Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 1-0 | FH heldur toppsætinu en Fylkir enn án sigurs Ingvar Haraldsson í Kaplakrika skrifar 24. júní 2016 21:00 Steven Lennon var hetja FH-inga í kvöld. Vísir/Ernir FH vann Fylki 1-0, þriðji 1-0 sigur liðsins í röð. Þeir halda því toppsætinu. Fylkismenn eru hins vegar límdir við botnsætið með 2 stig eftir 8 leiki og farið er að hitna undir Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins. Lennon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Fylkir mætir næst Víkingi Reykjavík á heimavelli og verður að vinna. Næsti deildarleikur FH er einnig gegn Víkingi Reykjavík, en ekki fyrr en næsta laugardaginn eftir viku.Af hverju vann FH?FH-ingar voru mun meira með boltann. Fylkismenn lágu til baka og leyfðu FH að láta boltann ganga fyrir framan þá. FH fengu þó nokkur færi í leiknum og sigurinn hefði geta orðið stærri. Það var hins vegar frábær aukaspyrna Steven Lennon á 51. Mínútu sem gerði útslagið í leiknum. Fylkismenn héldu skipulagi ágætlega og lögðu sig allan fram en skorti upp á gæði með boltann. Varnarleikur FH heldur áfram að skila þeim stigum. Þeir hafa unnið þrjá leiki í röð 1-0. Eitt mark dugar þegar hitt liðið skorar ekki.Þessir stóðu upp úrSóknarlega voru Steven Lennon og Emil Pálsson líflegastir fram á við hjá FH. Bræðurnir Bjarni Þór og Davíð Þór Viðarssynir stýrðu spili FH vel. Bergsveinn og Doumbia stóðu einnig fyllilega fyrir sínu í hjarta varnarinnar þó ekki hafi mikið reynt á þá. Hjá Fylki varði Ólafur Íshólm markvörður Fylkis nokkrum sinnum ágætlega og kom í veg fyrir stærra tap.Hvað gekk illa?FH skoraði aðeins eitt mark fimmta leikinn í röð. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir liðið þó það dugi til á meðan haldið er hreinu. Fylkisliðinu gekk bölvanlega með boltann. Það komst nokkrum sinnum í ágætar stöður á vallarhelmingi FH en lélegar sendingar urðu til þess að ekkert varð úr sóknunum. Fylkismenn fengu varla færi svo heita getur í leiknum.Hvað gerist næst?FH er á toppnum með 20 stig, stigi á undan Fjölni og mætir Þrótti í bikarnum eftir helgi. Fylkismenn verða hins vegar að ná í stig gegn Víkingum á Fylkisvellinum í næsta deildarleik. Með hverjum leiknum sem ekki vinnst aukast líkurnar á að spilað verði í Inkasso deildinni í Árbænum næsta sumar.Hermann var svekktur yfir niðurstöðunni í leikslok.vísir/valliHermann Hreiðarsson: Óttast ekki neitt og gefst aldrei upp Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis segist ekki óttast um framtíð sína í starfi. „Ég óttast ekki neitt, ég er búinn að segja það áður að ég gefst aldrei upp. Ef þeir sem stýra þessu hafa einhverjar aðrar hugmyndir þá eru það þeirra hugmyndir,“ segir Hermann. Hermann segist afar ánægður með varnarleik sinna manna og vinnusemi. „Það gekk alveg upp sem við ætluðum að gera, Liðið hafi hins vegar þurft að gera betur þegar þeir fengu boltann. „Við vorum agalegir klaufar með boltann, sérsaklega í fyrri hálfleik. Þú verður að nýta svona moment þegar þú færð boltann á hættulegum svæðum og ná þessari fyrstu sendingu,“ segir Hermann svekktur. Hermann segir sína menn hafa verið frábæra með boltann í síðustu tveimur leikjum, gegn Víking Ólafsvík og Fjölni en gegn FH hafi liðið þurft að breyta um áherslur og liggja til baka. Hann sé sáttur með hvernig það hafi gengið þó stigin hafi ekki skilað sér í dag.Davíð Þór var sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld.vísir/skjáskotHeimir Guðjónsson: Eitt dugar þegar hinir skora ekkiHeimir Guðjónsson, þjálfari FH sagðist hafa búist við erfiðum leik og sé sáttur með sigurinn. FH skoraði eitt mark fimmta leikinn í röð. Heimir bendir á að það dugi á meðan hitt liðið skori ekki mark en engu síður geti liðið nýtt færin betur. Liðið hafi fengið nokkur færi í leiknum sem hefðu átt að enda í markinu.Davíð Þór: Stígandi í okkar leikDavíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH segir sitt lið hafa verið mun betra heilt yfir í leiknum. Það hafi hins vegar lent undir pressu í lok leiksins, sem það hafi náð að vinna úr. „Við erum mikið í því þessa dagana að vinna leikina 1-0.“ Davíð segir sóknarleikinn ekki vera áhyggjuefni þó liðið sé að skora fá mörk. Liðið geti hins vegar nýtt færin betur. „Það voru sérstaklega tvö algjör dauðafæri sem við fengum sem við áttum að klára.“ Davíð segir liðið sé að verða betra og betra, enda unnið þrjá leiki í röð. „Það er stígandi í leiknum okkar, finnst mér.“Ásgeir Eyþórsson: Eigum að halda okkur uppi með þennan hóp Ásgeir Eyþórsson segir liðið þurfa að halda boltanum betur.vísir/arnþórÁsgeir Eyþórsson, miðvörður Fylkis, segir liðið hafa getað haldið boltanum betur innan liðsins. „Boltinn gekk ekki vel, en við vörðumst svo sem ágætlega,“ segir hann „Við vitum að við getum spilað betur en þetta.“ Liðið þurfi að halda boltanum betur gegn Víkingum Reykjavík í næsta leik. Nú þýði lítið að hengja haus. „Við verðum bara að halda áfram. Það gengur ekkert annað. En auðvitað eru við mjög svekktir með þetta. Mér finnst við klárlega hafa geta verið með fleiri stig miðað við spilamennskuna. En við verðum bara að halda áfram. Það er nóg eftir.“ Ásgeir telur liðið of gott til að falla þó uppskeran hafi verið rýr og liðið sé neðst í töflunni. „Okkur finnst við klárlega eiga að halda okkur uppi með þennan hóp,“ segir hann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
FH vann Fylki 1-0, þriðji 1-0 sigur liðsins í röð. Þeir halda því toppsætinu. Fylkismenn eru hins vegar límdir við botnsætið með 2 stig eftir 8 leiki og farið er að hitna undir Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins. Lennon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Fylkir mætir næst Víkingi Reykjavík á heimavelli og verður að vinna. Næsti deildarleikur FH er einnig gegn Víkingi Reykjavík, en ekki fyrr en næsta laugardaginn eftir viku.Af hverju vann FH?FH-ingar voru mun meira með boltann. Fylkismenn lágu til baka og leyfðu FH að láta boltann ganga fyrir framan þá. FH fengu þó nokkur færi í leiknum og sigurinn hefði geta orðið stærri. Það var hins vegar frábær aukaspyrna Steven Lennon á 51. Mínútu sem gerði útslagið í leiknum. Fylkismenn héldu skipulagi ágætlega og lögðu sig allan fram en skorti upp á gæði með boltann. Varnarleikur FH heldur áfram að skila þeim stigum. Þeir hafa unnið þrjá leiki í röð 1-0. Eitt mark dugar þegar hitt liðið skorar ekki.Þessir stóðu upp úrSóknarlega voru Steven Lennon og Emil Pálsson líflegastir fram á við hjá FH. Bræðurnir Bjarni Þór og Davíð Þór Viðarssynir stýrðu spili FH vel. Bergsveinn og Doumbia stóðu einnig fyllilega fyrir sínu í hjarta varnarinnar þó ekki hafi mikið reynt á þá. Hjá Fylki varði Ólafur Íshólm markvörður Fylkis nokkrum sinnum ágætlega og kom í veg fyrir stærra tap.Hvað gekk illa?FH skoraði aðeins eitt mark fimmta leikinn í röð. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir liðið þó það dugi til á meðan haldið er hreinu. Fylkisliðinu gekk bölvanlega með boltann. Það komst nokkrum sinnum í ágætar stöður á vallarhelmingi FH en lélegar sendingar urðu til þess að ekkert varð úr sóknunum. Fylkismenn fengu varla færi svo heita getur í leiknum.Hvað gerist næst?FH er á toppnum með 20 stig, stigi á undan Fjölni og mætir Þrótti í bikarnum eftir helgi. Fylkismenn verða hins vegar að ná í stig gegn Víkingum á Fylkisvellinum í næsta deildarleik. Með hverjum leiknum sem ekki vinnst aukast líkurnar á að spilað verði í Inkasso deildinni í Árbænum næsta sumar.Hermann var svekktur yfir niðurstöðunni í leikslok.vísir/valliHermann Hreiðarsson: Óttast ekki neitt og gefst aldrei upp Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis segist ekki óttast um framtíð sína í starfi. „Ég óttast ekki neitt, ég er búinn að segja það áður að ég gefst aldrei upp. Ef þeir sem stýra þessu hafa einhverjar aðrar hugmyndir þá eru það þeirra hugmyndir,“ segir Hermann. Hermann segist afar ánægður með varnarleik sinna manna og vinnusemi. „Það gekk alveg upp sem við ætluðum að gera, Liðið hafi hins vegar þurft að gera betur þegar þeir fengu boltann. „Við vorum agalegir klaufar með boltann, sérsaklega í fyrri hálfleik. Þú verður að nýta svona moment þegar þú færð boltann á hættulegum svæðum og ná þessari fyrstu sendingu,“ segir Hermann svekktur. Hermann segir sína menn hafa verið frábæra með boltann í síðustu tveimur leikjum, gegn Víking Ólafsvík og Fjölni en gegn FH hafi liðið þurft að breyta um áherslur og liggja til baka. Hann sé sáttur með hvernig það hafi gengið þó stigin hafi ekki skilað sér í dag.Davíð Þór var sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld.vísir/skjáskotHeimir Guðjónsson: Eitt dugar þegar hinir skora ekkiHeimir Guðjónsson, þjálfari FH sagðist hafa búist við erfiðum leik og sé sáttur með sigurinn. FH skoraði eitt mark fimmta leikinn í röð. Heimir bendir á að það dugi á meðan hitt liðið skori ekki mark en engu síður geti liðið nýtt færin betur. Liðið hafi fengið nokkur færi í leiknum sem hefðu átt að enda í markinu.Davíð Þór: Stígandi í okkar leikDavíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH segir sitt lið hafa verið mun betra heilt yfir í leiknum. Það hafi hins vegar lent undir pressu í lok leiksins, sem það hafi náð að vinna úr. „Við erum mikið í því þessa dagana að vinna leikina 1-0.“ Davíð segir sóknarleikinn ekki vera áhyggjuefni þó liðið sé að skora fá mörk. Liðið geti hins vegar nýtt færin betur. „Það voru sérstaklega tvö algjör dauðafæri sem við fengum sem við áttum að klára.“ Davíð segir liðið sé að verða betra og betra, enda unnið þrjá leiki í röð. „Það er stígandi í leiknum okkar, finnst mér.“Ásgeir Eyþórsson: Eigum að halda okkur uppi með þennan hóp Ásgeir Eyþórsson segir liðið þurfa að halda boltanum betur.vísir/arnþórÁsgeir Eyþórsson, miðvörður Fylkis, segir liðið hafa getað haldið boltanum betur innan liðsins. „Boltinn gekk ekki vel, en við vörðumst svo sem ágætlega,“ segir hann „Við vitum að við getum spilað betur en þetta.“ Liðið þurfi að halda boltanum betur gegn Víkingum Reykjavík í næsta leik. Nú þýði lítið að hengja haus. „Við verðum bara að halda áfram. Það gengur ekkert annað. En auðvitað eru við mjög svekktir með þetta. Mér finnst við klárlega hafa geta verið með fleiri stig miðað við spilamennskuna. En við verðum bara að halda áfram. Það er nóg eftir.“ Ásgeir telur liðið of gott til að falla þó uppskeran hafi verið rýr og liðið sé neðst í töflunni. „Okkur finnst við klárlega eiga að halda okkur uppi með þennan hóp,“ segir hann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira