Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Boða til upp­lýsinga­fundar um landa­mærin

Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun.

Innlent
Fréttamynd

Konan er fundin

Konan sem að lýst var eftir í dag hún Soffía Pétursdóttir, er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Innlent
Fréttamynd

Þórður Snær af­boðaði komu sína

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína.

Innlent
Fréttamynd

Hitamet féll

Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum.

Innlent
Fréttamynd

Refsing milduð í stóra skútumálinu

Landsréttur hefur mildað fangelsisrefsingu Henrys Fleischer, 35 ára Dana, um eitt ár. Hann var upphaflega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðkomu hans að skútumálinu svokallaða í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hug­myndir Ingu séu að­för að kjörum alls vinnandi fólks

Hugmyndir formanns Flokks fólksins um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa orðið til þess að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífs sameina krafta sína. Það gera forseti ASÍ og formaður SA í aðsendri grein á Vísi. Algengara er að heyra forsvarsfólk samtakanna tveggja tala í kross til dæmis í tengslum við kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir konu með heilabilun

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur lýst eftir Soffíu Pétursdóttur. Hún er fædd árið 1941 og er með heilabilun en hún fór að heiman á Laugarbakka í Húnaþingi vestra í nótt eða í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­herji lagði lista­manninn Odee

Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir um­fang skriðanna í Eyrar­hlíð

Vegagerðin hefur birt myndband sem sýnir vel umfang þeirra aurskriða sem féllu yfir veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals á þriðjudag. Þar má einnig sjá starfsfólk Vegagerðarinnar við vinnu að hreinsa veginn.

Innlent
Fréttamynd

Sósíal­istar mælast inni og Vinstri græn í lífs­hættu

Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu.

Innlent