Bandaríkin

Fréttamynd

Neituðu að jarða mann vegna þess að hann var svartur

Stjórnendur kirkjugarðs í Louisiana í Bandaríkjunum báðu ekkju lögreglumanns afsökunar í gær, eftir að hafa neitað að jarða eiginmann hennar vegna þess að hann var svartur. Aldagamlar reglur, sem enn voru í gildi þar til í gær, kváðu á um að aðeins mætti jarðsetja hvítt fólk í kirkjugarðinum.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni

Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst.

Erlent
Fréttamynd

Myrti sex fjöl­skyldu­með­limi í heima­húsi

Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Harry Kamian mættur í banda­ríska sendi­ráðið

Harry Kamian hefur tekið við sem forstöðumaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi en Jeffrey Ross Gunter lauk störfum sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn. Gegnir Kamian þar með stöðu staðgengils sendiherra þangað til nýr hefur verið skipaður í embættið. Greint er frá þessu á vef sendiráðsins en Kamian tók við stöðu forstöðumanns þann 24. janúar.

Innlent
Fréttamynd

„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“

Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Afar hæpið að Trump verði sakfelldur

Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi öfga­hóps uppljóstrari lög­reglu um ára­bil

Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun.

Erlent
Fréttamynd

Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar

Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum.

Erlent
Fréttamynd

Hét því að setja aukinn kraft í bólu­setningar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í gær að setja aukinn kraft í bólusetningu þar í landi þannig að flest allir Bandaríkjamenn verði búnir að fá bólusetningu gegn Covid-19 í lok sumars eða snemma í haust.

Erlent
Fréttamynd

Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun

Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá.

Erlent
Fréttamynd

Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið

Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Halda heræfingar og vara við köldu stríði

Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði.

Erlent
Fréttamynd

Sau­tján milljónir dala úr þrota­búi og til fórnar­lamba

Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Af­hentu öldunga­deildinni á­kæruna á hendur Trump

Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Fellir úr gildi bann við transfólki í Banda­ríkja­her

Trans fólk fær nú aftur að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti felldi úr gildi bann sem Donald Trump tilkynnti sumarið 2017. Hvíta húsið greindi frá þessu í dag og sagði styrkleika þjóðarinnar felast í fjölbreytileikanum.

Erlent
Fréttamynd

Sarah Sanders vill verða næsti ríkis­stjóri Arkansas

Sarah Sanders, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump, hyggst sækjast eftir því að taka við embætti ríkisstjóra Arkansas. Bæði AP og Reuters segja frá því að búist sé við tilkynningu þessa efnis frá Sanders síðar í dag.

Erlent