Orkumál

Fréttamynd

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010.

Innlent
Fréttamynd

Borð fyrir báru

Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­laus orku­skipti

Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta við frekari lokanir á heitu vatni

Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira

Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti.

Innlent
Fréttamynd

Vald­níðsla

Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Skoðun
Fréttamynd

Góð orka inn í þjóð­fé­lagið

Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest.

Skoðun
Fréttamynd

Skortir orku?

Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla.

Skoðun
Fréttamynd

„Augljóslega er þetta ekki gott“

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Innlent
Fréttamynd

Flytjum út mengun

Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur

Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um raf­orku­sölu til neyt­enda

N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar.

Skoðun
Fréttamynd

Okrað með aðstoð ríkisins

Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Áramótaheit og orkuskiptin

Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark.

Skoðun