Stj.mál

Fréttamynd

Skýr forysta víst til staðar

"Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgarstjóra eins og hún hefur lengi verið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu," segir Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi um fullyrðingar Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti forystu.

Innlent
Fréttamynd

Nauðsynlegt að koma Bush frá

Það er nauðsynlegt að koma George Bush, forseta Bandaríkjanna, frá við næstu kosningar þar sem hann er að leggja utanríkisstefnu Bandaríkjanna í rúst. Þetta er kjarni yfirlýsingar frá á þriðja tug fyrrverandi háttsettra diplómata og hershöfðingja. 

Erlent
Fréttamynd

Financial Times fjallar um Ísland

Breska blaðið Financial Times gerði stóra fjölmiðlalagamálið á Íslandi að umfjöllunarefni í gær og sagði alvarlega stjórnskipunarkreppu ríkja í landinu. Raunar þá verstu á lýðveldistímanum, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum staðfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður hugsanlega ofmetinn

Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn að verða lítil klíka

"Auðvitað er það áhyggjuefni að þreyta komi í samstarf sem er á þriðja kjörtímabili. Það er eitt stærsta verkefnið fyrir okkur sem starfa fyrir og styðja Reykjavíkurlistann að verða ekki valdþreytunni að bráð," segir Helgi Hjörvar þingmaður og einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Reykjavíkurlistans í helgarviðtali við Fréttablaðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mómælum komið á framfæri

Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum fjölmargra hér á landi vegna mannréttindabrota á föngum í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. Það gerði Sturla Böðvarsson í apríl og Halldór Ásgrímsson svo aftur í maí á fundi hans með sendiherra Bandaríkjanna hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Mikill meirihluti á móti lögunum

Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðgert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Andstaðan hefur minnkað

Andstaðan við fjölmiðlalögin hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var um síðustu helgi. Samkvæmt henni segjast um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu en í fyrri könnunum blaðsins hefur andstaðan við málið mælst á bilinu 77 til 83 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um lögin í byrjun ágúst

Alþingi verður kallað saman mánudaginn 5. júlí þar sem ákveðið verður fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara fram í byrjun ágúst. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar að loknum samráðsfundi með formönnum allra stjórnmálaflokkanna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Minni andstaða við fjölmiðlalög

Heldur dregur úr andstöðu almennings við fjölmiðlafrumvarpið svonefnda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu er 71 prósent á móti lögunum en 29 prósent fylgjandi þeim.

Innlent
Fréttamynd

Víða engin lágmarkskjörsókn

Ekki eru nein fordæmi fyrir því í nágrannaríkjum Íslands að krefjast 75 prósenta lágmarkskjörsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Víða er engrar lágmarkskjörsóknar krafist.  

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samráð við stjórnarandstöðu

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki vita betur en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi spurt formenn allra stjórnmálaflokka að því hvort þeir væru til í að taka þátt í því að hafin yrði endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Innlent
Fréttamynd

Aukið fylgi ríkisstjórnar

Ríkisstjórnarflokkarnir bæta við sig talsverðu fylgi frá könnun Fréttablaðsins frá tuttugasta maí samkvæmt nýjustu skoðanakönnun blaðsins og fengju nú tæplega fjörutíu og þriggja prósenta fylgi

Innlent
Fréttamynd

Þing kemur saman fimmta júlí

Þing kemur saman fimmta júlí til að ákveða fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög, en stefnt er að því að kjördagur verði snemma í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Kalla þarf saman Alþingi hið fyrsta

Samfylking og Vinstri grænir telja nauðsynlegt að Alþingi verði kallað saman sem fyrst svo taka megi ákvörðun um fyrirkomulag og tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Samráðs allra þingflokka er þörf.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstæðingar vilja skoða viðskiptaþvinganir

Samfylkingin og Vinstri-grænir vilja skoða viðskiptaþvinganir á Ísraela til að þrýsta á um frið í Miðausturlöndum. Utanríkisráðherra kveðst því andvígur og segir það líklegast til að bitna helst á Palestínumönnum.

Erlent