Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023

Fréttamynd

Stjórn­völd harð­lega gagn­rýnd fyrir hæg við­brögð

Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 

Erlent
Fréttamynd

Lítil stúlka fæddist í húsarústum

Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir.

Erlent
Fréttamynd

Félagi Birkis hneykslaður á ákvörðun Tyrkja

Þrátt fyrir að enn sé verið að leita að fólki í rústum bygginga eftir jarðskjálftann mannskæða í Tyrklandi hefur verið ákveðið að næsta umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni verði spiluð eftir rúma viku.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“

Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum.

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða borgar­búa sé ó­trú­leg

Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Í kappi við kuldann

Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Uppfært: Atsu enn ófundinn

Ekki hefur tekist að bjarga ganverska fótboltamanninum Christian Atsu úr rústum byggingar eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi í fyrrinótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvert húsið hrundi á eftir öðru

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum.

Erlent
Fréttamynd

Ham­farir á hörmungar ofan

Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum

Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi

Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð.

Erlent