Fram

Fréttamynd

Sviptir hulunni af heimildar­mynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV.

Lífið
Fréttamynd

Alex Freyr heim í Fram áður en langt um líður

Alex Freyr Elísson mun ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fram á næstu dögum. Hann lék með liðinu allar götur til ársins 2023 þegar Breiðablik keypti hann. Þar náði hann aldrei að festa sig í sessi og er nú á leið aftur í Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er það sem lífið snýst um“

Handboltakonan Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn með Fram í síðustu viku, tæpum þremur mánuðum eftir barnsburð. Hún íhugaði að leggja skóna á hilluna og segir fjölskylduna alltaf vera framar íþróttinni. Það sé þó draumur að taka þátt á EM í desember.

Handbolti
Fréttamynd

Skoraði sjö í einum og sama leiknum

Knattspyrnukonan Hildur Karítas Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu er liðið vann vægast sagt sannfærandi 9-2 sigur gegn Fram í B-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ó­kleifur hamarinn

Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum

Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum.

Lífið