UMF Njarðvík

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Njarð­vík  116-120 | Njarð­víkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik

Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur

Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjölnir eitt á toppi Subway-deildar

Fjölnir vann Njarðvík í stórleik kvöldsins í Subway-deild kvenna í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman eins og allar viðureignir liðanna til þessa á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta

„Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Vilborg: Viljum vera þarna uppi

„Við erum bara mjög sáttar. Eftir misgóða byrjun náðum við að koma þessu saman í seinni hálfleik og landa þessum sigri sem er bara geggjað,“ sagði Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Subway-deildinni í körfuknattleik.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við þurfum að geta slegist í 40 mínútur“

Dúi Þór Jónsson, leikmaður Þór Akureyri, var svekktur með 35 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld. Dúi var sérstaklega óánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum, en það munaði bara fimm stigum á liðunum í hálfleik.

Körfubolti