Bandaríkin

Fréttamynd

Starfsmannastjóri Melaniu segir af sér

Stephanie Grisham, fyrrum samskiptastjóri Hvíta hússins og starfsmannastjóri Melaniu Trump, hefur sagt af sér vegna atburðanna í þinghúsinu í kvöld. Þetta hefur CNN eftir heimildarmanni innan Hvíta hússins.

Erlent
Fréttamynd

Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna

Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið.

Erlent
Fréttamynd

Gat ekki gengið að kröfum Trump

Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta.

Erlent
Fréttamynd

„Þið verðið að fara heim núna“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum

Erlent
Fréttamynd

„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum

Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla.

Erlent
Fréttamynd

Konan sem var skotin í þinghúsinu lést

Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið

Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu hróp að Romney á leið til Washington

Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta veittust að samflokksbróður hans Mitt Romney, fyrir og í flugi frá Salt Lake City til Washington. Romney er meðal sárafárra repúblikana sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir framgöngu hans síðustu misseri.

Erlent
Fréttamynd

Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna

Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna.

Erlent
Fréttamynd

Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn

Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue.

Erlent
Fréttamynd

Assange ekki sleppt gegn tryggingu

Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt.

Erlent
Fréttamynd

Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki

Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu

Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum.

Erlent
Fréttamynd

Dr. Dre á sjúkrahúsi

Bandaríski rapparinn og framleiðandinn Dr. Dre hefur verið lagður inn á sjúkrahús en verður brátt sendur aftur heim. Hinn 55 ára Dr. Dre segir frá þessu á Instagram-síðu sinni þó að hann taki ekki fram ástæður þess að hann hafi verið lagður inn.

Lífið
Fréttamynd

Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð

Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 

Erlent
Fréttamynd

Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður

Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess.

Erlent
Fréttamynd

Notuðust við far­síma­gögn til að finna Maxwell

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum.

Erlent