Stéttarfélög

Fréttamynd

Funda aftur í há­deginu á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk nú um klukkan hálf sex. Boðað hefur verið til annars fundar klukkan tólf á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hissa og sorg­mædd yfir á­kvörðun VR

Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið.

Innlent
Fréttamynd

Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar

Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Funda aftur á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sparar yfir­lýsingar á ögur­stundu

Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að mati formanns VR. Það skýrist á allra næstu dögum hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik

Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára

Innlent
Fréttamynd

Segir breiðfylkinguna fara með rangt mál

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt að þau hafi ekki viljað fallast á forsendur um að verðbólga yrði innan við sjö prósent og að vextir myndu lækka um 2,5 prósent á samningstímanum.

Innlent
Fréttamynd

Þetta var til­boð breiðfylkingarinnar

Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Efling komin að þolmörkum í við­ræðum

Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra.

Innlent
Fréttamynd

Halda við­ræðum á­fram á morgun

Fundi breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins var frestað í dag. Fundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti þetta við fréttastofu í dag

Innlent
Fréttamynd

For­maður og ritari Fé­lags leið­sögu­manna segja af sér

Formaður og ritari Leiðsagnar - Félags Leiðsögumanna, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Dóra Magnúsdóttir, hafa sagt af sér vegna þeirrar ólgu sem hefur geisað innan stjórnar félagsins frá því í október þegar stjórnarmeðlimir kröfðust afsagnar formanns.

Innlent
Fréttamynd

Enginn þurfi á á­tökum og ó­friði að halda

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Sátta­semjari ekki búinn að boða til fundar

Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu.

Innlent