Breiðablik

Fréttamynd

„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“

„Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK sendir frá sér yfirlýsingu og biður Damir og fjölskyldu Ísaks afsökunar

Í leik HK og Breiðabliks sem fram fór í kvöld fóru nokkrir stuðningsmenn HK yfir strikið og sungu níðsöngva um Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks. Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, sagði síðan frá því að hópur af HK-ingum hafi ráðist á sjö ára systur sína fyrir að vera í Breiðabliks treyju.

Sport
Fréttamynd

Stór­leikur sem bæði lið verða að vinna

Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Um­fjöllun: İstan­bul Başakşehir-Breiða­blik 3-0 | Tyrkneska liðið of stór biti fyrir Blika

Breiðablik laut í lægra haldi, 3-0, þegar liðið sótti Istanbul Basaksehir heim á Basaksehir Fatih Terim-leikvanginn í Istanbúl í seinni leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Istanbul Basaksehir vann einvígið samanlagt 6-1 og fer þar af leiðandi áfram í umspil um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Snær ekki með í Tyrk­landi

Ísak Snær Þorvaldsson er ekki með Breiðablik er liðið mætir İstanbul Başakşehir F.K. í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Hann er að glíma við meiðsli.

Íslenski boltinn