Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 11:30 Formaður dómaranefndar HSÍ segir að dómarar leiks FH og Vals í Olís-deild karla hafi tekið rétta ákvörðun þegar þeir gáfu Daníel Frey Andréssyni, markverði Valsmanna, rauða spjaldið. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valsmenn voru í sókn þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka en töpuðu boltanum, Daníel fór út að miðlínu, náði boltanum en lenti um leið í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að ákvörðun þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar hafi verið rétt. „Þetta var hárréttur dómur. Þetta er eins skýrt og þetta verður,“ sagði Reynir í samtali við Vísi og vísaði til reglu 8.5 í lögunum. Þar segir að markvörður sé ábyrgur fyrir að því að tryggja að ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherja og að markvörður skuli vera útilokaður ef hann a) nær boltanum, en veldur árekstri við mótherjann með hreyfingum sínum; b) nær ekki boltanum eða stjórn á honum en veldur árekstri við mótherja. Jafnframt segir að ef dómarar eru sannfærðir um að mótherjinn hefði náð boltanum ef markvörðurinn hefði ekki brotið á honum við aðra hvora þessara aðstæðna, eigi að dæma vítakast.Regla 8.5.Reynir segir að markvörðurinn sé í raun réttlaus um leið og hann snertir mótherja utan síns vítateigs. Ef markvörðurinn nái hins vegar boltanum án þess að snerta mótherja eigi leikurinn að halda áfram. Valur var tveimur mörkum yfir, 23-25, þegar Daníel fékk að líta rauða spjaldið. Sami munur var á liðunum þegar uppi var staðið, 26-28. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar en FH í því fjórða. Daníel er uppalinn FH-ingur en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið. Handbolti Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Formaður dómaranefndar HSÍ segir að dómarar leiks FH og Vals í Olís-deild karla hafi tekið rétta ákvörðun þegar þeir gáfu Daníel Frey Andréssyni, markverði Valsmanna, rauða spjaldið. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valsmenn voru í sókn þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka en töpuðu boltanum, Daníel fór út að miðlínu, náði boltanum en lenti um leið í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að ákvörðun þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar hafi verið rétt. „Þetta var hárréttur dómur. Þetta er eins skýrt og þetta verður,“ sagði Reynir í samtali við Vísi og vísaði til reglu 8.5 í lögunum. Þar segir að markvörður sé ábyrgur fyrir að því að tryggja að ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherja og að markvörður skuli vera útilokaður ef hann a) nær boltanum, en veldur árekstri við mótherjann með hreyfingum sínum; b) nær ekki boltanum eða stjórn á honum en veldur árekstri við mótherja. Jafnframt segir að ef dómarar eru sannfærðir um að mótherjinn hefði náð boltanum ef markvörðurinn hefði ekki brotið á honum við aðra hvora þessara aðstæðna, eigi að dæma vítakast.Regla 8.5.Reynir segir að markvörðurinn sé í raun réttlaus um leið og hann snertir mótherja utan síns vítateigs. Ef markvörðurinn nái hins vegar boltanum án þess að snerta mótherja eigi leikurinn að halda áfram. Valur var tveimur mörkum yfir, 23-25, þegar Daníel fékk að líta rauða spjaldið. Sami munur var á liðunum þegar uppi var staðið, 26-28. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar en FH í því fjórða. Daníel er uppalinn FH-ingur en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið.
Handbolti Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45