Reykjavíkurkjördæmi norður

Fréttamynd

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk – höfum áhrif!

Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í síðasta prófkjöri sama flokks voru kjósendur 35 ára og yngri aðeins 20 prósent þeirra sem mættu á kjörstað. Þetta er sláandi staðreynd í ljósi þess að prófkjör eru í grunninn persónukjör innan flokka þar sem fólk sem tekur þátt getur haft bein áhrif á það hverjir það eru sem veljast inn á þing.

Skoðun
Fréttamynd

Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið

Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

„Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“

„Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík.

Lífið
Fréttamynd

Brynja Dan í fram­boð fyrir Fram­sókn

Brynja Dan Gunnars­dóttir mun skipa annað sæti á lista Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík norður í komandi þing­kosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta stað­festi Brynja við Vísi í kvöld en Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Innlent
Fréttamynd

Frið­jón í framboð

Friðjón Friðjónsson, eigandi KOM, hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 4, og 5. júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár.

Innlent
Fréttamynd

Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar stefnir á annað sætið í Reykja­vík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og vill vera í framvarðasveit flokksins í Reykjavík, eins og hann orðar það. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu.

Innlent
Fréttamynd

Tólf berjast um átta sæti

Samtals verða tólf í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Sex bjóða sig fram í annað sætið.

Innlent
Fréttamynd

Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar.

Innlent
Fréttamynd

Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt.

Innlent
Fréttamynd

„Hraust­leg endur­nýjun“ á lista Pírata

Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Píratar eru lýð­ræðis­flokkurinn

Stundum sé ég umræður á samfélagsmiðlum um hvort og hve mikið Píratar séu vinstri eða hægri flokkur. Vitaskuld á sérhver maður sína eigin skilgreiningu á hugtökunum „vinstri” og „hægri”, nokkuð loðnum frá upphafi, utan þeirra sem nefna þau „úreld hugtök”; óumflýjanlega lýkur umræðunni þannig að enginn lærir neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnan sem Ísland þarfnast

Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling.

Skoðun
Fréttamynd

Með­limur upp­stillinga­nefndar Sam­fylkingarinnar telur próf­kjör betri leið

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel.

Innlent