástand vega sé mikið áhyggjuefni. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðarslysum var 237 á síðasta ári.

Innlent

Veru­lega hvasst í Eyjum á laugar­daginn

Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási.

Innlent

Rúður brotnar í Rima­skóla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum.

Innlent