Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2024 12:31 Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta íslands á morgun. Vísir/Vilhelm Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn. Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ríkisráð kemur saman klukkan tvö í dag á síðasta fundi ráðsins í embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti í kvöld, en þá handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra, með forsetavald þar til Halla Tómasdóttir verður sett í embætti síðdegis á morgun. Athöfnin verður að mestu með hefðbundnu sniði að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar- og stjórnsýslu hjá forsætisráðuneytinu. „Athöfnin er með hefðbundnum hætti og svipar mjög til þess sem var 2016 en þó með þeirri breytingu að kosningalögum var breytt 2021 þannig að kjörbréf Hæstaréttar er ekki lengur og þess í stað mun formaður landskjörstjórnar, í samræmi við þessa breytingu á kosningalögunum, lýsa kjöri forseta,“ segir Sigurður Örn. Athöfnin hefst með helgihaldi í Dómkirkjunni klukkan 15:30, sem í fyrsta sinn verður sjónvarpað bæði á Austurvelli og í Ríkisútvarpinu. Þaðan verður gengið yfir í þinghúsið þar sem formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta og nýkjörin forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni. „Þar með hefur hún tekið við sem forseti. Þá minnist hún fósturjarðarinnar á svölum Alþingishússins eins og venja er fyrir og heldur ræðu í framhaldi af því í þingsal, og þá þessari formlegu athöfn lokið,“ segir Sigurður. Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við athöfnina, bæði sem verða viðstaddir athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, og þá fylgjast sérstakir gestir Höllu með úr Smiðju. „Það helgast af því að nú komast færri fyrir í þinghúsinu og í þingsal vegna öryggiskrafna Alþingis, af því við urðum að fækka þar og miðla þá út í önnur rými í þinghúsinu, að þá var gripið til þess ráðs að færa þá sérstaka gesti Höllu meira út í Smiðja og gefa henni þá tækifæri til að bjóða fleirum,“ segir Sigurður Örn.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira