Fótbolti

City bar sigurorðið manni færri

Manchester City komst aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu tveimur deildarleikjum. Manuel Akanji var rekinn af velli undir lok leiks, en það gerði ekki til og Englandsmeistararnir hirtu öll stigin þrjú.

Enski boltinn

Leverkusen læðist á toppinn

Fimm knattspyrnuleikir fóru fram síðdegis í þýsku úrvalsdeildinni og sviptingar urðu á toppi deildarinnar. Leverkusen náði sigri gegn Wolfsburg og fer upp í efsta sætið, Stuttgart vann öruggan sigur gegn Union Berlin og kemur sér í annað sætið. 

Fótbolti

Diljá Zomers orðin markahæst í Belgíu

Diljá Ýr Zomers, íslensk landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður OH Leuven í Belgíu er orðin markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi eftir að hafa skorað tvö mörk í 8-1 sigri liðsins gegn Charleroi. 

Fótbolti

Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton

Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð.

Enski boltinn

Guð­laugur Victor skoraði í stóru tapi

Belgíska knattspyrnufélagið Eupen tapaði 4-1 á útivelli gegn Royale Union í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum og skoraði eina mark þeirra.

Fótbolti

Andri Rúnar snýr heim

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld.

Íslenski boltinn

Hans Viktor í KA

Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025.

Íslenski boltinn

Robertson undir hnífinn og verður lengi frá

Skotinn Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool á Englandi, þarf að fara í aðgerð á öxl og verður frá í um þrjá mánuði. Þetta staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn

„Hreint út sagt al­gjör mar­tröð“

Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra.

Íslenski boltinn

UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru á­­kveðin von­brigði“

Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandið (UEFA) hafnaði sam­eigin­legri beiðni knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks og KSÍ um að færa síðasta heima­leik liðsins í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu út fyrir land­steinana. For­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks, Flosi Ei­ríks­son, segir höfnun UEFA vissu­lega von­brigði. Hann treystir þó á að Laugar­dals­völlur verði í leik­hæfu á­standi er Breiða­blik tekur á móti Mac­cabi Tel Aviv í lok nóvember.

Fótbolti

Fer Eiður Smári í Vesturbæinn?

Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila.

Íslenski boltinn

Sádarnir hafa auga­stað á HM kvenna árið 2035

Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. 

Fótbolti