Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona lagði Deportivo

Barcelona vann í kvöld 2-1 sigur á Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen satt allan tímann á varamannabekknum hjá Katalóníuliðinu sem er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður á bekknum í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar það tekur á móti Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Viðureignin hefst klukkan 20 og er sýnd beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy að framlengja

Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segist eiga von á því að fá nýjan samning í jólagjöf frá félaginu eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í sigri á Bilbao í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður fékk magakveisu

Eiður Smári Guðjohnsen gat ekki æft með Barcelona í gær þar sem hann fékk magakveisu. Hann var þó mættur á æfingu á nýjan leik í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sama sagan hjá Dudek

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Real Madrid segist líklega þurfa að fara frá félaginu ef hann ætli sér að eiga von um að spila með landsliði sínu á EM næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Cuper rekinn frá Betis

Spænska félagið Real Betis rak í dag þjálfara sinn Hector Cuper úr starfi eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Atletico á heimavelli í gær. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar og þar með líkur aðeins rúmlega fjögurra mánaða starfi Cuper hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Endurkoma Deco slæm tíðindi fyrir Eið Smára

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að nú styttist óðum í endurkomu þeirra Deco og Samuel Eto´o inn í byrjunarlið Barcelona, en þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári vill spila á morgun

Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert vandamál með Ronaldinho

Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, að það sé ekkert vandamál í kringum Brasilíumanninn Ronaldinho en hann var á bekknum í leik liðsins gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður spilaði 60 mínútur í sigurleik

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem lagði Recreativo 3-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en honum var skipt af velli í síðari hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður verður í byrjunarliðinu í kvöld

Frank Rijkaard ætlar að gera nokkrar breytingar á leikmannahópi Barcelona fyrir leikinn gegn Recreativo í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen verður í byrjunarliðinu í kvöld og spilar á miðjunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Barcelona?

Fréttastofa Reuters greindi frá því í dag að vel gæti verið að Frank Rijkaard gefi Eiði Smára Guðjohnsen tækifæri í byrjunarliði Barcelona í leiknum gegn Recreativo Huelva á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Ten Cate: Eintómur þvættingur

Henk Ten Cate, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fregnum að Chelsea sé að undirbúa risatilboð í Ronaldinho, leikmann Barcelona.

Enski boltinn
Fréttamynd

Coleman áfram hjá Sociedad

Chris Coleman ætlar að halda áfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri spænska 2. deildarliðsins Real Sociedad þrátt fyrir að stjór liðsins sagði af sér í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður húðskammaði Henry

Samkvæmt frétt sem birtist í Marca mun Eiður Smári Guðjohnsen hafa húðskammað liðsfélaga sína eftir 2-0 tap liðsins fyrir Getafe um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi hefur trú á Rijkaard

Lionel Messi hefur komið knattspyrnustjóra sínum, Frank Rijkaard, til varnar en hann hefur mátt þola mikla pressu í spænsku miðlunum að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Getafe hefur tak á Barcelona

Smálið Getafe frá Madrid hefur enn föst tök á stórliði Barcelona og í gær vann Getafe 2-0 sigur í einvígi liðanna. Barcelona tapaði 4-0 síðast þegar það mætti á Coliseum fyrir hálfu ári og gekk ekki mikið betur í gærkvöldi.

Fótbolti