Reykjavíkurkjördæmi suður

Fréttamynd

Kvöldið fyrir kjör­dag - Hvað er mikil­vægt?

Kosningar eru alltaf mikilvægar en það eru ýmis rök fyrir því að kosningarnar á morgun séu mikilvægari en oft áður. Svo árum og jafnvel áratugum skiptir hafa stór mál setið á hakanum án þess að gömlu stjórnmálin hafi haft áhuga eða getu til þess að taka þau upp og klára þau með sóma.

Skoðun
Fréttamynd

Reyk­vískar sam­göngur - allir of seinir, alltaf!

Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­bjóðandi í hluta­starfi

Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi.

Skoðun
Fréttamynd

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­bæri­legt ó­gagn­sæi eftir­launa eldri borgara

Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnaðar­erindið

Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins

Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Betri kjör til okkar besta fólks

Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkari heil­brigðis­þjónusta á Vestur­landi

Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi.

Skoðun
Fréttamynd

Gefum milljarða!

Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki bara best að kjósa eitt­hvað annað?

Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum öll hinsegin

Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa

Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Rýmdi óvart Verzlunarskólann

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum

Lífið
Fréttamynd

Stundum partur af Evrópu

Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Gerðist óvænt garðyrkjukona

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum

Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Stefna sósíalista í sjávarútvegi

Sósialistar hafa lagt fram róttæka stefnu sína í sjávarútvegsmálum og kasta þar afsökunum um að róttæk stefna gegn ofuröflunum geri flokka „óstjórntæka“ fyrir róða. Sósíalistar gefa ekkert fyrir hótanir útgerðamanna eða lögfræðinga þeirra sem segja að „enginn“ lögfræðingur muni verja ríkið ef farið yrði gegn kvótakerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Odd­vita­á­skorunin: Fæddur sósíal­isti

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Landhelgi íslenskrar ferðaþjónustu - 0 mílur

Fyrir Covid var komin af stað réttmæt umræða um að rekstrarstaða margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja væri slæm og hefði versnað. Hluti vandans var rakin till falls WOW en einnig til almenns rekstrarvanda í greininni og skakkrar samkeppnisstöðu.

Skoðun