Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Maðurinn muni ekki koma ná­lægt reið­skólanum framar

Þroska­skertur maður, sem er sagður hafa brotið kyn­ferðis­lega á níu ára stúlku með fötlun í sumar­búðunum í Reykja­dal í fyrra­sumar, mun ekki koma ná­lægt starf­semi Reið­skóla Reykja­víkur lengur. Hann var aldrei starfs­maður skólans en að­stoðaði við um­hirðu hrossa eftir há­degi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum.

Innlent
Fréttamynd

Út­burði fjöl­skyldunnar frestað þar til í ágúst

Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Skora á kaupandann að hætta við kaupin

Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir

Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki getað að­hafst í máli Ás­laugar

Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst.

Innlent
Fréttamynd

„Þeim var víst drullu­sama um fatlaða há­skóla­nemann“

Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur.

Innlent
Fréttamynd

Allt­of seint að fá svör um skóla­vist í ágúst

Móðir sex­tán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skóla­vist í fram­halds­skóla í haust segir lof­orð mennta­mála­ráðu­neytisins um svör í ágúst ekki nægi­lega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undir­búningur mikil­vægur.

Innlent
Fréttamynd

Fötluð ungmenni og tækifærin

Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

„Mikil­vægt að þetta skili ein­hverjum breytingum til fram­tíðar“

Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Segir um­mæli borgar­stjóra villandi og á­mælis­verð

Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk.

Innlent
Fréttamynd

Telja bóta­fjár­hæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna

Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða.

Innlent
Fréttamynd

Verk­ferlar í Reykja­dal hafi verið bættir strax í haust

Verfkerlar í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn, hafa verið uppfærðir og þeir lagfærðir, eftir að stúlka sem dvaldi þar síðasta sumar sagði þroskaskertan starfsmann hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Forstöðumaður segir athugasemdir við viðbrögðum teknar alvarlega.

Innlent