Eldgos og jarðhræringar Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. Innlent 1.8.2022 22:54 Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Innlent 1.8.2022 21:04 Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. Innlent 1.8.2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. Innlent 1.8.2022 16:41 „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Innlent 1.8.2022 12:09 Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. Innlent 1.8.2022 11:08 Öflugur skjálfti fannst víða Snarpur jarðskjálfti 4,7 að stærð varð um hálfan kílómetra vestur af Litla-Hrút rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun. Skjálftinn mældist á 3,8 kílómetra dýpi og er sá næstkröftugasti sem mælst hefur síðan jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag. Innlent 1.8.2022 07:15 Stór skjálfti korter yfir þrjú í nótt Skjálfti að stærð 4,3 átti sér stað fjóra kílómetra suðsuðvestan af Fagradalsfjalli klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi á laugardag og telja sérfræðingar kvikuhlaup valda virkninni. Innlent 1.8.2022 03:32 Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. Innlent 31.7.2022 23:43 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. Innlent 31.7.2022 22:56 Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. Innlent 31.7.2022 22:41 Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. Innlent 31.7.2022 20:04 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. Innlent 31.7.2022 18:31 Stór skjálfti að stærð 5,4 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. Innlent 31.7.2022 17:49 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Innlent 31.7.2022 14:22 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. Innlent 31.7.2022 07:18 Viðbúið að jarðskjálftar verði áfram næstu daga Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga og útilokar ekki eldgos. Innlent 30.7.2022 22:00 Æ fleiri grunnir skjálftar geti bent til kvikuhlaups Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson segir æ fleiri grunna skjálfta við Fagradalsfjalla benda til þess að um kvikuhlaup geti verið að ræða. Slíkt hlaup geti lognast út af eða kvikan brotið sér leið upp á yfirborðið en það sé erfitt að meta slíkt núna af dýptartölum. Innlent 30.7.2022 19:35 Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. Innlent 30.7.2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. Innlent 30.7.2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. Innlent 30.7.2022 14:15 Skjálfti í Mýrdalsjökli Rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld varð skjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Stærð skjálftans hefur ekki verið staðfest. Innlent 30.7.2022 00:04 Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Innlent 27.7.2022 12:00 Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Innlent 27.7.2022 07:43 Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. Innlent 26.7.2022 12:42 Eldgos hafið í Japan Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á. Erlent 24.7.2022 18:08 Skjálftar af stærðinni 4,4 og 4,9 mældust við Bárðabungu Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist í norðanverðri öskju Bárðabungu klukkan 13:32 í dag. Tæplega hálftíma síðar mældist annar skjálfti á svipuðum slóðum sem var 4,9 af stærð. Innlent 24.7.2022 14:34 Skjálftar í Mýrdalsjökli Sex skjálftar mældust rétt fyrir klukkan fimm í dag í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 3,0 og 2,7 að stærð en hinir skjálftarnir voru minni. Innlent 10.7.2022 17:43 Skjálfti 3,2 á Reykjaneshrygg Jarðskjálfti 3,2 varð 5,6 kílómetra suðvestur af Geirfugladrang á Reykjaneshrygg klukkan 8:39 í morgun. Fréttir 4.7.2022 09:40 Jarðskjálfti í Bárðarbungu af stærðinni 3,5 Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu klukkan 08:16 í morgun. Innlent 29.6.2022 11:01 « ‹ 66 67 68 69 70 71 72 73 74 … 131 ›
Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. Innlent 1.8.2022 22:54
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Innlent 1.8.2022 21:04
Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. Innlent 1.8.2022 18:05
„Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. Innlent 1.8.2022 16:41
„Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Innlent 1.8.2022 12:09
Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. Innlent 1.8.2022 11:08
Öflugur skjálfti fannst víða Snarpur jarðskjálfti 4,7 að stærð varð um hálfan kílómetra vestur af Litla-Hrút rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun. Skjálftinn mældist á 3,8 kílómetra dýpi og er sá næstkröftugasti sem mælst hefur síðan jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag. Innlent 1.8.2022 07:15
Stór skjálfti korter yfir þrjú í nótt Skjálfti að stærð 4,3 átti sér stað fjóra kílómetra suðsuðvestan af Fagradalsfjalli klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi á laugardag og telja sérfræðingar kvikuhlaup valda virkninni. Innlent 1.8.2022 03:32
Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. Innlent 31.7.2022 23:43
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. Innlent 31.7.2022 22:56
Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. Innlent 31.7.2022 22:41
Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. Innlent 31.7.2022 20:04
Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. Innlent 31.7.2022 18:31
Stór skjálfti að stærð 5,4 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. Innlent 31.7.2022 17:49
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Innlent 31.7.2022 14:22
Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. Innlent 31.7.2022 07:18
Viðbúið að jarðskjálftar verði áfram næstu daga Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga og útilokar ekki eldgos. Innlent 30.7.2022 22:00
Æ fleiri grunnir skjálftar geti bent til kvikuhlaups Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson segir æ fleiri grunna skjálfta við Fagradalsfjalla benda til þess að um kvikuhlaup geti verið að ræða. Slíkt hlaup geti lognast út af eða kvikan brotið sér leið upp á yfirborðið en það sé erfitt að meta slíkt núna af dýptartölum. Innlent 30.7.2022 19:35
Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. Innlent 30.7.2022 18:45
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. Innlent 30.7.2022 15:16
Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. Innlent 30.7.2022 14:15
Skjálfti í Mýrdalsjökli Rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld varð skjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Stærð skjálftans hefur ekki verið staðfest. Innlent 30.7.2022 00:04
Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Innlent 27.7.2022 12:00
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Innlent 27.7.2022 07:43
Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. Innlent 26.7.2022 12:42
Eldgos hafið í Japan Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á. Erlent 24.7.2022 18:08
Skjálftar af stærðinni 4,4 og 4,9 mældust við Bárðabungu Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist í norðanverðri öskju Bárðabungu klukkan 13:32 í dag. Tæplega hálftíma síðar mældist annar skjálfti á svipuðum slóðum sem var 4,9 af stærð. Innlent 24.7.2022 14:34
Skjálftar í Mýrdalsjökli Sex skjálftar mældust rétt fyrir klukkan fimm í dag í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 3,0 og 2,7 að stærð en hinir skjálftarnir voru minni. Innlent 10.7.2022 17:43
Skjálfti 3,2 á Reykjaneshrygg Jarðskjálfti 3,2 varð 5,6 kílómetra suðvestur af Geirfugladrang á Reykjaneshrygg klukkan 8:39 í morgun. Fréttir 4.7.2022 09:40
Jarðskjálfti í Bárðarbungu af stærðinni 3,5 Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu klukkan 08:16 í morgun. Innlent 29.6.2022 11:01