Bandaríkin

Fréttamynd

Réðst á lögmann sinn

Tuttugu og fimm ára kona réðst á lögmann sinn við fyrirtöku í þinghaldi í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í gær. Konan er ákærð fyrir að hafa myrt mann, misnotað hann kynferðislega og sundurlimað lík hans.

Erlent
Fréttamynd

Lögmaður Trumps í sigti saksóknara

Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys

Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar

Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar.

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum.

Erlent
Fréttamynd

Haley fer fram gegn Trump

Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Ýmsir kostir við njósna­belgi en vont að vera nappaður

Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Náði að rétta flug­vélina af 800 fetum yfir Kyrra­hafi

Flugvél United sem var á leið frá Maui á Havaii til San Fransisco hrapaði skyndilega yfir Kyrrahafi áður en flugmaðurinn náði að rétta hana af um 800 fet fyrir ofan hafið. Þetta gerðist stuttu eftir flugtak í desembermánuði og mátti litlu muna að flugvélin færist. 

Erlent
Fréttamynd

Þrír skotnir til bana í háskóla í Michigan

Að minnsta kosti þrír létust og fimm særðust hið minnsta þegar byssumaður hóf skothríð á svæði Ríkisháskólans í Michigan (e. Michigan State University (MSU)) í East Lansing í Bandaríkjunum í nótt.

Erlent
Fréttamynd

NYPD Blue barnastjarna látin

Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tákn­máls­túlkur Ri­hönnu slær í gegn

Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 

Lífið
Fréttamynd

Keyrði á gangandi vegfarendur í New York

Karlmaður var í dag handtekinn í New York eftir að hafa keyrt á gangandi vegfarendur á sendiferðabíl. Að minnsta kosti tveir liggja þungt haldnir á spítala eftir atvikið.

Erlent
Fréttamynd

Liðsmaður De La Soul látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul.

Lífið
Fréttamynd

Ri­hanna og A$AP eiga von á öðru barni

Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 

Lífið
Fréttamynd

Sara stefndi beint í steininn vegna vafa­samra vinnu­bragða lög­reglu

Íslensk kona á fertugsaldri andar léttar eftir að hafa komist hjá fangelsisvist og háum fjársektum eftir að hafa sætt ákæru fyrir að hafa orðið valdur að dauða karlmanns á sjötugsaldri í Michigan í Bandaríkjunum. Frændi hennar spilaði lykilhlutverk í að koma upp um vafasöm vinnubrögð lögreglu og bjarga frænku sinni frá fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher

Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku.  

Erlent
Fréttamynd

Saka Kín­verja um lygar sem vísa á­sökunum á bug

Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja.

Erlent
Fréttamynd

Iceland Guccidóttir komin í heiminn

Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018.

Lífið
Fréttamynd

Burt Bacharach látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Bill Gates sagður vera kominn með kærustu

Bill Gates, stofnandi tæknirisans Microsoft, er sagður vera kominn með kærustu. Gates greindi frá skilnaði sínum og Melindu Gates í maí árið 2021 en þau höfðu verið gift í 27 ár.

Lífið
Fréttamynd

Myndi stela apa aftur ef hann gæti

Karlmaður sem grunaður er um að hafa stolið tveimur öpum úr dýragarðinum í Dallas segir að hann myndi stela fleiri öpum ef honum yrði sleppt úr haldi. Maðurinn er ekki talinn tengjast grunsamlegum dauðdaga hrægamms í sama dýragarði. 

Erlent
Fréttamynd

Talaði um mikilvægi samvinnu þvert á flokka

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti árlega stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi í nótt og biðlaði meðal annars til mótherja sinna í Repúblikanaflokknum að þeir hjálpuðu til við að rétta af efnahag Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Vilj­a eig­in kjarn­ork­u­vopn af ótta við Norð­ur-Kór­e­u

Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum.

Erlent