Fréttir Ný aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi staðfest Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hafa staðfest aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi sem unnin var af þverfaglegum starfshópi heilbrigðisráðherra undir forystu Þórólfs Guðnasonar fyrrverandi sóttvarnalækni. Áætlunin felur í sér skilgreindar aðgerðir og verkefni sem ráðast þarf í, forgangsröðun þeirra og kostnaðarmat. Innlent 9.8.2024 13:27 Umferðartafir vegna áreksturs Smávægilegur árekstur varð á Kringlumýrarbraut til norðurs, með þeim afleiðingum að tafir hafa orðið á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi. Innlent 9.8.2024 13:23 Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. Innlent 9.8.2024 13:23 Titringurinn á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram að magnast Um þrjú hundruð smáskjálftar hafa mælst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi frá því á mánudag og heldur skjálftavirknin áfram að aukast. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi er sögð svipuð og síðustu daga. Innlent 9.8.2024 12:36 Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Innlent 9.8.2024 12:06 Patrik biðst afsökunar Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi. Innlent 9.8.2024 11:46 Lögregla heldur þétt að sér spilunum og Bolt mætir til leiks í Reykjavík Í hádegisfréttum verður rætt við Grím Grímsson yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan var með mikinn viðbúnað á Höfn í Hornarfirði í gær. Innlent 9.8.2024 11:41 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. Erlent 9.8.2024 11:39 Þriðja ungmennið handtekið í tengslum við Swift-tónleikana Austurríska lögreglan handtók þriðja ungmennið í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn er sagður hafa verið í sambandi við grunaðan höfuðpaur. Erlent 9.8.2024 10:43 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. Erlent 9.8.2024 09:57 Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni. Erlent 9.8.2024 09:56 Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Innlent 9.8.2024 09:19 Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Innlent 9.8.2024 08:01 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. Erlent 9.8.2024 07:50 Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku. Erlent 9.8.2024 07:49 Emhoff viðurkennir að hafa haldið framhjá fyrstu eiginkonu sinni Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna og forsetaefnis Demókrataflokksins, játar í yfirlýsingu til CNN að hafa haldið framhjá fyrstu eiginkonu sinni. Erlent 9.8.2024 07:15 Hæglætisveður um helgina Um helgina verður hæglætisveður um helgina. Það verður skýjað með köflum og lítilsháttar væta af og til í flestum landshlutum og milt. Norðan til á landinu verður hins vegar fremur þungbúið og svalt í dag, en það ætti að birta til og hlýna þar á morgun. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 9.8.2024 07:12 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. Erlent 9.8.2024 06:49 Blöskrar græðgi á kostnað gæða Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði. Innlent 8.8.2024 22:02 Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. Innlent 8.8.2024 20:49 Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Innlent 8.8.2024 20:01 Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Innlent 8.8.2024 19:41 Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. Erlent 8.8.2024 19:27 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. Innlent 8.8.2024 19:10 Veislan tekin af dagskrá FM957 Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Innlent 8.8.2024 18:13 „Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. Innlent 8.8.2024 18:04 Setja 470 milljónir í viðgerð í Grindavík Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Innlent 8.8.2024 16:04 Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Erlent 8.8.2024 15:35 Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. Innlent 8.8.2024 15:33 Dagbjört hafi leynt mikilvægum upplýsingum Tíu ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir hlaut í síðasta mánuði í Bátavogsmálinu svokallaða hefur verið birtur á vefsvæði dómstólana. Í honum segir að Dagbjört hafi frá því að málið kom upp leynt veigamiklum upplýsingum og reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að varpa ljósi á málið. Innlent 8.8.2024 14:46 « ‹ 128 129 130 131 132 133 134 135 136 … 334 ›
Ný aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi staðfest Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hafa staðfest aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi sem unnin var af þverfaglegum starfshópi heilbrigðisráðherra undir forystu Þórólfs Guðnasonar fyrrverandi sóttvarnalækni. Áætlunin felur í sér skilgreindar aðgerðir og verkefni sem ráðast þarf í, forgangsröðun þeirra og kostnaðarmat. Innlent 9.8.2024 13:27
Umferðartafir vegna áreksturs Smávægilegur árekstur varð á Kringlumýrarbraut til norðurs, með þeim afleiðingum að tafir hafa orðið á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi. Innlent 9.8.2024 13:23
Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. Innlent 9.8.2024 13:23
Titringurinn á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram að magnast Um þrjú hundruð smáskjálftar hafa mælst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi frá því á mánudag og heldur skjálftavirknin áfram að aukast. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi er sögð svipuð og síðustu daga. Innlent 9.8.2024 12:36
Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Innlent 9.8.2024 12:06
Patrik biðst afsökunar Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi. Innlent 9.8.2024 11:46
Lögregla heldur þétt að sér spilunum og Bolt mætir til leiks í Reykjavík Í hádegisfréttum verður rætt við Grím Grímsson yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan var með mikinn viðbúnað á Höfn í Hornarfirði í gær. Innlent 9.8.2024 11:41
Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. Erlent 9.8.2024 11:39
Þriðja ungmennið handtekið í tengslum við Swift-tónleikana Austurríska lögreglan handtók þriðja ungmennið í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn er sagður hafa verið í sambandi við grunaðan höfuðpaur. Erlent 9.8.2024 10:43
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. Erlent 9.8.2024 09:57
Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni. Erlent 9.8.2024 09:56
Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Innlent 9.8.2024 09:19
Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Innlent 9.8.2024 08:01
Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. Erlent 9.8.2024 07:50
Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku. Erlent 9.8.2024 07:49
Emhoff viðurkennir að hafa haldið framhjá fyrstu eiginkonu sinni Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna og forsetaefnis Demókrataflokksins, játar í yfirlýsingu til CNN að hafa haldið framhjá fyrstu eiginkonu sinni. Erlent 9.8.2024 07:15
Hæglætisveður um helgina Um helgina verður hæglætisveður um helgina. Það verður skýjað með köflum og lítilsháttar væta af og til í flestum landshlutum og milt. Norðan til á landinu verður hins vegar fremur þungbúið og svalt í dag, en það ætti að birta til og hlýna þar á morgun. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 9.8.2024 07:12
Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. Erlent 9.8.2024 06:49
Blöskrar græðgi á kostnað gæða Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði. Innlent 8.8.2024 22:02
Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. Innlent 8.8.2024 20:49
Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Innlent 8.8.2024 20:01
Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Innlent 8.8.2024 19:41
Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. Erlent 8.8.2024 19:27
Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. Innlent 8.8.2024 19:10
Veislan tekin af dagskrá FM957 Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Innlent 8.8.2024 18:13
„Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. Innlent 8.8.2024 18:04
Setja 470 milljónir í viðgerð í Grindavík Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Innlent 8.8.2024 16:04
Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Erlent 8.8.2024 15:35
Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. Innlent 8.8.2024 15:33
Dagbjört hafi leynt mikilvægum upplýsingum Tíu ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir hlaut í síðasta mánuði í Bátavogsmálinu svokallaða hefur verið birtur á vefsvæði dómstólana. Í honum segir að Dagbjört hafi frá því að málið kom upp leynt veigamiklum upplýsingum og reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að varpa ljósi á málið. Innlent 8.8.2024 14:46