Bandaríkin

Fréttamynd

Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas

Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það.

Erlent
Fréttamynd

„Ekki kyssa eða knúsa fugla“

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina.

Erlent
Fréttamynd

Fanga­verðir Ep­stein munu ekki sitja inni

Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá.

Erlent
Fréttamynd

Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King

Yfir­völd í Okla­homa í Banda­ríkjunum gerðu í dag rassíu á dýra­garði tígri­s­kóngsins Jeff Lowe sem Net­flix-heimilda­þættirnir vin­sælu Tiger King fjölluðu um. Sam­kvæmt til­kynningu yfir­valda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe.

Erlent
Fréttamynd

Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu

Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu

Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf

Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa loks ástar­sam­bandið

Bandaríski rapparinn ASAP Rocky hefur staðfest að hann og söngkonan Rihanna eigi í ástarsambandi. Rapparinn segir frá því í viðtali við GQ að söngkonan sé „ást lífs síns“.

Lífið
Fréttamynd

Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag

Benja­mín Netanja­hú, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við á­kalli Banda­ríkja­for­seta Joe Bidens um að draga veru­lega úr loft­á­rásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir sam­tal þeirra í dag að hann myndi gefa í á­rásirnar.

Erlent
Fréttamynd

„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum.

Innlent
Fréttamynd

Mót­­mæla stefnu stór­veldanna á meðan ráðherrarnir funda

Á meðan utan­ríkis­ráð­herrar Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, funda í Hörpu munu mót­mæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Sam­taka hernaðar­and­stæðinga. Ýmis fé­laga­sam­tök hafa í dag sent frá sér á­skorun til stór­veldanna um að láta af and­stöðu sinni við sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um bann við kjarn­orku­vopnum og undir­rita hann sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Repúblikanar í hár saman vegna um­deildrar endur­skoðunar

Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist

Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það.

Erlent
Fréttamynd

Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps

Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskir ráð­amenn þrýstu á Blin­ken um lausn fyrir botni Mið­jarðar­hafs

Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Leikarinn Charles Grodin er látinn

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag.

Lífið
Fréttamynd

Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið

Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar.

Erlent