Efnahagsmál Markaðurinn fái ekki „mikla magaverki“ af útgáfu ríkisbréfa í ár Áform ríkissjóðs um útgáfu mun lengri skuldabréfa en áður eru jákvæðar fréttir að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði. Löng ríkisskuldabréf gefa lífeyrissjóðum færi á að verja langar skuldbindingar sínar betur en áður og á hærri vöxtum. Auk þess búa þau til raunverulegan viðmiðunarferil fyrir langa vexti og verðbólguvæntingar sem fjármögnun allra annarra í krónum mun taka mið af. Innherji 3.1.2022 17:00 Gefa út ríkisbréf fyrir 160 milljarða og kynna mun lengri flokka Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs fyrir árið 2022, sem var birt rétt fyrir áramót, gerir ráð fyrir útgáfu ríkisbréfa fyrir um 160 milljarða króna. Heildarútgáfa ársins verður því 20 milljörðum lægri en árið 2022. Innherji 3.1.2022 11:38 Tækifæri kjörtímabilsins Samkeppnishæfni Íslands, sem segir til um hvernig okkur gengur að sækja betri lífskjör samanborið við aðrar þjóðir, á sitt ekki síst undir umbótum á vinnumarkaði. Það er alls ekki eðlilegt að Samtök atvinnulífsins þurfi að gera hundruði kjarasamninga við verkalýðsfélög, þar sem hver klifrar upp á bakið á hinum til að sækja frekari launahækkanir en þeir sem fyrstir komu. Umræðan 1.1.2022 13:52 Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. Innlent 30.12.2021 11:24 Fyrirgefið orðbragðið, „andskotans“ hræsni sem þetta er! Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Skoðun 29.12.2021 15:31 Huggun harmi gegn að vera í góðum hópi kollega sem hafði rangt fyrir sér Efnahagsþróun á árinu 2021 hefur að mörgu leyti verið jákvæðari en vænst var í ársbyrjun, að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Til að mynda hafi hagvöxtur glæðst meira, atvinnuleysi hjaðnað hraðar og krónan styrkst nokkuð umfram það sem Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 28.12.2021 11:55 Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Innlent 27.12.2021 19:00 Ferðaþjónustan geti ekki haldið öllu starfsfólki fram á vor án stuðnings frá ríkinu Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun sem allra fyrst um hvort þau hyggist styðja við ráðningar svo að fjöldi starfsmanna í ferðaþjónustu endi ekki á atvinnuleysisskrá. Á næstu mánuðum verði ekki nógu mikið að gera til að fyrirtækin geti haldið öllu starfsfólki. Innherji 25.12.2021 14:00 Viðspyrnuárið 2022? Viðskipti við útlönd eru undirstaða lífskjara á Íslandi. Þannig hefur það verið frá því að samfélagið tók að þróast hratt í átt að nútímanum upp úr miðri 20. öldinni. Umræðan 24.12.2021 10:01 Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri. Innlent 23.12.2021 11:39 Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Klinkið 21.12.2021 18:06 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. Viðskipti innlent 21.12.2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. Innherji 21.12.2021 09:51 Ferðaþjónustufyrirtæki töpuðu 105 milljörðum á síðasta ári Tap af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja nam 104,6 milljörðum króna á síðasta ári. Árið var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 17.12.2021 11:40 Bjarni um sölu Íslandsbanka: „Það munar um þessar fjárhæðir þegar ríkið þarf að fjármagna hallarekstur“ „Ég lagði mikla áherslu á að fá þetta í gegn og þegar við loksins tókum ákvörðun um að láta til skara skríða var tímaramminn þröngur. Það er langt því frá sjálfsagt mál að svona vel takist til,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Innherji 16.12.2021 07:01 Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil. Innherji 15.12.2021 12:05 Þjóðmál í samstarf við Innherja Hlaðvarpsþátturinn Þjóðmál, í umsjá Gísla Freys Valdórssonar, og Innherji hefja samstarf á allra næstu dögum. Innherji 15.12.2021 11:00 Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Innherji 13.12.2021 09:38 Atvinnuleysi stendur í stað Skráð atvinnuleysi mældist 4,9% í nóvember og var óbreytt frá því í október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði. Viðskipti innlent 10.12.2021 12:07 Verðbólga ríkisstjórnarinnar Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Skoðun 10.12.2021 07:01 Borgin þurfi að fara í megrun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Viðskipti innlent 8.12.2021 21:26 Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum. Innlent 8.12.2021 20:00 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. Innherji 8.12.2021 10:37 Fjármálastöðugleikanefnd segir kerfisáhættu halda áfram að vaxa Kerfisáhætta heldur áfram að vaxa vegna hækkandi íbúðaverðs og aukningu í skuldum heimila. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem segir jafnframt að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina er litið en óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Innherji 8.12.2021 09:20 Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Viðskipti innlent 8.12.2021 08:47 Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. Innlent 3.12.2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. Innlent 2.12.2021 19:20 Framkvæmdastjóri SAF: „Gott að sjá að stefnuplaggið fari ekki ofan í skúffu“ Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna komi inn á margar af þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. Hann býst við að eiga gott samtal við stjórnvöld um skuldastöðu ferðaþjónustunnar þótt hennar sé ekki getið neins staðar í sáttmálanum. Innherji 2.12.2021 09:02 Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. Viðskipti innlent 2.12.2021 07:37 Fimmtíu milljarða viðsnúningur í viðskiptajöfnuði 13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021. Viðskipti innlent 1.12.2021 11:30 « ‹ 35 36 37 38 39 40 41 42 43 … 70 ›
Markaðurinn fái ekki „mikla magaverki“ af útgáfu ríkisbréfa í ár Áform ríkissjóðs um útgáfu mun lengri skuldabréfa en áður eru jákvæðar fréttir að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði. Löng ríkisskuldabréf gefa lífeyrissjóðum færi á að verja langar skuldbindingar sínar betur en áður og á hærri vöxtum. Auk þess búa þau til raunverulegan viðmiðunarferil fyrir langa vexti og verðbólguvæntingar sem fjármögnun allra annarra í krónum mun taka mið af. Innherji 3.1.2022 17:00
Gefa út ríkisbréf fyrir 160 milljarða og kynna mun lengri flokka Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs fyrir árið 2022, sem var birt rétt fyrir áramót, gerir ráð fyrir útgáfu ríkisbréfa fyrir um 160 milljarða króna. Heildarútgáfa ársins verður því 20 milljörðum lægri en árið 2022. Innherji 3.1.2022 11:38
Tækifæri kjörtímabilsins Samkeppnishæfni Íslands, sem segir til um hvernig okkur gengur að sækja betri lífskjör samanborið við aðrar þjóðir, á sitt ekki síst undir umbótum á vinnumarkaði. Það er alls ekki eðlilegt að Samtök atvinnulífsins þurfi að gera hundruði kjarasamninga við verkalýðsfélög, þar sem hver klifrar upp á bakið á hinum til að sækja frekari launahækkanir en þeir sem fyrstir komu. Umræðan 1.1.2022 13:52
Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. Innlent 30.12.2021 11:24
Fyrirgefið orðbragðið, „andskotans“ hræsni sem þetta er! Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Skoðun 29.12.2021 15:31
Huggun harmi gegn að vera í góðum hópi kollega sem hafði rangt fyrir sér Efnahagsþróun á árinu 2021 hefur að mörgu leyti verið jákvæðari en vænst var í ársbyrjun, að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Til að mynda hafi hagvöxtur glæðst meira, atvinnuleysi hjaðnað hraðar og krónan styrkst nokkuð umfram það sem Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 28.12.2021 11:55
Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Innlent 27.12.2021 19:00
Ferðaþjónustan geti ekki haldið öllu starfsfólki fram á vor án stuðnings frá ríkinu Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun sem allra fyrst um hvort þau hyggist styðja við ráðningar svo að fjöldi starfsmanna í ferðaþjónustu endi ekki á atvinnuleysisskrá. Á næstu mánuðum verði ekki nógu mikið að gera til að fyrirtækin geti haldið öllu starfsfólki. Innherji 25.12.2021 14:00
Viðspyrnuárið 2022? Viðskipti við útlönd eru undirstaða lífskjara á Íslandi. Þannig hefur það verið frá því að samfélagið tók að þróast hratt í átt að nútímanum upp úr miðri 20. öldinni. Umræðan 24.12.2021 10:01
Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri. Innlent 23.12.2021 11:39
Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Klinkið 21.12.2021 18:06
Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. Viðskipti innlent 21.12.2021 13:01
Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. Innherji 21.12.2021 09:51
Ferðaþjónustufyrirtæki töpuðu 105 milljörðum á síðasta ári Tap af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja nam 104,6 milljörðum króna á síðasta ári. Árið var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 17.12.2021 11:40
Bjarni um sölu Íslandsbanka: „Það munar um þessar fjárhæðir þegar ríkið þarf að fjármagna hallarekstur“ „Ég lagði mikla áherslu á að fá þetta í gegn og þegar við loksins tókum ákvörðun um að láta til skara skríða var tímaramminn þröngur. Það er langt því frá sjálfsagt mál að svona vel takist til,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Innherji 16.12.2021 07:01
Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil. Innherji 15.12.2021 12:05
Þjóðmál í samstarf við Innherja Hlaðvarpsþátturinn Þjóðmál, í umsjá Gísla Freys Valdórssonar, og Innherji hefja samstarf á allra næstu dögum. Innherji 15.12.2021 11:00
Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Innherji 13.12.2021 09:38
Atvinnuleysi stendur í stað Skráð atvinnuleysi mældist 4,9% í nóvember og var óbreytt frá því í október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði. Viðskipti innlent 10.12.2021 12:07
Verðbólga ríkisstjórnarinnar Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Skoðun 10.12.2021 07:01
Borgin þurfi að fara í megrun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Viðskipti innlent 8.12.2021 21:26
Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum. Innlent 8.12.2021 20:00
Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. Innherji 8.12.2021 10:37
Fjármálastöðugleikanefnd segir kerfisáhættu halda áfram að vaxa Kerfisáhætta heldur áfram að vaxa vegna hækkandi íbúðaverðs og aukningu í skuldum heimila. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem segir jafnframt að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina er litið en óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Innherji 8.12.2021 09:20
Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Viðskipti innlent 8.12.2021 08:47
Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. Innlent 3.12.2021 12:05
Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. Innlent 2.12.2021 19:20
Framkvæmdastjóri SAF: „Gott að sjá að stefnuplaggið fari ekki ofan í skúffu“ Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna komi inn á margar af þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. Hann býst við að eiga gott samtal við stjórnvöld um skuldastöðu ferðaþjónustunnar þótt hennar sé ekki getið neins staðar í sáttmálanum. Innherji 2.12.2021 09:02
Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. Viðskipti innlent 2.12.2021 07:37
Fimmtíu milljarða viðsnúningur í viðskiptajöfnuði 13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021. Viðskipti innlent 1.12.2021 11:30