Færð á vegum Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Veður 18.1.2024 06:45 Mikil hálka á vegum og íbúar í Grindavík hvattir til að fara varlega Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt og vinnur lögreglan á Suðurnesjum nú að því að rýma Grindavík og gengur það vel. Innlent 14.1.2024 05:34 Von á ísingu og lúmskri hálku Vegir á landinu eru flestir blautir og þegar kólnar hægt og bítandi í hægum vindi mun myndast ísing og lúmsk hálka. Innlent 12.1.2024 07:40 Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu vel á „stórhættulegum“ Grindavíkurvegi Öryggisstjóri segir stórhættulega hálku myndast á Grindavíkurvegi vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að bregðast við því. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir vetrarþjónustu miðast við umferðarmagn og veðuraðstæður hverju sinni. Innlent 7.1.2024 19:17 Hálkuslys Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum. Skoðun 5.1.2024 08:00 Salthrúgur á tólf stöðum í borginni Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar. Innlent 4.1.2024 17:38 Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. Innlent 4.1.2024 13:28 Vinna stýrihóps um þjónustuhandbók vetrarþjónustu borið árangur Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu í allan dag eftir mikla snjókomu í höfuðborginni í gærkvöldi. Víðast hvar er orðið greiðfært og skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir það stýrihópnum umtalaða um þjónustuhandbók vetrarþjónustunnar að þakka. Innlent 27.12.2023 22:01 Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á suðvesturhorni landsins en eitthvað er um snjóþekju eða krapa. Innlent 27.12.2023 08:01 Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. Innlent 26.12.2023 11:37 Ófært víða á Vestfjörðum en unnið að mokstri Vegir eru vegir víða ófærir á Vestfjörðum en unnið er að mokstri í dag. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi en víða snjóþekja eða hálka á öðrum leiðum. Innlent 25.12.2023 11:33 Óvissustig í gildi og margir vegir lokaðir Veðurstofa Íslands lýsti í gær yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið tók gildi á miðnætti. Innlent 24.12.2023 08:47 Hellisheiði lokað eftir tvö slys Veginum um Hellisheiði var lokað í dag vegna tveggja slysa. Slysin eru bæði sögð hafa orðið vegna slæms skyggnis og hálku. Engan sakaði alvarlega í slysunum og er vegurinn enn lokaður. Innlent 23.12.2023 16:52 Víða krefjandi aðstæður á vegum Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að það verði krefjandi aðstæður á vegum austur fyrir fjall í dag og eins norður í land og vestur á firði. Innlent 15.12.2023 07:23 Víða hált á vegum landsins Víða er hált á vegum landsins og eru ökumenn beðnir að keyra varlega. Innlent 12.12.2023 07:36 Fékk slæmt höfuðhögg í fljúgandi hálku Glerhált var víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar að rigndi ofan í frostið sem var um helgina. Dæmi er um að fólk hafi flogið á hausinn og slasað sig alvarlega. Innlent 11.12.2023 09:58 Búast við stormi um miðja viku Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. Veður 10.12.2023 07:21 Hellisheiðinni lokað á morgun Hellisheiðinni verður lokað tímabundið á morgun vegna malbiksviðgerða á veginum. Innlent 28.11.2023 21:28 Hætt við fljúgandi hálku Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands. Veður 13.10.2023 15:04 Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Innlent 12.10.2023 11:44 Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. Innlent 12.10.2023 09:49 Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð. Björgunaraðgerðir standa yfir. Á meðan þeim stendur er vegurinn lokaður og fólki beint að aka um Þverárfjall. Innlent 11.10.2023 22:37 Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. Veður 11.10.2023 21:12 Þjóðvegi eitt lokað næsta hálfa sólarhringinn Vegna veðurs hefur Þjóðvegi eitt verið lokað á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Ekki er búist við að hann opni fyrr en klukkan sex í fyrramálið Innlent 19.9.2023 17:16 Boðið verður upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Ákveðið hefur verið að bjóða upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í kvöld. Snjóflóð féll úr Hólmatindi Eskifjarðar megin fyrr í dag. Innlent 30.3.2023 19:11 Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. Innlent 30.3.2023 10:00 Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. Innlent 30.3.2023 07:18 Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. Veður 29.3.2023 11:13 Fjarðarheiði lokuð og unnið að því að bjarga fólki af heiðinni Björgunarsveitir vinna nú að því að aðstoða fólk á Fjarðarheiði sem lagði á heiðina í morgun. Meðal þeirra sem eru í vandræðum eru farþegar sem áttu bókað með Norrænu, sem leggur úr höfn í hádeginu. Innlent 29.3.2023 09:52 Aðstoðuðu um fimmtíu manns við Pétursey í nótt Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt þar sem fjöldi fólks hafði fest bíla sína á þjóðvegi 1 við Pétursey. Ófærð var þá orðin mikil á svæðinu. Innlent 29.3.2023 09:48 « ‹ 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Veður 18.1.2024 06:45
Mikil hálka á vegum og íbúar í Grindavík hvattir til að fara varlega Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt og vinnur lögreglan á Suðurnesjum nú að því að rýma Grindavík og gengur það vel. Innlent 14.1.2024 05:34
Von á ísingu og lúmskri hálku Vegir á landinu eru flestir blautir og þegar kólnar hægt og bítandi í hægum vindi mun myndast ísing og lúmsk hálka. Innlent 12.1.2024 07:40
Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu vel á „stórhættulegum“ Grindavíkurvegi Öryggisstjóri segir stórhættulega hálku myndast á Grindavíkurvegi vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að bregðast við því. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir vetrarþjónustu miðast við umferðarmagn og veðuraðstæður hverju sinni. Innlent 7.1.2024 19:17
Hálkuslys Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum. Skoðun 5.1.2024 08:00
Salthrúgur á tólf stöðum í borginni Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar. Innlent 4.1.2024 17:38
Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. Innlent 4.1.2024 13:28
Vinna stýrihóps um þjónustuhandbók vetrarþjónustu borið árangur Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu í allan dag eftir mikla snjókomu í höfuðborginni í gærkvöldi. Víðast hvar er orðið greiðfært og skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir það stýrihópnum umtalaða um þjónustuhandbók vetrarþjónustunnar að þakka. Innlent 27.12.2023 22:01
Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á suðvesturhorni landsins en eitthvað er um snjóþekju eða krapa. Innlent 27.12.2023 08:01
Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. Innlent 26.12.2023 11:37
Ófært víða á Vestfjörðum en unnið að mokstri Vegir eru vegir víða ófærir á Vestfjörðum en unnið er að mokstri í dag. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi en víða snjóþekja eða hálka á öðrum leiðum. Innlent 25.12.2023 11:33
Óvissustig í gildi og margir vegir lokaðir Veðurstofa Íslands lýsti í gær yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið tók gildi á miðnætti. Innlent 24.12.2023 08:47
Hellisheiði lokað eftir tvö slys Veginum um Hellisheiði var lokað í dag vegna tveggja slysa. Slysin eru bæði sögð hafa orðið vegna slæms skyggnis og hálku. Engan sakaði alvarlega í slysunum og er vegurinn enn lokaður. Innlent 23.12.2023 16:52
Víða krefjandi aðstæður á vegum Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að það verði krefjandi aðstæður á vegum austur fyrir fjall í dag og eins norður í land og vestur á firði. Innlent 15.12.2023 07:23
Víða hált á vegum landsins Víða er hált á vegum landsins og eru ökumenn beðnir að keyra varlega. Innlent 12.12.2023 07:36
Fékk slæmt höfuðhögg í fljúgandi hálku Glerhált var víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar að rigndi ofan í frostið sem var um helgina. Dæmi er um að fólk hafi flogið á hausinn og slasað sig alvarlega. Innlent 11.12.2023 09:58
Búast við stormi um miðja viku Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. Veður 10.12.2023 07:21
Hellisheiðinni lokað á morgun Hellisheiðinni verður lokað tímabundið á morgun vegna malbiksviðgerða á veginum. Innlent 28.11.2023 21:28
Hætt við fljúgandi hálku Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands. Veður 13.10.2023 15:04
Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Innlent 12.10.2023 11:44
Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. Innlent 12.10.2023 09:49
Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð. Björgunaraðgerðir standa yfir. Á meðan þeim stendur er vegurinn lokaður og fólki beint að aka um Þverárfjall. Innlent 11.10.2023 22:37
Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. Veður 11.10.2023 21:12
Þjóðvegi eitt lokað næsta hálfa sólarhringinn Vegna veðurs hefur Þjóðvegi eitt verið lokað á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Ekki er búist við að hann opni fyrr en klukkan sex í fyrramálið Innlent 19.9.2023 17:16
Boðið verður upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Ákveðið hefur verið að bjóða upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í kvöld. Snjóflóð féll úr Hólmatindi Eskifjarðar megin fyrr í dag. Innlent 30.3.2023 19:11
Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. Innlent 30.3.2023 10:00
Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. Innlent 30.3.2023 07:18
Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. Veður 29.3.2023 11:13
Fjarðarheiði lokuð og unnið að því að bjarga fólki af heiðinni Björgunarsveitir vinna nú að því að aðstoða fólk á Fjarðarheiði sem lagði á heiðina í morgun. Meðal þeirra sem eru í vandræðum eru farþegar sem áttu bókað með Norrænu, sem leggur úr höfn í hádeginu. Innlent 29.3.2023 09:52
Aðstoðuðu um fimmtíu manns við Pétursey í nótt Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt þar sem fjöldi fólks hafði fest bíla sína á þjóðvegi 1 við Pétursey. Ófærð var þá orðin mikil á svæðinu. Innlent 29.3.2023 09:48