Ástin á götunni „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ánægður með að lið hans sé ekki komið í frí eftir tap gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta. Víkingar eiga að lágmarki eftir fjóra leiki í Sambandsdeild Evrópu á leiktíðinni og vilja nota þá til að hrista tapið gegn Blikum af sér. Íslenski boltinn 28.10.2024 19:02 Túfa stýrir Val á næsta tímabili Engar þjálfarabreytingar munu eiga sér stað hjá karlaliði Vals í fótbolta milli tímabila. Srdjan Tufegdzic, sem tók við þjálfarastöðunni á Hlíðarenda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétarssyni hafði verið sagt upp störfum, verður áfram þjálfari liðsins. Íslenski boltinn 28.10.2024 15:03 Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Íslenski boltinn 28.10.2024 14:02 Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Höskuldur Gunnlaugsson var valinn besti leikmaður Bestu deildar karla og liðsfélagi hans hjá Breiðablik, Anton Ari Einarsson, hlaut gullhanskann. Íslenski boltinn 27.10.2024 22:16 Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2024 eftir 3-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik. Sigur Blika var afar verðskuldaður en þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill félagsins og annar á síðustu þremur árum. Íslenski boltinn 27.10.2024 16:01 Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. Íslenski boltinn 26.10.2024 19:17 „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. Íslenski boltinn 26.10.2024 16:27 Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja Eftir ævintýri í Hong Kong, Portúgal og Svíþjóð er komið að næsta kafla á þjálfaraferli Þorláks Árnasonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem einkennir Eyjamenn. Íslenski boltinn 26.10.2024 09:31 Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. Íslenski boltinn 25.10.2024 14:32 Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. Íslenski boltinn 25.10.2024 08:55 Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“ Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn. Fótbolti 24.10.2024 11:01 Má ekki „verða að engu“ líkt og hjá Blikum „Þetta er virkilega spennandi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um leik liðsins við Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Fótbolti 24.10.2024 08:43 Theodór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins. Íslenski boltinn 23.10.2024 15:18 Sjáðu boxið þar sem Arnar tekur út bann í úrslitaleiknum: „Þetta er erfitt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, mun ekki geta hvatt sína menn áfram frá hliðarlínunni í úrslitaleik Bestu deildarinnar gegn Breiðabliki um komandi helgi. Þess í stað verður hann í boxi í stúku Víkingsvallar og tekur út leikbann. Við ræddum við Arnar og litum við í boxinu fræga. Íslenski boltinn 23.10.2024 09:01 KR heldur áfram að sækja unga og efnilega leikmenn Róbert Elís Hlynsson er genginn í raðir KR frá Lengjudeildarliði ÍR. Hann skrifar undir þriggja ára samning í Vesturbænum. Íslenski boltinn 22.10.2024 23:31 Þorlákur tekinn við ÍBV Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal. Íslenski boltinn 22.10.2024 22:16 „Leit út fyrir að hann væri að spila fótbolta í fyrsta skipti“ Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, sparaði ekki stóru orðin þegar kom að frammistöðu Elvars Baldvinssonar í tapi Vestra gegn KA á Akureyri. Íslenski boltinn 22.10.2024 19:46 Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 22.10.2024 07:01 Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. Íslenski boltinn 21.10.2024 21:32 Miðasala fyrir úrslitaleikinn í Víkinni fer fram á morgun Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja. Íslenski boltinn 21.10.2024 20:32 Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Fótbolti 20.10.2024 10:00 „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. Fótbolti 19.10.2024 18:05 „Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni" Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. Fótbolti 19.10.2024 17:03 „Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn“ „Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum. Íslenski boltinn 19.10.2024 16:41 Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum. Fótbolti 18.10.2024 11:02 Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Íslenski boltinn 18.10.2024 08:03 Árni tekur við Fylki af Rúnari Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum. Íslenski boltinn 17.10.2024 09:13 Úrslitaleikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi. Íslenski boltinn 17.10.2024 09:01 Hinn síungi Matthías framlengir í Víkinni Reynsluboltinn Matthías Vilhjálmsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Víkinga í knattspyrnu til loka tímabilsins 2025. Íslenski boltinn 16.10.2024 18:02 „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Jón Daði Böðvarsson var ekki spenntur fyrir því að spila í Bestu deildinni þegar samningur hans við Bolton Wanderers rann út í sumar en útilokar þó ekki að gera það næsta sumar. Hann er með hugann við að finna lið í janúar. Íslenski boltinn 11.10.2024 14:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ánægður með að lið hans sé ekki komið í frí eftir tap gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta. Víkingar eiga að lágmarki eftir fjóra leiki í Sambandsdeild Evrópu á leiktíðinni og vilja nota þá til að hrista tapið gegn Blikum af sér. Íslenski boltinn 28.10.2024 19:02
Túfa stýrir Val á næsta tímabili Engar þjálfarabreytingar munu eiga sér stað hjá karlaliði Vals í fótbolta milli tímabila. Srdjan Tufegdzic, sem tók við þjálfarastöðunni á Hlíðarenda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétarssyni hafði verið sagt upp störfum, verður áfram þjálfari liðsins. Íslenski boltinn 28.10.2024 15:03
Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Íslenski boltinn 28.10.2024 14:02
Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Höskuldur Gunnlaugsson var valinn besti leikmaður Bestu deildar karla og liðsfélagi hans hjá Breiðablik, Anton Ari Einarsson, hlaut gullhanskann. Íslenski boltinn 27.10.2024 22:16
Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2024 eftir 3-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik. Sigur Blika var afar verðskuldaður en þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill félagsins og annar á síðustu þremur árum. Íslenski boltinn 27.10.2024 16:01
Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. Íslenski boltinn 26.10.2024 19:17
„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. Íslenski boltinn 26.10.2024 16:27
Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja Eftir ævintýri í Hong Kong, Portúgal og Svíþjóð er komið að næsta kafla á þjálfaraferli Þorláks Árnasonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem einkennir Eyjamenn. Íslenski boltinn 26.10.2024 09:31
Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. Íslenski boltinn 25.10.2024 14:32
Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. Íslenski boltinn 25.10.2024 08:55
Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“ Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn. Fótbolti 24.10.2024 11:01
Má ekki „verða að engu“ líkt og hjá Blikum „Þetta er virkilega spennandi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um leik liðsins við Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Fótbolti 24.10.2024 08:43
Theodór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins. Íslenski boltinn 23.10.2024 15:18
Sjáðu boxið þar sem Arnar tekur út bann í úrslitaleiknum: „Þetta er erfitt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, mun ekki geta hvatt sína menn áfram frá hliðarlínunni í úrslitaleik Bestu deildarinnar gegn Breiðabliki um komandi helgi. Þess í stað verður hann í boxi í stúku Víkingsvallar og tekur út leikbann. Við ræddum við Arnar og litum við í boxinu fræga. Íslenski boltinn 23.10.2024 09:01
KR heldur áfram að sækja unga og efnilega leikmenn Róbert Elís Hlynsson er genginn í raðir KR frá Lengjudeildarliði ÍR. Hann skrifar undir þriggja ára samning í Vesturbænum. Íslenski boltinn 22.10.2024 23:31
Þorlákur tekinn við ÍBV Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal. Íslenski boltinn 22.10.2024 22:16
„Leit út fyrir að hann væri að spila fótbolta í fyrsta skipti“ Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, sparaði ekki stóru orðin þegar kom að frammistöðu Elvars Baldvinssonar í tapi Vestra gegn KA á Akureyri. Íslenski boltinn 22.10.2024 19:46
Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 22.10.2024 07:01
Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. Íslenski boltinn 21.10.2024 21:32
Miðasala fyrir úrslitaleikinn í Víkinni fer fram á morgun Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja. Íslenski boltinn 21.10.2024 20:32
Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Fótbolti 20.10.2024 10:00
„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. Fótbolti 19.10.2024 18:05
„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni" Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. Fótbolti 19.10.2024 17:03
„Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn“ „Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum. Íslenski boltinn 19.10.2024 16:41
Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum. Fótbolti 18.10.2024 11:02
Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Íslenski boltinn 18.10.2024 08:03
Árni tekur við Fylki af Rúnari Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum. Íslenski boltinn 17.10.2024 09:13
Úrslitaleikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi. Íslenski boltinn 17.10.2024 09:01
Hinn síungi Matthías framlengir í Víkinni Reynsluboltinn Matthías Vilhjálmsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Víkinga í knattspyrnu til loka tímabilsins 2025. Íslenski boltinn 16.10.2024 18:02
„Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Jón Daði Böðvarsson var ekki spenntur fyrir því að spila í Bestu deildinni þegar samningur hans við Bolton Wanderers rann út í sumar en útilokar þó ekki að gera það næsta sumar. Hann er með hugann við að finna lið í janúar. Íslenski boltinn 11.10.2024 14:02