Umfjöllun: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 25. september 2019 18:15 vísir/vilhelm Íslandi fékk þungan skell í Króatíu í 21 marka tapi í fyrsta leik liðanna í undankeppninni fyrir EM 2020. Ísland skoraði aðeins þrjú mörk í fyrri hálfleik og leiknum lauk með stórsigri Króata, 29-8. Leikurinn var jafn í stöðunni 1-1 en lengra komst Ísland ekki í leiknum, Króatíu tók öll völd á vellinum og skoraði af vild. Staðan var 10-2 eftir 20. mínútna leik en heimamenn leiddu að fyrri hálfleik loknum með 11 mörkum, 14-3. Karen Knútsdóttir var eini markaskorari Íslands framan af, en hún skoraði fyrstu fimm mörk liðsins, þar af þrjú af vítalínunni. Ísland skoraði tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og leit allt út fyrir að stelpurnar væru að koma öflugar út á völl eftir hálfleikinn enn allt kom fyrir ekki. Staðan var óbreytt í seinni hálfleik, íslensku stelpurnar voru óagaðar bæði varnar og sóknarlega. Leikurinn var sérstaklega erfiður sóknarlega, eins og tölurnar gefa til kynna, lítil árás var frá stelpunum og ógnin frá útileikmönnum engin. Ekki bætti það úr skák fyrir okkar stelpur að báðir markverðir Króata áttu stórkostlegan leik. Í þau fáu skipti sem Ísland komst í færi þá vörðu markverðirnir frá okkur, sama hvort það var eftir uppstillta sókn, hraðaupphlaup eða af vítalínunni. Það gekk ekkert upp hjá stelpunum okkar. Leiknum lauk stórsigri Króata, 29-8. Af hverju vann Króatía? Ísland spilaði ekki handbolta, ekki á sama leveli og Króatar. Eins og tölurnar gefa til kynna að þá þarf ekkert að kryfja það neitt frekar, Króatía var betri aðilinn í öllum aðgerðum frá fyrstu mínútu og hleyptu Íslandi aldrei inní þennan leik.Hverjar stóðu upp úr?Markverðir Króatíu, Ivana Kapitanovic (68%) og Tea Pijevic (83%) voru stórkostlegar. Þegar að markmenn ná að verja tæp 70% og 85% þá er nýting andstæðingsins virkilega slök, sem hún var hjá Íslandi í dag. Engin leikmaður Íslands átti sérstaklega góðan leik í dag, enn Karen Knútsdóttir var þar atkvæðamest, skoraði 5 mörk, 3 úr vítum. Hvað gekk illa? Hvað á að byrja? Það gekk allt illa, frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu. Vörnin var galopin, ógnin var engin sóknarlega og skotin kraftlaus. Stelpurnar höfðu enga trú á þessu verkefni og afleiðingarnar eftir því. Hvað er framundan? Það er alls ekki auðveldara verkefni sem bíður stelpnanna, á sunnudaginn mæta þær heims- og Evrópumeisturum Frakklands. Leikurinn er klukkan 16:00 á Ásvöllum Handbolti
Íslandi fékk þungan skell í Króatíu í 21 marka tapi í fyrsta leik liðanna í undankeppninni fyrir EM 2020. Ísland skoraði aðeins þrjú mörk í fyrri hálfleik og leiknum lauk með stórsigri Króata, 29-8. Leikurinn var jafn í stöðunni 1-1 en lengra komst Ísland ekki í leiknum, Króatíu tók öll völd á vellinum og skoraði af vild. Staðan var 10-2 eftir 20. mínútna leik en heimamenn leiddu að fyrri hálfleik loknum með 11 mörkum, 14-3. Karen Knútsdóttir var eini markaskorari Íslands framan af, en hún skoraði fyrstu fimm mörk liðsins, þar af þrjú af vítalínunni. Ísland skoraði tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og leit allt út fyrir að stelpurnar væru að koma öflugar út á völl eftir hálfleikinn enn allt kom fyrir ekki. Staðan var óbreytt í seinni hálfleik, íslensku stelpurnar voru óagaðar bæði varnar og sóknarlega. Leikurinn var sérstaklega erfiður sóknarlega, eins og tölurnar gefa til kynna, lítil árás var frá stelpunum og ógnin frá útileikmönnum engin. Ekki bætti það úr skák fyrir okkar stelpur að báðir markverðir Króata áttu stórkostlegan leik. Í þau fáu skipti sem Ísland komst í færi þá vörðu markverðirnir frá okkur, sama hvort það var eftir uppstillta sókn, hraðaupphlaup eða af vítalínunni. Það gekk ekkert upp hjá stelpunum okkar. Leiknum lauk stórsigri Króata, 29-8. Af hverju vann Króatía? Ísland spilaði ekki handbolta, ekki á sama leveli og Króatar. Eins og tölurnar gefa til kynna að þá þarf ekkert að kryfja það neitt frekar, Króatía var betri aðilinn í öllum aðgerðum frá fyrstu mínútu og hleyptu Íslandi aldrei inní þennan leik.Hverjar stóðu upp úr?Markverðir Króatíu, Ivana Kapitanovic (68%) og Tea Pijevic (83%) voru stórkostlegar. Þegar að markmenn ná að verja tæp 70% og 85% þá er nýting andstæðingsins virkilega slök, sem hún var hjá Íslandi í dag. Engin leikmaður Íslands átti sérstaklega góðan leik í dag, enn Karen Knútsdóttir var þar atkvæðamest, skoraði 5 mörk, 3 úr vítum. Hvað gekk illa? Hvað á að byrja? Það gekk allt illa, frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu. Vörnin var galopin, ógnin var engin sóknarlega og skotin kraftlaus. Stelpurnar höfðu enga trú á þessu verkefni og afleiðingarnar eftir því. Hvað er framundan? Það er alls ekki auðveldara verkefni sem bíður stelpnanna, á sunnudaginn mæta þær heims- og Evrópumeisturum Frakklands. Leikurinn er klukkan 16:00 á Ásvöllum
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti