Tækni

Fréttamynd

Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægi­lega skýrar

Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Hafa í­trekað fram­leitt umframorku með kjarna­sam­runa

Ári eftir að bandarískir vísindamenn náðu að framleiða umframorku með kjarnasamruna á tilraunastofu í fyrsta sinn, hefur þeim ítrekað tekist að gera það aftur. Til stendur að fjölga rannsóknarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem unnið er að orkuframleiðslu með kjarnasamruna.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið setur lög um gervi­greind

Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind.

Erlent
Fréttamynd

Margföldunaráhrif: Að ráða einn al­þjóð­legan sér­fræðing skapar vinnu­staðnum fimm sér­fræðinga

„Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Verðandi stjórnar­for­maður Controlant fjár­festi í út­boði fé­lagsins

Þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu inn sem nýir beinir hluthafar í Controlant þegar þeir lögðu til félaginu meginþorra þess fjármagns sem það sótti sér í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Daninn Søren Skou, verðandi stjórnarformaður Controlant og fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók sömuleiðis þátt í útboðinu en í bréfi til fjárfesta boðar tæknifyrirtækið tíðari upplýsingagjöf til hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Gervi­greind og hröð og hæg hugsun

Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert.

Skoðun
Fréttamynd

Breyttar tekju­á­ætlanir tóku verð­miðann á Controlant niður um tíu milljarða

Minni umsvif en áður hafði verið reiknað með vegna ört minnkandi eftirspurnar eftir bóluefnum gegn Covid-19 þýddi að gengið í milljarða króna hlutafjáraukningu Controlant, sem hefur staðið yfir síðustu mánuði, lækkaði talsvert eftir því sem leið á fjármögnunarferlið. Ásamt þátttöku tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru meðal annars stofnandi og aðrir stórir hluthafar í Kerecis núna í hópi fjárfesta sem leggja Controlant til aukið hlutafé.

Innherji
Fréttamynd

Segir jarðgangaáætlun miklu raun­hæfari með kyndilborun

Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá.

Innlent
Fréttamynd

Altman snýr aftur til OpenAI

Sam Altman, einn stofnenda OpenAI, mun snúa aftur í forstjórastólinn aðeins dögum eftir að stjórn fyrirtækisins lét hann fjúka. Ákvörðunin um að láta Altman fara var harðlega mótmælt og niðurstaðan sú að stjórnarmeðlimum verður skipt út fyrir nýja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grænt ljós á aðra til­raun með stærstu eld­flaug heims

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Bezos sýndi nýtt tunglfar

Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar.

Erlent