Ástin á götunni

Fréttamynd

Nakata til Bolton

Japanski knattspyrnumaðurinn Hidetoshi Nakata hefur verið lánaður frá Fiorentina á Ítalíu til enska úrvalsdeildarliðsins Bolton.

Sport
Fréttamynd

Hodgson þjálfar Finna

Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn.

Sport
Fréttamynd

Wenger hrósar van Persie

Arsene Wenger hrósaði sóknarmanni sínum Robin van Persie eftir að varamaðurinn skoraði mark á móti Newcastle í 2-0 sigri Arsenal í gær, en sagðist viss um að Newcastle liðið ætti eftir að verða sterkt í vetur.

Sport
Fréttamynd

Rautt verður gullt

Steve Bennet dómarinn sem rak Jermaine Jenas af velli í leik Arsenal og Newcastle hefur ákveðið að breyta rauða spjaldinu sem hann gaf Jenas í gullt spjald og því þarf leikmaðurinn ekki að fara í þriggja leikja bann.

Sport
Fréttamynd

Ellington til WBA

Nathan Ellington er genginn til liðs við WBA frá Wigan fyrir 3 milljónir punda. Ellington, 24 ára er mikill markaskorari og gerði 59 mörk í 134 deildarleikjum fyrir Wigan. Kaupverðið nam 3 milljónum punda.

Sport
Fréttamynd

Áttunda mark Ásthildar í Svíþjóð

Ásthildur Helgadóttir skoraði fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Sunnanå 3-2. Umeå og Malmö eru efst í deildinni með 37 stig úr 13 leikjum. Ásthildur er búin að skora 8 mörk í deildinni.

Sport
Fréttamynd

AC Milan vann Berlusconi-bikarinn

AC Milan sigraði Juventus 2-1 í Berlusconi-bikarnum í fótbolta í gær. Patrick Viera kom Juventus yfir en Brasilíumennirnir Kaka og Serginho skoruðu fyrir AC Milan. Tveir leikmenn Juventus fóru meiddir af velli, Pavel Nedved og Gianluigi Buffon. Ítalska úrvalsdeildin hefst eftir hálfan mánuð.

Sport
Fréttamynd

Hermann kominn með nýtt númer

Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er búinn að skipta um númer hjá Charlton, Hermann sem hefur verið númer 12 síðustu leiktíðir er kominn í treyju númer 3 sem er hið eina sanna númer vinstri bakvarðar. Hermann verður ekki með landsliðinu sem mætir Suður Afríku á miðvikudag á Laugardalsvelli, landsliðsþjálfararnir gáfu honum frí.

Sport
Fréttamynd

Buffon frá í átta vikur

Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur.

Sport
Fréttamynd

Mourinho ósáttur við sjálfan sig

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur.

Sport
Fréttamynd

Arnar Þór skoraði gegn Mouscron

Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar.

Sport
Fréttamynd

Lamb flæmdi Zenden frá Boro

Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden segir að stjórnarformaður Middlesbrough, Keith Lamb, hafi verið ástæðan fyrir því að leikmaðurinn kaus að ganga til liðs við Liverpool í stað þess að vera áfram hjá Boro.

Sport
Fréttamynd

Mörkin í símann

Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. 

Sport
Fréttamynd

Botnslagur í 1. deild

Það var einn leikur á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Fjölnir og Völsungur frá Húsavík gerðu jafntefli 1 - 1 í botnbaráttunni. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungum yfir en Tómas Leifsson jafnaði leikinn fyrir Fjölni. Völsungar eru í áttunda sæti í deildinni með 13. stig og Fjölnir í því níunda einnig með 13 stig.

Sport
Fréttamynd

Stefán sigraði í Íslendingaslagnum

Stefán Gíslason og félagar í Lyn sigruðu Hannes Sigurðsson og félaga í Viking á heimavelli 2-1 í norku úrvalsdeildinni. Brann lið þeirra Ólafs Bjarnasonar og Kristjáns Sigurðssonar tapaði fyrir Bodo Glimt 2-1. Í þriðja leik dagsins sigraði Tromsö lið Molde 2-1.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar með þrennu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði þrennu mörk fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, sem burstaði botnliðið Sundsvall 6-0. Gunnar Heiðar er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk. Djurgården endurheimti efsta sætið, þegar liðið lagði Gefle á útivelli 3-1. Kári Árnason lék fyrstu 54 mín. í liði Djurgården

Sport
Fréttamynd

Essien til Chelsea

Michael Essien gengur á morgun til liðs við Englandsmeistara Chelsea frá franska liðinu Lyon. Talið er að Chelsea greiði 28 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla miðvallarleikmann frá Gana. 

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er að leika við Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Eiður er fremstur á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3.

Sport
Fréttamynd

Enska landsliðið sem mætir Dönum

Andy Johnson, leikmaður Crystal Palace í ensku Championship deildinni, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Englendinga sem mæta Dönum á Parken á miðvikudag í vináttulandsleik. Í hans stað hefur Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englendinga valið Darren Bent leikmann Charlton. 

Sport
Fréttamynd

Arsenal sigraði Newcastle

Arsenal sigraði Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum Highbury. Mörk Arsenal komu á síðustu tíu mínútum leiksins, fyrst skoraði Thierry Henry úr vítaspyrnu á 81. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Robin van Persie við marki fyrir Arsenal. Jermaine Jenas, leikmanni Newcastle var vikið af leikvelli í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Meistaraheppni Chelsea

Hernan Crespo skoraði sigurmark Chelsea þegar venjulegum leiktíma var lokið í 1-0 sigri Englandsmeistaranna á Wigan. Óhætt er að segja að markið hafi verið af dýrari gerðinni, vinstri fótar skot utan teigs beint í eftri 90 gráðurnar. Eiður Smári fór meiddir af leikvelli í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Glæsileg byrjun West Ham

Nýliðar West Ham byrjuðu leiktíðina í dag með glæsibrag í ensku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði Blackburn 3-1 á heimavelli sínum. Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar gerði góða ferð norður til Sunderland og sigraði nýliðana 2-1. Fulham lið Heiðars Helgusonar gerði markalaust jafntefli við Birmingham á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur Vals

Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna burstuðu eistneska meistaraliðið Pärnu 8-1 í lokaleiknum í undanriðli Evrópubikarkeppninnar í Finnlandi í dag, Dóra María Lárusdóttir skoraði 3 mörk í dag, Laufey Ólafsdóttir og Guðný Óðisdóttir 2 hvor og Málfríður Sigurðardóttir eitt.

Sport
Fréttamynd

Start burstaði Rosenborg

Topplið Start burstaði Rosenborg 5-2 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Færeyingurinn Todi Jónson gerði þrennu fyrir Start. Välerenga lið Árna Gauts Arasonar sigraði Aalesund 2-0 á útivelli. Haraldur Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Aalesund og  Árni Gautur gerði hið sama í marki Välerenga.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í botnslag 1.deildar

Fjölnir og Völsungur gerðu 1-1 jafntefli í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Fjölnir er í níunda sæti en Völsungur í því áttunda. Mark Fjölnis gerði Tómas Leifsson en áður hafði Hermann Aðalgeirsson komið Völsungum yfir.

Sport
Fréttamynd

Hermann byrjar - Heiðar á bekknum

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem er að spila við Sunderland á útivelli en Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Birmingham. Staðan er markalaus í báðum leikjum þegar liðnar eru 10 mínútur.

Sport
Fréttamynd

United sigraði opnunarleikinn

Manchester United sigraði Everton 2-0 í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk rétt í þessu. Mörk United gerðu þeir Ruud van Nistelrooy á 43. mínútu og fyrrum Everton leikmaðurinn, Wayne Rooney.

Sport
Fréttamynd

Úrslit fyrstu deildar 12 ágúst

Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. KA gerði góða ferð á Siglufjörð og burstaði KS , 5 - 0. Pálmi Rafn Pálmason fór á kostum í liði KA og skoraði þrennu og þeir Hreinn Hringsson og Jóhann Þórhallsson skoruðu sitt hvort markið. Þór vann Hauka , 2 - 0 , á Akureyri. Þórður Halldórsson og Hlynur Birgisson skoruðu mörk Þórs.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur Bayern

Bayern München vann frábæran sigur á Bayer Leverkusen 5-2 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni. Roy Makaay gerði þrennu fyrir Bayern og þeir Michael Ballack og Íraninn  Karimi eitt hvor. Búlgarinn Dimitar Berbatov og Babic gerðu mörk Leverkusen. Úrslit annara leikja...

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Stoke

Stoke vann sinn fyrsta sigur í Championship deildinni í dag þegar liði sigraði Milwall 1-0 á útivelli. Úrslit dagsins í Championship deildinni...

Sport