Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á tugi kílóa af fíkni­efnum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar

Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir í tollinum með Oxycontin á þremur vikum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn mikið magn ópíóíðalyfsins Oxycontin. Mennirnir voru teknir á þriggja vikna tímabili með efni í fórum sér en þeir eru allir ákærðir hver í sínu lagi og því er ekki litið á brot þeirra sem samverknað.

Innlent
Fréttamynd

Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr

Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Vill af­nema refsingu fyrir veikasta hópinn

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Eins árs fangelsi fyrir smygl á lítra af am­feta­mín­basa

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir að hafa reynt að smygla tæpum lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa til Íslands með flugi frá Varsjá. Maðurinn hafði samþykkt að flytja efnið til landsins gegn greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir íslenska ríkinu fyrir frelsissviptingu: „Þetta var helvíti“

Kona sem svipt var réttinum á að afplána utan fangelsis undir rafrænu eftirliti og kölluð aftur í fangelsi árið 2018 segir síðustu tvö ár afplánunar hafa verið helvíti. Hún hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir það sem hún kallar ólögmæta frelsissviptingu. Á sakaskrá konunnar er eitt stærsta fíkniefnamál síðari tíma á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun á hegningar­laga­brotum milli mánaða

Í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að 716 hegningarlagabrot voru skráð í maí og fjölgaði þeim á milli mánaða. Tilkynningum um þjófnaði fjölgaði á milli mánaða en tilkynningum um innbrot fækkaði.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins

Karlmaður var í dag sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á 643 töflum af ávana-og fíknilyfinu OxyContin. Maðurinn flutti efnin til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi en tollverðir fundu efnin við leit í farangri ákærða.

Innlent
Fréttamynd

Vill vægari kröfur um gæslu­varð­hald

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við.

Innlent
Fréttamynd

Á­ætlað verð­mæti þýfisins 43 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára fangelsi og fær ekki að halda Rolex-úrinu

Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að framleiðslunni. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum

Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis.

Innlent
Fréttamynd

„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum

Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu.

Innlent