Ítalski boltinn

Fréttamynd

Emil skoraði í góðum sigri Verona

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona styrktu stöðu sína í þriðja sæti ítölsku B-deildarinnar í dag. Verona vann þá góðan heimasigur, 3-1, á Ascoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir skoraði í stóru tapi í Napólí

Birkir Bjarnason skoraði fyrir botnlið Pescara í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið tapaði 5-1 fyrir Napólí á útivelli. Birkir minnkaði muninn í 2-1 í fyrri hálfleik en Pescara var manni færri í rúman hálftíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir stuðningsmenn Roma í fimm ára bann

Tveir stuðningsmenn Roma, 25 ára og 26 ára, hafa verið bannaðir frá knattspyrnuleikjum á Ítalíu næstu fimm árin vegna aðildar að árás á stuðningsmenn Tottenham á öldurhúsi í Rómarborg á fimmtudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti: Sneijder ekki neyddur til að endursemja

Massimo Moratti, forseti Inter, segir ekkert til í því að félagið ætli sér að neyða Wesley Sneijder til þess að taka á sig launalækkun. Hollendingurinn hefur lítið spilað með Inter undanfarnar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórleikur AC Milan og Juve á SportTV í kvöld

SportTV.is og Fótbolti.net ætla bjóða upp á beina útsendingu frá stórleik AC Milan og Juventus í ítalska fótboltanum í kvöld en þrátt fyrir að misvel hafi gengið hjá liðunum á tímabilinu þá er það alltaf stór viðburður þegar þessi lið mætast.

Fótbolti
Fréttamynd

Andrea Pirlo: AC Milan leyfði mér ekki að fara til Chelsea

Andrea Pirlo, miðjumaður Juventus, verður í sviðsljósinu annað kvöld þegar Juve tekur á móti Chelsea í gríðarlega mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Pirlo sagði frá því í viðtali í Daily Mail að litlu hefði munað að hann hefði orðið leikmaður Chelsea fyrir nokkrum árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil lagði upp mark í jafnteflisleik

Hellas Verona tapaði dýrmætum stigum á heimavelli í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Cesena í ítölsku b-deildinni. Hellas Verona er áfram í 2. sæti en Cesena var fimmtán sætum neðar í töflunni fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi stendur með Allegri

Adriano Galliani, stjórnarformaður AC Milan, þarf að standa í því nánast vikulega að svara spurningum um hvort hann ætli sér að reka Massimiliano Allegri, þjálfara félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Allegri: Getum sjálfum okkur um kennt

Skrautlegt tímabil AC Milan hélt áfram um helgina er liðið tapaði 3-1 gegn Fiorentina. Að þessu sinni segir þjálfarinn, Massimiliano Allegri, að liðið geti sjálfu sér um kennt fyrir að tapa leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter setti Sneijder í twitter-bann

Hollenski fótboltamaðurinn Wesley Sneijder hefur verið að glíma við meiðsli síðan í lok september og hefur því getað einbeitt sér að öðrum hlutum eins og skrifa inn á twitter-síðu. Forrráðamenn Internazionale er ekki ánægðir með það og hafa nú bannað Hollendingnum að tjá sig inn á samskiptasíðunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus og Inter á skriði

Fjölargir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Juventus er enn ósigrað á toppi deildarinnar en Inter er skammt undan.

Fótbolti