Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Veit ekki hvað kom yfir mig“

„Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“

„Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands: Karó­lína Lea best meðal jafningja

Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðni og Halla fagna saman

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.

Lífið
Fréttamynd

Tveir leik­menn utan hóps vegna klúðurs KSÍ

Mistök hjá KSÍ gera að verkum að tveir leikmenn í landsliðshópi kvenna mega ekki taka þátt í leik dagsins við Austurríki í undankeppni EM. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið fyrir skemmstu. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00.

Fótbolti
Fréttamynd

Barns­hafandi eftir langt ferli sem tók á and­lega

Knatt­spyrnu­konan Gunn­hildur Yrsa Jóns­dóttir og unnusta hennar Erin Mc­Leod eiga von á sínu fyrsta barni saman. Gunn­hildur greindi frá því á dögunum að hún væri barns­hafandi og mun hún því ekki leika með Stjörnunni á yfir­standandi tíma­bili í Bestu deildinni. Ferlið að verða barns­hafandi. Tók hins vegar lengri tíma en þær höfðu á­ætlað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knatt­spyrnu að horfa á?

Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Meiðsli herja á landsliðskonur

Áfram herja meiðsli á sóknarmenn íslenska landsliðsins og setja svip sinn á þýsku úrvalsdeildina í fótbolta. Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með Wolfsburg næstu misserin og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, fór meidd af velli í dag. 

Fótbolti