Spænski boltinn

Fréttamynd

Þjálfaraskipti hjá Recreativo Huelva

Spænska liðið Recreativo Huelva skipti í dag um þjálfara. Maolo Zambrano var rekinn úr starfi vegna dapurs árangurs að undanförnu en Lucas Alcaraz tekur við starfi hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári byrjar gegn Atletico

Leikur Barcelona og Atletico í spænska boltanum er sýndur beint á Stöð 2 Sport nú klukkan 20. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í annað sinn á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Etxeberria ætlar að spila frítt

Gamla kempan Joseba Etxeberria hjá Atletic Bilbao á Spáni hefur lofað að spila síðasta tímabil sitt með félaginu launalaust. Þetta ætlar hann að gera til að þakka félaginu fyrir þá hollustu sem sér hafi verið sýnd á 13 ára ferli sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia á toppinn

Valencia skaust í gær á toppinn í spænsku deildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið lagði Deportivo 4-2 í gær. Framherjinn magnaði David Villa skoraði tvívegis í leiknum og hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi bjargaði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á grönnum sínum í Espanyol á útivelli. Leo Messi tryggði Barcelona sigurinn með marki úr víti í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Villa skaut Valencia á toppinn

David Villa skoraði bæði mörk Valencia í kvöld þegar liðið náði toppsætinu í spænsku knattspyrnunni með 2-0 útisigri á Malaga. Heimamenn voru á köflum sterkari aðilinn í leiknum en Villa reyndist gestunum þyngdar sinnar virði í gulli í lokin eins og svo oft áður.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður: Ég gefst aldrei upp

Eiður Smári Guðjohnsen segir að það fari í taugarnar á honum þegar að hæfileikar hans á knattspyrnuvellinum eru dregnir í efa.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona burstaði Sporting

Barcelona virtist loksins hrökkva í gírinn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 6-1 útisigur á Sporting Gijon.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry ekki í hóp Barca vegna veikinda

Thierry Henry verður ekki í leikmannahópi Barcelona á morgun þegar liðið mætir Sporting Gijón í spænsku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í hálsi. Eiður Smári verður þó á sínum stað í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa meiddur

Spænski landsliðsmaðurinn David Villa gæti misst af næstu þremur leikjum Valencia vegna meiðsla. Villa spilaði aðeins tólf mínútur í sigri Valencia á Maritimo í Portúgal í gærkvöld, en kenndi sér meins eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki búnir að gleyma Ronaldo

Stuðningsmenn Real Madrid virðast ekki vera búnir að gleyma Cristiano Ronaldo hjá Manchester United þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi ákveðið að vera um kyrrt á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan frá keppni í mánuð

Framherjinn Diego Forlan hjá Atletico Madrid verður frá keppni í um það bil mánuð vegna meiðsla á læri sem hann varð fyrir í sannfærandi 3-0 útisigri liðsins á PSV í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Endurfæddur Eto´o

Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona tileinkaði þjálfara sínum Pep Guardiola markið sem hann skoraði gegn Sporting í Meistaradeildinni í gærkvöldi og segist hafa fundið nýtt líf hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hleb frá í 3-4 vikur

Miðjumaðurinn Alex Hleb hjá Barcelona verður frá keppni næstu 3-4 vikurnar eftir að hafa meiðst á ökkla í leik Barcelona og Racing Santander um helgina. Hann mun því missa af leik Barcelona og Sporting annað kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Versta byrjun Barcelona í 35 ár

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur eðlilega áhyggjur af skelfilegri byrjun liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur ekki unnið leik eftir tvær umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex mörk í fyrri hálfleik

Real Madrid vann 4-3 sigur á Numancia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en sex markanna komu í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn veldur Barcelona vonbrigðum

Tímabilið hjá Barcelona byrjar a slæmum nótum. Fyrst tap fyrir nýliðum Numancia og í kvöld gerði liðið 1-1 jafntefli við Racing Santander á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Pique: Maradona tilheyrir fortíðinni

Diego Maradona er duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir ummæli sín um allar hliðar fótboltans. Í nýlegu viðtali skaut hann föstum skotum að Lionel Messi, argentínska landsliðsmanninn hjá Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o tekur upp gamla siði

Framherjinn Samuel Eto´o virðist vera kominn í sama farið og á síðasta keppnistímabili þegar hann kom sér í ónáð hjá þjálfara Barcelona með lélegri mætingu á æfingar.

Fótbolti