Skútumálið 2023

Fréttamynd

Refsing milduð í stóra skútumálinu

Landsréttur hefur mildað fangelsisrefsingu Henrys Fleischer, 35 ára Dana, um eitt ár. Hann var upphaflega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðkomu hans að skútumálinu svokallaða í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Innlent
Fréttamynd

Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna

Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands

Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leyni­hólfs

Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim.

Innlent
Fréttamynd

Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi

Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans.

Innlent
Fréttamynd

Þrír Danir á­kærðir í skútu­máli

Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 

Innlent
Fréttamynd

160 kíló af hassi voru í skútunni

Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mann­dráp og stór­fellt fíkni­efna­smygl: Staðan á málunum

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi

Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands.

Innlent