Ísland í dag

Fréttamynd

„Er þetta síðasta af­mælið mitt með þeim?“

„Ég er í stelpuferð með vinkonum mínum í Edinborg. Fyrsta morguninn finn ég einhverja perlu í brjóstinu á mér. Ég tek mig til, fer í morgunmat með stelpunum og þar er vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fæ hana til að fara með mér inn á klósett og skoða þetta. Hún nær að róa mig niður og sannfærir mig um að kíkja á þetta þegar ég kem heim,“ segir Linda Sæberg sem á ungan son og unglingsstúlku.

Lífið
Fréttamynd

Sænska popp­stjarnan sem lifir venju­legu lífi í Garða­bæ

Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Hafn­firsku athafnahjónin selja slotið

Hjónin á bakvið hönnunarverslunina Systur og makar, Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson, hafa sett sjarmerandi heimili sitt við Mjósund í Hafnarfirði á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Vel hægt að gera Akur­eyri að borg

Stjórnmálafræðingurinn Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri Akureyrar, var áður bæjarstjóri Patreksfjarðar og er því orðin hokin af reynslu í bæjarpólitíkinni.

Lífið
Fréttamynd

„Átti alls ekki von á þessu“

Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við nýja Idol-stjörnu Íslands, Önnu Fanneyju Kristinsdóttur sem stóð uppi sem sigurvegari Idol á föstudagskvöldið á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“

Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 

Lífið
Fréttamynd

Himnesk hlaup á Tenerife

Garpur Ingason Elísabetarson flaug á dögunum út til Tenerife þar sem Íslendingar hafa sannarlega tröllriðið öllu síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

„Heilaþvotturinn“ náð lengra í al­þjóð­legu grúppunum

Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni.

Lífið
Fréttamynd

„Hann er með kammersveita fetish“

Kvikmyndin Fullt hús verður frumsýnd 26. janúar. Fullt hús er í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum.

Lífið
Fréttamynd

„Það er bara allt farið“

Hilmar Gunnarsson hefur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum búið í Grindavík síðustu tíu árin. Ekki fæddur og uppalinn þar frekar en konan en búið sér þar til líf. Sindri Sindrason ræddi við Hilmar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

Lífið
Fréttamynd

Erla vill ekki vera ofurkona lengur

Heilsumarkþjálfinn Erla Guðmundsdóttir vill ekki heyra minnst á orðið ofurkona aftur en hún lenti í kulnun og örmögnun eins og svo margar konur.

Lífið
Fréttamynd

Sefur í tvær vikur í há­fjalla­tjaldi fyrir fjalla­hlaup

Garpur Ingason Elísabetarson hitti tvo vini sem urðu vinir á heldur óhefðbundinn hátt í Íslandi í dag á Stöð 2. Þeir eiga sér sameiginlegt áhugamál sem þeir ákváðu að búa til hlaðvarp úr sem heitir því einfalda og skemmtilega nafni Út að hlaupa.

Lífið
Fréttamynd

Linda P fann ástina á Ibiza

Linda Pétursdóttir er yfir sig ástfangin. Linda var á Ibiza fyrir ári síðan og þar birtist drauma maðurinn. Spænskur athafnamaður sem hún kolféll fyrir en þau urðu ástfangin við fyrstu sýn og hafa þau verið saman síðan.

Lífið
Fréttamynd

Svona notar þú smáforritið sem notað var í Skaupinu

Eitt atriði í Skaupinu í ár hefur vakið mikla athygli. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson.

Lífið
Fréttamynd

„Pabbi minn, þetta verður allt í lagi“

Þuríður Arna Óskarsdóttir var þriggja ára þegar læknar sögðu að hún ætti nokkra mánuði eftir ólifaða. Þvert á yfirlýsingar lækna lifði hún til rúmlega tvítugs. Foreldrar hennar komu í Ísland í dag til að segja frá baráttu Þuríðar og hvernig fjölskyldan tókst á við veikindi hennar.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðin er mætt í ræktina

Það er heldur betur gömul saga og ný að þjóðin ætlar sér alltaf að taka sig á í byrjun árs, koma sér í ræktina og missa nokkur kíló eftir hátíðirnar.

Lífið