Meistaradeild Evrópu í handbolta karla

Fréttamynd

Gísli Þorgeir valinn verðmætasti leikmaður helgarinnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmæsti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla en lið hans Magdeburg sigraði keppnina eftir sigur gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir mættur til leiks í úrslitaleiknum

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg, er mættur til leik í úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa meiðst illa í gær. Talið var að Gísli hefði farið úr axlarlið enn einu sinni og yrði lengi frá.

Handbolti
Fréttamynd

Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four

Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Undra­verður bati Gísla sem af­sannaði orð Mag­deburg

Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Anton og Jónas dæma á stærsta sviðinu

Langri handboltaleiktíð er ekki enn lokið hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, þó að þeirra störfum á Íslandi hafi lokið í bili þegar þeir dæmdu oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki og félagar björguðu jafntefli á seinustu stundu

Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska stórliðinu Telekom Veszprém björguðu sér fyrir horn er liðið tók á móti pólska liðinu Kielce í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 29-29, en heimamenn í Veszprém jöfnuðu metin með seinasta skoti leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Allt jafnt fyrir síðari leikinn

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes gerðu jafntefli við pólska liðið Wisla Plock þegar liðin mættust í Póllandi í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már skoraði mörkin sem skildu að

Bjark Már Elísson lék með Veszprém sem vann tveggja marka sigur á Porto í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með Nantes þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Łomża Kielce.

Handbolti