Breiðablik

Fréttamynd

Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hug­rakkir“

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta telur að sýnir leik­menn muni sýna hungur og hug­rekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu ís­lensk fót­bolta með að verða fyrsta ís­lenska karla­liðið til að leika í riðla­keppni í Evrópu þegar liðið mætir Mac­cabi Tel Aviv í Sam­bands­deildinni á Bloom­fi­eld leik­vanginum í kvöld. Jafn­framt þurfti Breiða­blik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úr­slit hér í Tel Aviv.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu sigur­mark Þór/KA í upp­bóta­tíma sem tryggði Val titilinn

Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lán­lausu liði Breiða­bliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úr­­slita­­keppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fót­­bolta. Sigur­­mark Þór/KA kom í upp­­bóta­­tíma seinni hálf­­­leiks en úr­­slit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Ís­lands­­meistara­­titilinn, þriðja tíma­bilið í röð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er úrslitabransi“

Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum ekkert í þessu bara til að taka þátt“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið sé ekki mætt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu til þess eins að taka þátt. Liðið ætli sér að sýna góða frammistöðu og með því komi oft góð niðurstaða.

Fótbolti
Fréttamynd

„Upp úr riðlinum, takk!“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“

Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þá kemur auð­vitað leiðin­lega svarið: Það er FH á sunnu­daginn“

„Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins.

Fótbolti