Umhverfismál

Fréttamynd

Rósa Björk: Loftslagsvandinn kallar á róttækar samfélagsbreytingar

„Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin.“

Innlent
Fréttamynd

Eining um að fækka dælunum

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær meginlínur og samningsmarkmið í viðræðum við olíufélögin, sem miða að því að fækka bensínstöðvum í borginni um helming.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka

Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu.

Innlent
Fréttamynd

Nálgumst þolmörk margra lífvera

Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því.

Innlent
Fréttamynd

Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar.

Innlent
Fréttamynd

Innflutningur blóma mengandi og óþarfur

Íslensk blómaframleiðsla gæti staðið undir öllum blómamarkaði hér á landi. Þó eru flutt inn um 300 þúsund afskorin blóm á ári, jafnvel þótt blóm af sömu tegund séu ræktuð hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi

Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til.

Innlent
Fréttamynd

Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Friður og frelsi lundans í Akurey

Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum.

Skoðun