Arion banki „Engin takmörk“ virðast vera á sívaxandi útþenslu eftirlitsiðnaðarins Fráfarandi stjórnarformaður Arion skaut föstum skotum á það sem hann kallaði „sístækkandi og íþyngjandi hlutverk eftirlitsiðnaðarins“ á aðalfundi bankans fyrr í dag og sagði þá þróun valda honum áhyggjum í starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi, einkum í bankarekstri. Engin takmörk væru á útþenslu slíkra stofnana og starfsfólk þess virtist oft þurfa að sanna tilvist sína með því að kalla sífellt eftir strangri eftirliti og fleiri skýrslum. Innherji 13.3.2024 21:07 Árslaun stjórnarformanna bankanna hlupu á tugum milljóna Stjórnarformenn Íslandsbanka, Kviku banka, Arion banka og Landsbanka voru með á bilinu 1,1 til 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Öll sinna þau öðrum störfum samhliða formannssetunni Viðskipti innlent 7.3.2024 08:22 Hætta á að kosning á grundvelli aðeins hæfismats skili „of einsleitri“ stjórn Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga. Innherji 5.3.2024 14:04 Leggja til Paul Horner í stað Brynjólfs Tilnefningarnefnd Arion banka leggur til að Paul Horner verði næsti stjórnarformaður bankans. Brynjólfur Bjarnason lætur af störfum sem formaður eftir fimm ár í brúnni. Viðskipti innlent 4.3.2024 11:23 Arion hyggst stórauka eignir í stýringu og skoðar að stofna fasteignafélag Arion banki, sem er með leiðandi stöðu á eignastýringarmarkaði, stefnir á að auka eignir í stýringu samstæðunnar um meira en fjörutíu prósent á næstu fimm árum. Þá hefur bankinn hefur til skoðunar að stofna fasteignafélag á íbúðamarkaði sem mögulega yrði skráð í Kauphöll. Innherji 1.3.2024 16:40 Ráðin ábyrgðarmaður Arion vegna aðgerða gegn peningaþvætti Cecilia Agneta Ståhle hefur tekið við hlutverki ábyrgðarmanns vegna aðgerða Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Viðskipti innlent 29.2.2024 13:08 Útkoma kjarasamninga „langstærsti“ óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna. Innherji 29.2.2024 10:15 Fjárfestar virðast enn hafa „litla trú“ á viðsnúningi í rekstri Kviku Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið. Innherji 28.2.2024 14:04 Stór bankafjárfestir segir óhóflegar eiginfjárkröfur kosta samfélagið tugi milljarða Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur. Innherji 26.2.2024 17:58 Fjárfestarnir sem veðjuðu á Alvotech – og eygja von um að hagnast ævintýralega Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós. Innherji 21.2.2024 17:34 Hagnaður Arion yfir væntingum en mjög farið að hægja á útlánavexti Hagnaður Arion banka á fjórða ársfjórðungi var nokkuð yfir væntingum greinenda, en ekki kom til virðsrýrnunar útlána eins og reiknað var með. Bankastjóri Arion segir viðskiptamódel bankans, að leggja áherslu á þóknanatekjur, hafi sannað sig á tímum þegar hægir á útlánavexti. Innherji 8.2.2024 12:48 Arion banki hagnaðist um tæplega 26 milljarða Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna. Stjórn bankans leggur til að um þrettán milljarða króna arður verði greiddur út. Viðskipti innlent 7.2.2024 17:39 Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. Viðskipti innlent 5.2.2024 11:16 Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 5.2.2024 08:13 Arion freistar þess að selja um tíu prósenta hlut bankans í Eyri Invest Arion leitar nú að áhugasömum fjárfestum til að kaupa allan eignarhlut bankans í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti hluthafi Marel sem á núna í formlegum viðræðum um samruna við John Bean Technologies. Þrír mánuðir eru síðan Arion leysti til sín samanlagt nálægt tíu prósenta hlut sem var áður í eigu feðganna Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóra Marel, og Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eyris í meira en tvo áratugi, en Árni Oddur leitar nú leiða til að komast að nýju yfir þau bréf í gegnum nýtt fjárfestingafélag sem hann fer fyrir. Innherji 4.2.2024 14:16 Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. Viðskipti innlent 2.2.2024 14:37 Um hagnað bankanna Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Skoðun 31.1.2024 15:01 Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Viðskipti innlent 30.1.2024 15:35 Gætum þurft að bíða „töluvert lengur“ eftir fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans Aukin óvissa um niðurstöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hætta á þensluhvetjandi áhrifum vegna aðgerða stjórnvalda til að koma til móts við Grindvíkinga veldur því að talsverð bið gæti verið í að peningastefnunefnd Seðlabankans byrjar að lækka vexti, að mati skuldabréfamiðlara. Málefni Grindavíkur munu að líkindum vera í forgangi hjá ríkisstjórninni fremur en myndarleg aðkoma þeirra að kjarasamningum eins og verkalýðshreyfingin hefur gert kröfu um. Innherji 22.1.2024 09:54 Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. Viðskipti innlent 17.1.2024 13:44 Vænta óbreyttrar arðsemi nú þegar vöxtur í vaxtatekjum banka gefur eftir Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á arðsemi stóru bankanna á markaði þegar þeir birta uppgjör sín fyrir síðasta fjórðung ársins 2023 sem mun litast af því að ekki er lengur fyrir að fara miklum vexti í vaxtatekjum – þær gætu dregist saman hjá Íslandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár – og áframhaldandi niðurfærslur lánasafna hafa áhrif á afkomuna. Tekjur af kjarnarekstri Arion banka ættu samt að aukast lítillega milli ára á meðan viðsnúningur í fjármunatekjum ýtir Íslandsbanka upp fyrir arðsemismarkmið sitt, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir. Innherji 17.1.2024 13:31 Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. Viðskipti innlent 19.12.2023 13:47 Fyrsti áfangi Blikastaðalands gerir ráð fyrir byggingu um 1.500 íbúða Skipulagslýsing að deiluskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands, stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion, hefur verið afgreidd en samkvæmt því er fyrirhugað að reisa þar allt að um 1.500 íbúðir. Framkvæmdir við verkefnið færast því núna nær í tíma en greinendur og fjárfestar hafa sagt að verðmæti landsins sé að líkindum verulega undirverðlagt í bókum bankans. Innherji 12.12.2023 11:45 Verðmat Arion lækkar um átta prósent en vaxtastigið bítur í bankana Verðmat Arion banka lækkar um átta prósent en gert er ráð fyrir lægri vaxtatekjum en áður og hærri ávöxtunarkrafa lækkar líka matið. Greinandi segir að vaxtastigið, en stýrivextir hafa hækkað umtalsvert í því skyni að sporna við verðbólgu, sé farið að „bíta bankana“. Innherji 11.12.2023 15:38 Landsbankafólk fær væna viðbótargreiðslu í desember Allir starfsmenn Landsbankans, sem starfa í nóvember og desember, fá 200 þúsund krónur greiddar til viðbótar við kjarasamningsbundna desemberuppbót. Sambærileg ákvörðun hefur ekki verið tekin af hinum stóru viðskiptabönkunum tveimur. Viðskipti innlent 5.12.2023 16:12 ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum. Viðskipti innlent 28.11.2023 17:15 Telur norðurslóðir eiga eftir að verða eitt mikilvægasta efnahagssvæði veraldar Vegna landfræðilegrar legu og öflugra innviða er Ísland í kjörstöðu til að nýta sér þau tækifæri sem við blasa í þróun efnahagsuppbyggingar á norðurslóðum, útskýrði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu í London fyrr í þessum mánuði, sem hann telur að sé óðum að verða eitt af mikilvægustu efnahagssvæðum heimsins. Forstjóri Stoða brýndi fyrir erlendum fjárfestum mikilvægi þess að finna „réttan samstarfsaðila“ þegar fjárfest væri á Íslandi og nefndi að vegna sterkrar stöðu íslenska þjóðarbúsins þá ætti gjaldmiðillinn ekki að vera vandamál. Innherji 27.11.2023 11:26 Konráð frá Arion banka til Þórdísar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Konráð S. Guðjónsson sem aðstoðarmann. Konráð hefur undanfarið hálft ár starfað sem aðalhagfræðingur Arion banka. Viðskipti innlent 24.11.2023 13:56 Embætti þitt hafði af mér 10,6 milljónir og afhenti Arion banka Opið bréf til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Sigríðar Kristinsdóttur. Skoðun 24.11.2023 09:30 Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. Viðskipti innlent 22.11.2023 22:11 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
„Engin takmörk“ virðast vera á sívaxandi útþenslu eftirlitsiðnaðarins Fráfarandi stjórnarformaður Arion skaut föstum skotum á það sem hann kallaði „sístækkandi og íþyngjandi hlutverk eftirlitsiðnaðarins“ á aðalfundi bankans fyrr í dag og sagði þá þróun valda honum áhyggjum í starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi, einkum í bankarekstri. Engin takmörk væru á útþenslu slíkra stofnana og starfsfólk þess virtist oft þurfa að sanna tilvist sína með því að kalla sífellt eftir strangri eftirliti og fleiri skýrslum. Innherji 13.3.2024 21:07
Árslaun stjórnarformanna bankanna hlupu á tugum milljóna Stjórnarformenn Íslandsbanka, Kviku banka, Arion banka og Landsbanka voru með á bilinu 1,1 til 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Öll sinna þau öðrum störfum samhliða formannssetunni Viðskipti innlent 7.3.2024 08:22
Hætta á að kosning á grundvelli aðeins hæfismats skili „of einsleitri“ stjórn Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga. Innherji 5.3.2024 14:04
Leggja til Paul Horner í stað Brynjólfs Tilnefningarnefnd Arion banka leggur til að Paul Horner verði næsti stjórnarformaður bankans. Brynjólfur Bjarnason lætur af störfum sem formaður eftir fimm ár í brúnni. Viðskipti innlent 4.3.2024 11:23
Arion hyggst stórauka eignir í stýringu og skoðar að stofna fasteignafélag Arion banki, sem er með leiðandi stöðu á eignastýringarmarkaði, stefnir á að auka eignir í stýringu samstæðunnar um meira en fjörutíu prósent á næstu fimm árum. Þá hefur bankinn hefur til skoðunar að stofna fasteignafélag á íbúðamarkaði sem mögulega yrði skráð í Kauphöll. Innherji 1.3.2024 16:40
Ráðin ábyrgðarmaður Arion vegna aðgerða gegn peningaþvætti Cecilia Agneta Ståhle hefur tekið við hlutverki ábyrgðarmanns vegna aðgerða Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Viðskipti innlent 29.2.2024 13:08
Útkoma kjarasamninga „langstærsti“ óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna. Innherji 29.2.2024 10:15
Fjárfestar virðast enn hafa „litla trú“ á viðsnúningi í rekstri Kviku Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið. Innherji 28.2.2024 14:04
Stór bankafjárfestir segir óhóflegar eiginfjárkröfur kosta samfélagið tugi milljarða Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur. Innherji 26.2.2024 17:58
Fjárfestarnir sem veðjuðu á Alvotech – og eygja von um að hagnast ævintýralega Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós. Innherji 21.2.2024 17:34
Hagnaður Arion yfir væntingum en mjög farið að hægja á útlánavexti Hagnaður Arion banka á fjórða ársfjórðungi var nokkuð yfir væntingum greinenda, en ekki kom til virðsrýrnunar útlána eins og reiknað var með. Bankastjóri Arion segir viðskiptamódel bankans, að leggja áherslu á þóknanatekjur, hafi sannað sig á tímum þegar hægir á útlánavexti. Innherji 8.2.2024 12:48
Arion banki hagnaðist um tæplega 26 milljarða Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna. Stjórn bankans leggur til að um þrettán milljarða króna arður verði greiddur út. Viðskipti innlent 7.2.2024 17:39
Ellefu sagt upp hjá Arion banka Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. Viðskipti innlent 5.2.2024 11:16
Arion banki lækkar vexti Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 5.2.2024 08:13
Arion freistar þess að selja um tíu prósenta hlut bankans í Eyri Invest Arion leitar nú að áhugasömum fjárfestum til að kaupa allan eignarhlut bankans í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti hluthafi Marel sem á núna í formlegum viðræðum um samruna við John Bean Technologies. Þrír mánuðir eru síðan Arion leysti til sín samanlagt nálægt tíu prósenta hlut sem var áður í eigu feðganna Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóra Marel, og Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eyris í meira en tvo áratugi, en Árni Oddur leitar nú leiða til að komast að nýju yfir þau bréf í gegnum nýtt fjárfestingafélag sem hann fer fyrir. Innherji 4.2.2024 14:16
Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. Viðskipti innlent 2.2.2024 14:37
Um hagnað bankanna Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Skoðun 31.1.2024 15:01
Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Viðskipti innlent 30.1.2024 15:35
Gætum þurft að bíða „töluvert lengur“ eftir fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans Aukin óvissa um niðurstöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hætta á þensluhvetjandi áhrifum vegna aðgerða stjórnvalda til að koma til móts við Grindvíkinga veldur því að talsverð bið gæti verið í að peningastefnunefnd Seðlabankans byrjar að lækka vexti, að mati skuldabréfamiðlara. Málefni Grindavíkur munu að líkindum vera í forgangi hjá ríkisstjórninni fremur en myndarleg aðkoma þeirra að kjarasamningum eins og verkalýðshreyfingin hefur gert kröfu um. Innherji 22.1.2024 09:54
Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. Viðskipti innlent 17.1.2024 13:44
Vænta óbreyttrar arðsemi nú þegar vöxtur í vaxtatekjum banka gefur eftir Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á arðsemi stóru bankanna á markaði þegar þeir birta uppgjör sín fyrir síðasta fjórðung ársins 2023 sem mun litast af því að ekki er lengur fyrir að fara miklum vexti í vaxtatekjum – þær gætu dregist saman hjá Íslandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár – og áframhaldandi niðurfærslur lánasafna hafa áhrif á afkomuna. Tekjur af kjarnarekstri Arion banka ættu samt að aukast lítillega milli ára á meðan viðsnúningur í fjármunatekjum ýtir Íslandsbanka upp fyrir arðsemismarkmið sitt, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir. Innherji 17.1.2024 13:31
Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. Viðskipti innlent 19.12.2023 13:47
Fyrsti áfangi Blikastaðalands gerir ráð fyrir byggingu um 1.500 íbúða Skipulagslýsing að deiluskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands, stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion, hefur verið afgreidd en samkvæmt því er fyrirhugað að reisa þar allt að um 1.500 íbúðir. Framkvæmdir við verkefnið færast því núna nær í tíma en greinendur og fjárfestar hafa sagt að verðmæti landsins sé að líkindum verulega undirverðlagt í bókum bankans. Innherji 12.12.2023 11:45
Verðmat Arion lækkar um átta prósent en vaxtastigið bítur í bankana Verðmat Arion banka lækkar um átta prósent en gert er ráð fyrir lægri vaxtatekjum en áður og hærri ávöxtunarkrafa lækkar líka matið. Greinandi segir að vaxtastigið, en stýrivextir hafa hækkað umtalsvert í því skyni að sporna við verðbólgu, sé farið að „bíta bankana“. Innherji 11.12.2023 15:38
Landsbankafólk fær væna viðbótargreiðslu í desember Allir starfsmenn Landsbankans, sem starfa í nóvember og desember, fá 200 þúsund krónur greiddar til viðbótar við kjarasamningsbundna desemberuppbót. Sambærileg ákvörðun hefur ekki verið tekin af hinum stóru viðskiptabönkunum tveimur. Viðskipti innlent 5.12.2023 16:12
ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum. Viðskipti innlent 28.11.2023 17:15
Telur norðurslóðir eiga eftir að verða eitt mikilvægasta efnahagssvæði veraldar Vegna landfræðilegrar legu og öflugra innviða er Ísland í kjörstöðu til að nýta sér þau tækifæri sem við blasa í þróun efnahagsuppbyggingar á norðurslóðum, útskýrði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu í London fyrr í þessum mánuði, sem hann telur að sé óðum að verða eitt af mikilvægustu efnahagssvæðum heimsins. Forstjóri Stoða brýndi fyrir erlendum fjárfestum mikilvægi þess að finna „réttan samstarfsaðila“ þegar fjárfest væri á Íslandi og nefndi að vegna sterkrar stöðu íslenska þjóðarbúsins þá ætti gjaldmiðillinn ekki að vera vandamál. Innherji 27.11.2023 11:26
Konráð frá Arion banka til Þórdísar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Konráð S. Guðjónsson sem aðstoðarmann. Konráð hefur undanfarið hálft ár starfað sem aðalhagfræðingur Arion banka. Viðskipti innlent 24.11.2023 13:56
Embætti þitt hafði af mér 10,6 milljónir og afhenti Arion banka Opið bréf til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Sigríðar Kristinsdóttur. Skoðun 24.11.2023 09:30
Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. Viðskipti innlent 22.11.2023 22:11