Háskólar

Fréttamynd

Ræða hvort nafn­laus tindur í Vatna­jökli verði kenndur við Helga jökla­fræðing

Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttar­­málið tveimur árum seinna

Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum.

Skoðun
Fréttamynd

Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets

Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Góð ráð í jólaprófunum

Desembermánuður nálgast óðfluga og eru margir sem tengja hann við kertaljós, bakstur, jólatónlist og almenn huggulegheit.

Lífið
Fréttamynd

Styðjum við íslenska læknanema erlendis

Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Sögðu nemendum að láta „róna“ flæða yfir sig

Óheppileg tvíræðni í yfirskrift skiltis í Háskólanum í Reykjavík á dögunum vakti athygli netverja, þar sem nemendum var í nafni vellíðunarátaks innan skólans kurteislega leiðbeint að láta „róna flæða yfir sig.“

Lífið
Fréttamynd

Satt, hálf­satt og ó­satt í um­ræðu um læsis­kennslu á Ís­landi: Stríð og friður um læsis­kennslu í ís­lenskum skólum

Umræðan um læsiskennslu í íslenskum grunnskólum tekur stundum á sig undarlegar myndir. Flest skólafólk man eflaust eftir því þegar reynt var að hasla þjóðarátaki um læsi völl, haustið 2015, með áhlaupi á þróunarstarf undir merkjum Byrjendalæsis og gera um leið lítið úr faglegum heilindum og dómgreind kennara og skólastjóra sem innleitt höfðu verkefnið.

Skoðun
Fréttamynd

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgar sig síður að fara í skóla vegna krónutöluhækkana

Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa leitt til þess að það borgar sig síður hér á landi en annars staðar að fara í skóla, segir hagfræðingur BHM. Um fjórðungur Íslendinga er einungis með grunnskólapróf og hlutfallið er það hæsta á Norðurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Falin skólagjöld Háskóla Íslands

Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr.

Skoðun
Fréttamynd

Framúrskarandi vísindakona

Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttursem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar.

Skoðun
Fréttamynd

Unnur er á­hrifa­mesta vísinda­kona Evrópu

Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: EES-samningurinn og á­skoranir 21.aldar

EES-samningurinn og áskoranir 21. aldarinnar eru umfjöllunarefni á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir utanríkisráðherra og Maroš Šefčovič, varaforseti þverstofnanlegra tengsla og framsýni hjá Evrópusambandinu, eru meðal gesta.

Innlent
Fréttamynd

Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða

Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II.

Skoðun
Fréttamynd

María útskrifaðist úr háskóla

María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska fótboltalandsliðsins, nýtir tímann þegar hún er ekki inni á vellinum til að afla sér menntunar. Hún er nýútskrifuð með MBA-gráðu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin 2022

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Juergen Boos, forstjóra Bókastefnunnar í Frankfurt, alþjóðlegu Vigdísarverðlaunin 2022 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands.

Menning
Fréttamynd

Ragnhildur áfram rektor HR

Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sig­ríður Th. Er­lends­dóttir er látin

Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi.

Innlent