Gervigreind

Fréttamynd

ChatGPT bannað á Ítalíu

Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gervigreind og hugvísindi

Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. 

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Fram­tíðin svarar á ís­lensku

„Framtíðin svarar á íslensku“ er yfirskrift kynningarfundar menningar- og viðskiptaráðuneytisins um íslenska máltækni og gervigreind sem hefst í Grósku klukkan 13 í dag. Fulltrúar OpenAI verða á fundinum og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku

Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu.

Innlent
Fréttamynd

Sá strax að Ís­lendingar höfðu unnið heima­vinnuna sína

Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína.

Innlent
Fréttamynd

Magnaður á­fangi fyrir ís­lenskuna

Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­­virkni­væða vinnu heil­brigðis­­starfs­­fólks með gervi­­­greind

Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Setja gervigreind í farþegasætið á netinu

Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag

Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta.

Innlent
Fréttamynd

Verður gervigreind banabiti heimalærdóms?

Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum

Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Embla komin með nýjar raddir frá Micros­oft

Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervigreind tekur við af James Earl Jones

Maðurinn sem hefur ljáð Stjörnustríðsillmenninu Svarthöfða rödd sína í tugi ára mun ekki koma til með að tala inn á fleira efni sem inniheldur persónuna. Þess í stað mun gervigreind sjá til þess að Svarthöfði muni aldrei þurfa nýja rödd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar

Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur.

Erlent
Fréttamynd

Mikil­væg ný­sköpun í tækni á Land­spítala

Stafræn tækni hefur breytt hefðbundinni atvinnustarfsemi um heim allan og þjóðarsjúkrahúsið Landspítali hefur tekið þátt í þeirri þróun af miklum krafti. Stafrænt umhverfi Landspítala er flókið og umfangsmikið á íslenskan mælikvarða og fjölbreytt nýsköpunar­verkefni hafa sprottið upp á undanförnum árum.

Skoðun