Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 18:45 Íslenska liðið tapaði seinni hálfleiknum, 15-6. vísir/epa Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 18-24, í síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta. Íslendingar fara stigalausir í milliriðil II en Ungverjar taka tvö stig með sér. Ungverjar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Íslendingar svöruðu með 6-0 kafla. Ísland náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en munurinn að honum loknum var þrjú mörk, 12-9. Seinni hálfleikurinn var svo afleitur af Íslands hálfu. Liðið skoraði aðeins sex mörk gegn 15 mörkum Ungverjalands. Ísland tapaði síðustu 16 mínútum leiksins, 8-1, og tapaði á endanum með sex mörk, 18-24. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir Íslendinga með fjögur mörk hvor. EM 2020 í handbolta
Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 18-24, í síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta. Íslendingar fara stigalausir í milliriðil II en Ungverjar taka tvö stig með sér. Ungverjar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Íslendingar svöruðu með 6-0 kafla. Ísland náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en munurinn að honum loknum var þrjú mörk, 12-9. Seinni hálfleikurinn var svo afleitur af Íslands hálfu. Liðið skoraði aðeins sex mörk gegn 15 mörkum Ungverjalands. Ísland tapaði síðustu 16 mínútum leiksins, 8-1, og tapaði á endanum með sex mörk, 18-24. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir Íslendinga með fjögur mörk hvor.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti