Ítalski boltinn Adriano á ekki sjö dagana sæla Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar. Fótbolti 3.9.2007 18:24 Jafnt hjá Milan og Fiorentina AC Milan og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli í ítölsku Serie-A deildinni í dag. Brasilímaðurinn Kaka kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Adrian Mutu jafnaði metin í seinni hálfleik og þar við sat. Fótbolti 3.9.2007 18:08 Þjálfari Catania missti stjórn á skapi sínu Það þurfti að draga þjálfara ítalska liðsins Catania, Silvio Baldini, í burtu þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn Parma. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Baldini brottvísun frá dómara leiksins en áður en hann fór í burtu sparkaði hann að þjálfara Parma. Fótbolti 26.8.2007 16:06 Emil í byrjunarliði Reggina Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem gerði 1-1 jafntefli gegn Atalanta í dag. Þetta var fyrsti leikur Reggina í deildinni en Emil var tekinn af velli á 69. mínútu leiksins. Fótbolti 26.8.2007 15:59 Meistararnir byrja á jafntefli Sjö leikir fóru fram í fyrstu umferð ítölsku Serie-A deildarinnar í dag. Ítalíumeistararnir í Inter hefja tímabilið á jafntefli gegn Udinese 1-1 á heimavelli þar sem Dejan Stankovic kom Inter yfir en Udinese jafnaði í lok leiksins. Fótbolti 26.8.2007 14:38 Juventus byrjar með glans Keppni er hafin á Ítalíu en augu flestra beindust að viðureign Juventus og Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir árs veru í B-deildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Livorno 5-1 þar sem David Trezeguet skoraði þrennu. Fótbolti 25.8.2007 20:22 Endurkoma Juventus í kvöld Keppni í efstu deildinni á Ítalíu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig Juventus mun vegna gegn Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir ársdvöl í næstefstu deild. Fótbolti 25.8.2007 14:13 Zlatan hefur ekki áhuga á að yfirgefa Inter Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic segir að hann sé ánægður hjá Inter og ekki á leið frá félaginu. Chelsea og Real Madrid eru sögð hafa áhuga á leikmanninum. Zlatan stóð sig vel á síðasta tímabili og hjálpað Inter að vinna deildina. Þrátt fyrir að hafa unnið deildina í fyrra eru ennþá sögusagnir um að leikmaðurinn vilji fara frá Inter. Fótbolti 22.8.2007 18:22 AC Milan byrjar án Ronaldo Evrópumeistarar AC Milan þurfa líklega að byrja tímabilið á Ítalíu án sóknarmannsins Ronaldo. Þessi brasilíski snillingur á við meiðsli að stríða og hefur lítið sem ekkert getað æft undanfarnar vikur. Ólíklegt er að hann verði tilbúinn í slaginn á sunnudag þegar Milan mætir Genoa í fyrsta leik sínum á tímabilinu. Fótbolti 21.8.2007 20:27 Nedved hafnaði Inter í sumar Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur greint frá því að hann hafnaði tilboði frá meisturum Inter Milan í sumar. Nedved er sem fyrr á mála hjá Juventus og spilað með liðinu í næstefstu deild á Ítalíu á síðustu leiktíð. Fótbolti 17.8.2007 17:33 Ronaldo verður tilbúinn þegar tímabilið byrjar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins. Fótbolti 8.8.2007 18:56 AC Milan vann í vítaspyrnukeppni. Evrópumeistarar AC Milan unnu rússneska liðið Lokomotiv í Moskvu í leik um þriðja sætið á knattspyrnumóti í Moskvu í dag. Fótbolti 5.8.2007 17:54 Nesta hættur með landsliðinu Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila fyrir landsliðið. Nesta, sem er 31 árs gamall, vann meistardeildina á síðasta tímabili með AC Milan eftir sigur á Liverpool, og hann var einnig hluti af landsliði Ítala sem urðu heimsmeistarar síðasta sumar. Fótbolti 1.8.2007 14:55 Juventus neitar tilboði City í Chiellini Manchester City hefur mistekist að landa ítalska U21 landsliðsmanninnum Giorgio Chiellini frá Juventus. Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus staðfestir að Juventus hafi hafnað tilboði City. Leikmaðurinn hefur ekki farið leynt með þrá sína fyrir að spila á Englandi en Gigli segir að hann verði ekki seldur. Fótbolti 31.7.2007 14:26 Berlusconi neitar að gefast upp á Shevchenko Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, neitar að gefast upp á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins. Shevchenko fór til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil en náði ekki að standa undir væntingum þar. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað hvað verði um leikmanninn og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Milan. Fótbolti 23.7.2007 20:24 Adriano leitaði í flöskuna Brasilíski stjörnuframherjinn Adriano hjá Inter Milan hefur viðurkennt að vandamál hans á síðustu leiktíð megi rekja til óhóflegrar áfengisneyslu. Adriano missti föður sinn og skildi við konu sína með stuttu millibili og segist hafa leitað huggunar í flöskunni. Fótbolti 21.7.2007 16:43 Milan hefur gefist upp á að landa Eto´o og Ronaldinho Varaforseti AC Milan segir félagið vera búið að gefast upp á að reyna að kaupa þá Samuel Eto´o og Ronaldinho frá Barcelona. Þetta staðfesti hann í viðtali við netsíðu Gazzetta dello Sport í dag og segir ástæðuna einfaldlega þá að leikmennirnir séu alls ekki til sölu. Blaðið Gazetta dello Sport hélt því fram í dag að Milan hefði gert 50 milljón evru tilboð í Eto´o, en varaforsetinn hafnaði því. Fótbolti 19.7.2007 16:23 Totti hótar að segja sig úr leikmannasamtökunum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, hefur nú hótað að segja sig úr leikmannasamtökunum þar í landi vegna deilu í tengslum við það hvenær keppni hefst í A-deildinni í sumar. Deildin á að byrja 26. ágúst, eða seinna en flestar aðrar deildarkeppnir í Evrópu. Þetta segir Totti að komi niður á ítalska landsliðinu í undankeppni EM. Fótbolti 18.7.2007 17:11 Giuly á leið til Roma Franski útherjinn Ludovic Giuly hjá Barcelona er við það að ganga til liðs við Roma á Ítalíu. Þetta tilkynnti yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona í dag. Giuly varð tvisvar Spánarmeistari með Barcelona en var settur á sölulista hjá félaginu í vor. Hjá Roma fær hann aftur tækifæri til að spila í Meistaradeildinni þar sem liðið hafnaði í öðru sæti í A-deildinni á síðustu leiktíð. Kaupverðið er sagt 4,5 milljónir evra. Fótbolti 17.7.2007 16:08 Inter kaupir tvo leikmenn Ítalíumeistarar Inter Milan hafa styrkt hóp sinn enn frekar fyrir næstu leiktíð og nú hafa tveir Suður-Ameríkumenn bæst í hópinn sem er nú við æfingar í fjöllunum á Norður-Ítalíu. Þetta eru sóknartengiliðurinn Luis Jimenez frá Lazio sem er landsliðsmaður Chile og kólumbíski varnarmaðurinn Nelson Rivas frá River Plate í Argentínu. Fótbolti 17.7.2007 14:08 Chivu verður áfram hjá Roma Rúmenski landsliðsmaðurinn Cristian Chivu verður áfram hjá ítalska félaginu Roma eftir að varnarmanninum tókst ekki að semja við Real Madrid sem samþykkti að greiða fyrir hann 20 milljónir evra. Það er því ljóst að Chivu verður með lausa samninga hjá Roma á næstu leiktíð og getur þá farið frá félaginu án greiðslu. Fótbolti 12.7.2007 13:41 Nedved áfram hjá Juventus Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur samþykkt að vera eitt ár í viðbót hjá Juventus ef marka má fregnir frá Tórínó í dag. Nedved er 34 ára gamall og sagðist líklega leggja skóna á hilluna í sumar ef hann fengi ekki veglega kauphækkun fyrir næsta ár. Fótbolti 11.7.2007 17:20 Enn kært í Ítalíuskandalnum 37 manns voru í dag ákærðir fyrir þátt sinn í Ítalíuskandalnum fræga frá því í fyrra þegar enn einn dómurinn féll í málinu. Nokkrir af þeim sem kærðir hafa verið nú hafa þegar fengið refsingu og einn þeirra er Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus. Hann fékk fimm ára bann í upphaflegu réttarhöldunum en gæti nú verið að horfa á fangelsisvist. Fótbolti 10.7.2007 14:47 Lippi liggur enn undir feldi Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM fyrir nákvæmlega ári síðan, liggur enn undir feldi og hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína. Hann segir 10 félög hafa sett sig í samband við sig og boðið sér starf. Fótbolti 9.7.2007 15:50 Collina ráðinn yfirdómari á Ítalíu Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum knattspyrnudómarann Pierluigi Collina í sérstakt embætti þar sem honum verður falið að hafa umsjón með öllum dómurum í landinu. Er þetta tilraun Ítala til að fegra ímynd sambandsins eftir skandalinn ljóta þar í landi í fyrra. Fótbolti 7.7.2007 17:34 Inter hætt við að kaupa Chivu Inter Milan hefur hætt við að kaupa rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu frá Roma. Forráðamenn Inter segja verðmiðann á leikmanninum einfaldlega of háan en Roma vill fá 18 milljónir evra fyrir hann. Real Madrid og Barcelona eru einnig sögð hafa áhuga á varnarmanninum en ljóst er að hann fer ekki til Inter í bráð. Fótbolti 4.7.2007 15:32 Juventus ekki á eftir Lampard Claudio Ranieri segir Juventus ekki vera á höttunum eftir miðjumanninum Frank Lampard hjá Chelsea eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Hann segir að þó Lampard sé frábær leikmaður, vanti Juventus aðeins miðvörð í leikmannahóp sinn fyrir átökin á næstu leiktíð. Fótbolti 3.7.2007 13:45 Kaká að biðja um að vera seldur til Real Madrid? Samkvæmt spænska dagblaðinu AN hefur brasilíski snillingurinn Kaká biðlað til AC Milan um að vera seldur til Real Madrid. Samkvæmt blaðinu hafði Kaká samband við Silvio Berlusconi rétt áður en hann fór í sumarfrí til New York. Fótbolti 1.7.2007 18:54 Trezeguet neitaði United og Liverpool Franski markaskorarinn David Trezeguet hjá Juventus framlengdi samning sinn við ítalska félagið til ársins 2011 á dögunum en hann hefur nú gefið upp að hann hafi neitað tilboðum bæði Manchester United og Liverpool á Englandi og Barcelona á Spáni. Fótbolti 28.6.2007 11:19 Trezeguet framlengdi við Juventus Franski framherjinn David Trezeguet framlengdi í gær samning sinn við ítalska liðið Juventus til ársins 2011 og batt þar með enda á sögusagnir um að hann væri á leið til Arsenal á Englandi. Trezeguet hafði lengi verið ósáttur í herbúðum Juventus og lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði ekki að spila aftur með liðinu. Hann dró þó í land þegar honum voru boðin betri kjör. Hann hefur skorað 145 mörk á sjö árum hjá Juve. Fótbolti 26.6.2007 11:04 « ‹ 180 181 182 183 184 185 186 187 188 … 198 ›
Adriano á ekki sjö dagana sæla Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar. Fótbolti 3.9.2007 18:24
Jafnt hjá Milan og Fiorentina AC Milan og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli í ítölsku Serie-A deildinni í dag. Brasilímaðurinn Kaka kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Adrian Mutu jafnaði metin í seinni hálfleik og þar við sat. Fótbolti 3.9.2007 18:08
Þjálfari Catania missti stjórn á skapi sínu Það þurfti að draga þjálfara ítalska liðsins Catania, Silvio Baldini, í burtu þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn Parma. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Baldini brottvísun frá dómara leiksins en áður en hann fór í burtu sparkaði hann að þjálfara Parma. Fótbolti 26.8.2007 16:06
Emil í byrjunarliði Reggina Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem gerði 1-1 jafntefli gegn Atalanta í dag. Þetta var fyrsti leikur Reggina í deildinni en Emil var tekinn af velli á 69. mínútu leiksins. Fótbolti 26.8.2007 15:59
Meistararnir byrja á jafntefli Sjö leikir fóru fram í fyrstu umferð ítölsku Serie-A deildarinnar í dag. Ítalíumeistararnir í Inter hefja tímabilið á jafntefli gegn Udinese 1-1 á heimavelli þar sem Dejan Stankovic kom Inter yfir en Udinese jafnaði í lok leiksins. Fótbolti 26.8.2007 14:38
Juventus byrjar með glans Keppni er hafin á Ítalíu en augu flestra beindust að viðureign Juventus og Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir árs veru í B-deildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Livorno 5-1 þar sem David Trezeguet skoraði þrennu. Fótbolti 25.8.2007 20:22
Endurkoma Juventus í kvöld Keppni í efstu deildinni á Ítalíu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig Juventus mun vegna gegn Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir ársdvöl í næstefstu deild. Fótbolti 25.8.2007 14:13
Zlatan hefur ekki áhuga á að yfirgefa Inter Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic segir að hann sé ánægður hjá Inter og ekki á leið frá félaginu. Chelsea og Real Madrid eru sögð hafa áhuga á leikmanninum. Zlatan stóð sig vel á síðasta tímabili og hjálpað Inter að vinna deildina. Þrátt fyrir að hafa unnið deildina í fyrra eru ennþá sögusagnir um að leikmaðurinn vilji fara frá Inter. Fótbolti 22.8.2007 18:22
AC Milan byrjar án Ronaldo Evrópumeistarar AC Milan þurfa líklega að byrja tímabilið á Ítalíu án sóknarmannsins Ronaldo. Þessi brasilíski snillingur á við meiðsli að stríða og hefur lítið sem ekkert getað æft undanfarnar vikur. Ólíklegt er að hann verði tilbúinn í slaginn á sunnudag þegar Milan mætir Genoa í fyrsta leik sínum á tímabilinu. Fótbolti 21.8.2007 20:27
Nedved hafnaði Inter í sumar Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur greint frá því að hann hafnaði tilboði frá meisturum Inter Milan í sumar. Nedved er sem fyrr á mála hjá Juventus og spilað með liðinu í næstefstu deild á Ítalíu á síðustu leiktíð. Fótbolti 17.8.2007 17:33
Ronaldo verður tilbúinn þegar tímabilið byrjar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins. Fótbolti 8.8.2007 18:56
AC Milan vann í vítaspyrnukeppni. Evrópumeistarar AC Milan unnu rússneska liðið Lokomotiv í Moskvu í leik um þriðja sætið á knattspyrnumóti í Moskvu í dag. Fótbolti 5.8.2007 17:54
Nesta hættur með landsliðinu Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila fyrir landsliðið. Nesta, sem er 31 árs gamall, vann meistardeildina á síðasta tímabili með AC Milan eftir sigur á Liverpool, og hann var einnig hluti af landsliði Ítala sem urðu heimsmeistarar síðasta sumar. Fótbolti 1.8.2007 14:55
Juventus neitar tilboði City í Chiellini Manchester City hefur mistekist að landa ítalska U21 landsliðsmanninnum Giorgio Chiellini frá Juventus. Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus staðfestir að Juventus hafi hafnað tilboði City. Leikmaðurinn hefur ekki farið leynt með þrá sína fyrir að spila á Englandi en Gigli segir að hann verði ekki seldur. Fótbolti 31.7.2007 14:26
Berlusconi neitar að gefast upp á Shevchenko Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, neitar að gefast upp á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins. Shevchenko fór til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil en náði ekki að standa undir væntingum þar. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað hvað verði um leikmanninn og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Milan. Fótbolti 23.7.2007 20:24
Adriano leitaði í flöskuna Brasilíski stjörnuframherjinn Adriano hjá Inter Milan hefur viðurkennt að vandamál hans á síðustu leiktíð megi rekja til óhóflegrar áfengisneyslu. Adriano missti föður sinn og skildi við konu sína með stuttu millibili og segist hafa leitað huggunar í flöskunni. Fótbolti 21.7.2007 16:43
Milan hefur gefist upp á að landa Eto´o og Ronaldinho Varaforseti AC Milan segir félagið vera búið að gefast upp á að reyna að kaupa þá Samuel Eto´o og Ronaldinho frá Barcelona. Þetta staðfesti hann í viðtali við netsíðu Gazzetta dello Sport í dag og segir ástæðuna einfaldlega þá að leikmennirnir séu alls ekki til sölu. Blaðið Gazetta dello Sport hélt því fram í dag að Milan hefði gert 50 milljón evru tilboð í Eto´o, en varaforsetinn hafnaði því. Fótbolti 19.7.2007 16:23
Totti hótar að segja sig úr leikmannasamtökunum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, hefur nú hótað að segja sig úr leikmannasamtökunum þar í landi vegna deilu í tengslum við það hvenær keppni hefst í A-deildinni í sumar. Deildin á að byrja 26. ágúst, eða seinna en flestar aðrar deildarkeppnir í Evrópu. Þetta segir Totti að komi niður á ítalska landsliðinu í undankeppni EM. Fótbolti 18.7.2007 17:11
Giuly á leið til Roma Franski útherjinn Ludovic Giuly hjá Barcelona er við það að ganga til liðs við Roma á Ítalíu. Þetta tilkynnti yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona í dag. Giuly varð tvisvar Spánarmeistari með Barcelona en var settur á sölulista hjá félaginu í vor. Hjá Roma fær hann aftur tækifæri til að spila í Meistaradeildinni þar sem liðið hafnaði í öðru sæti í A-deildinni á síðustu leiktíð. Kaupverðið er sagt 4,5 milljónir evra. Fótbolti 17.7.2007 16:08
Inter kaupir tvo leikmenn Ítalíumeistarar Inter Milan hafa styrkt hóp sinn enn frekar fyrir næstu leiktíð og nú hafa tveir Suður-Ameríkumenn bæst í hópinn sem er nú við æfingar í fjöllunum á Norður-Ítalíu. Þetta eru sóknartengiliðurinn Luis Jimenez frá Lazio sem er landsliðsmaður Chile og kólumbíski varnarmaðurinn Nelson Rivas frá River Plate í Argentínu. Fótbolti 17.7.2007 14:08
Chivu verður áfram hjá Roma Rúmenski landsliðsmaðurinn Cristian Chivu verður áfram hjá ítalska félaginu Roma eftir að varnarmanninum tókst ekki að semja við Real Madrid sem samþykkti að greiða fyrir hann 20 milljónir evra. Það er því ljóst að Chivu verður með lausa samninga hjá Roma á næstu leiktíð og getur þá farið frá félaginu án greiðslu. Fótbolti 12.7.2007 13:41
Nedved áfram hjá Juventus Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur samþykkt að vera eitt ár í viðbót hjá Juventus ef marka má fregnir frá Tórínó í dag. Nedved er 34 ára gamall og sagðist líklega leggja skóna á hilluna í sumar ef hann fengi ekki veglega kauphækkun fyrir næsta ár. Fótbolti 11.7.2007 17:20
Enn kært í Ítalíuskandalnum 37 manns voru í dag ákærðir fyrir þátt sinn í Ítalíuskandalnum fræga frá því í fyrra þegar enn einn dómurinn féll í málinu. Nokkrir af þeim sem kærðir hafa verið nú hafa þegar fengið refsingu og einn þeirra er Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus. Hann fékk fimm ára bann í upphaflegu réttarhöldunum en gæti nú verið að horfa á fangelsisvist. Fótbolti 10.7.2007 14:47
Lippi liggur enn undir feldi Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM fyrir nákvæmlega ári síðan, liggur enn undir feldi og hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína. Hann segir 10 félög hafa sett sig í samband við sig og boðið sér starf. Fótbolti 9.7.2007 15:50
Collina ráðinn yfirdómari á Ítalíu Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum knattspyrnudómarann Pierluigi Collina í sérstakt embætti þar sem honum verður falið að hafa umsjón með öllum dómurum í landinu. Er þetta tilraun Ítala til að fegra ímynd sambandsins eftir skandalinn ljóta þar í landi í fyrra. Fótbolti 7.7.2007 17:34
Inter hætt við að kaupa Chivu Inter Milan hefur hætt við að kaupa rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu frá Roma. Forráðamenn Inter segja verðmiðann á leikmanninum einfaldlega of háan en Roma vill fá 18 milljónir evra fyrir hann. Real Madrid og Barcelona eru einnig sögð hafa áhuga á varnarmanninum en ljóst er að hann fer ekki til Inter í bráð. Fótbolti 4.7.2007 15:32
Juventus ekki á eftir Lampard Claudio Ranieri segir Juventus ekki vera á höttunum eftir miðjumanninum Frank Lampard hjá Chelsea eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Hann segir að þó Lampard sé frábær leikmaður, vanti Juventus aðeins miðvörð í leikmannahóp sinn fyrir átökin á næstu leiktíð. Fótbolti 3.7.2007 13:45
Kaká að biðja um að vera seldur til Real Madrid? Samkvæmt spænska dagblaðinu AN hefur brasilíski snillingurinn Kaká biðlað til AC Milan um að vera seldur til Real Madrid. Samkvæmt blaðinu hafði Kaká samband við Silvio Berlusconi rétt áður en hann fór í sumarfrí til New York. Fótbolti 1.7.2007 18:54
Trezeguet neitaði United og Liverpool Franski markaskorarinn David Trezeguet hjá Juventus framlengdi samning sinn við ítalska félagið til ársins 2011 á dögunum en hann hefur nú gefið upp að hann hafi neitað tilboðum bæði Manchester United og Liverpool á Englandi og Barcelona á Spáni. Fótbolti 28.6.2007 11:19
Trezeguet framlengdi við Juventus Franski framherjinn David Trezeguet framlengdi í gær samning sinn við ítalska liðið Juventus til ársins 2011 og batt þar með enda á sögusagnir um að hann væri á leið til Arsenal á Englandi. Trezeguet hafði lengi verið ósáttur í herbúðum Juventus og lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði ekki að spila aftur með liðinu. Hann dró þó í land þegar honum voru boðin betri kjör. Hann hefur skorað 145 mörk á sjö árum hjá Juve. Fótbolti 26.6.2007 11:04