Stjarnan

Fréttamynd

Kjóstu leik­mann mánaðarins í Bestu deild karla

Tveir leik­menn frá Val, einn úr KR, einn úr KA og einn úr Stjörnunni eru til­­­nefndir í kjörinu á besta leik­manni ágúst­­mánaðar í Bestu deild karla í fót­­bolta. Til­­kynnt var um til­­­nefningarnar í Stúkunni á Stöð 2 Sport á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Patrekur útskýrir málin: Ekki hættur að þjálfa og ekki að hlaupa í burtu

Patrekur Jóhannesson hætti óvænt þjálfun karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta í síðustu viku en það gerði hann eftir að tímabilið var farið af stað. Patrekur ætlar að einbeita sér að hinum hlutum starfs síns hjá félaginu. Patrekur heldur þannig áfram störfum sem íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Handbolti
Fréttamynd

Kone kjálka­brotinn og lengi frá eftir högg frá Drungi­las: „Full­­­­mikið af því góða“

Kevin Kone, nýr er­lendur leik­maður karla­liðs Stjörnunnar í körfu­bolta, missir af upp­hafi tíma­bils í Subway deild karla eftir að hafa kjálka­brotnað þegar Adomas Drungi­las, leik­maður Tinda­stóls, gaf honum oln­boga­skot í æfinga­leik liðanna á dögunum. Arnar Guð­jóns­son, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunn­skipað þessa stundina.

Körfubolti
Fréttamynd

Patrekur hættir sem þjálfari Stjörnunnar

Patrekur Jóhannesson hefur látið af störfum sem aðalþjálfari Stjörnunnar í handbolta. Hrannar Guðmundsson mun taka við af honum og Patrekur færir sig í nýtt hlutverk innan félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar.

Handbolti