Valur Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Valur 77-83 | Valsmenn kláruðu naglbítinn á seiglunni ÍR-ingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR búnir að tengja saman tvo sigra í röð, en Valsmenn fengu skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu með 25 stigum gegn Keflavík. Körfubolti 8.12.2022 17:31 „Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. Körfubolti 8.12.2022 20:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir. Handbolti 7.12.2022 19:15 Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik. Sport 7.12.2022 22:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Körfubolti 7.12.2022 17:31 Bræðurnir fengu báðir að finna fyrir því í gær Valsbræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson fengu heldur betur að finna fyrir því í seinni hálfleik í Evrópuleik Valsmanna í Ungverjalandi í gær. Handbolti 7.12.2022 14:31 „Hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að liðið tapaði niður sjö marka forystu gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið verði að virða stigið sem þó fékkst. Handbolti 6.12.2022 23:01 „Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. Handbolti 6.12.2022 20:16 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Handbolti 6.12.2022 20:02 Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Handbolti 6.12.2022 17:01 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. Körfubolti 4.12.2022 19:30 Hildur Björg aftur í Val Hildur Björg Kjartansdóttir er snúin aftur að Hlíðarenda eftir dvöl í Belgíu. Körfubolti 4.12.2022 17:43 Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. Handbolti 3.12.2022 16:01 Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. Handbolti 3.12.2022 13:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. Handbolti 3.12.2022 12:46 „Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“ „Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru. Handbolti 3.12.2022 09:01 Umfjöllun, myndir og viðtal: Valur - Keflavík 75-100 | Finns-lausir Valsarar sáu aldrei til sólar Valur, topplið Subway-deildar karla í körfubolta, tapaði stórt fyrir Keflavík í einum af tveimur leikjum kvöldsins. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki á hliðarlínunni í kvöld og virtust leikmenn hans ekki vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga í. Körfubolti 2.12.2022 19:30 Hjalti Þór: Þetta er kannski það besta sem við höfum sýnt Keflavík vann mjög öruggan 25 stiga sigur á Íslandsmeisturum Vals í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var mjög ánægður með sigurinn. Körfubolti 2.12.2022 22:26 Elfar Freyr skrifar undir tveggja ára samning á Hlíðarenda Valur hefur staðfest komu miðvarðarins Elfars Freys Helgasonar. Hann skrifar undir tveggja ára samning við liðið. Íslenski boltinn 2.12.2022 19:35 Finnur útskýrir fjarveru sína Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals. Körfubolti 2.12.2022 16:17 Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla. Körfubolti 2.12.2022 14:15 „Mér fannst við eiga inni“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum. Handbolti 29.11.2022 22:31 Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla. Handbolti 29.11.2022 18:16 „Að fá alvöru lið heim til Íslands er að gera ótrúlega mikið“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er þessa stundina staddur á leik PAUC og Vals úti í Frakklandi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að sjá Valsmenn máta sig við nokkur af stærri liðum Evrópu. Handbolti 29.11.2022 20:23 „Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“ Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Handbolti 29.11.2022 09:31 Kristján heldur í vonina en ólíklegt að hann verði með gegn Val Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC í Frakkland, segir ólíklegt að hann verði með í leiknum gegn Val í Evrópudeildinni annað kvöld. Handbolti 28.11.2022 13:06 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-34 | Haukum tókst ekki að stöðva Valslestina Valskonur eru enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta eftir að liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Haukum í dag, 26-34. Handbolti 26.11.2022 15:16 Umfjöllun: Hörður - Valur 28-45 | Miskunnarlausir Valsarar á Ísafirði Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu vægast sagt sannfærandi sigur er liðið heimsótti botnlið Harðar vestur á Ísafjörð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-45. Handbolti 25.11.2022 18:15 „Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. Körfubolti 25.11.2022 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Körfubolti 25.11.2022 17:31 « ‹ 44 45 46 47 48 49 50 51 52 … 99 ›
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Valur 77-83 | Valsmenn kláruðu naglbítinn á seiglunni ÍR-ingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR búnir að tengja saman tvo sigra í röð, en Valsmenn fengu skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu með 25 stigum gegn Keflavík. Körfubolti 8.12.2022 17:31
„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. Körfubolti 8.12.2022 20:49
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir. Handbolti 7.12.2022 19:15
Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik. Sport 7.12.2022 22:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Körfubolti 7.12.2022 17:31
Bræðurnir fengu báðir að finna fyrir því í gær Valsbræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson fengu heldur betur að finna fyrir því í seinni hálfleik í Evrópuleik Valsmanna í Ungverjalandi í gær. Handbolti 7.12.2022 14:31
„Hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að liðið tapaði niður sjö marka forystu gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið verði að virða stigið sem þó fékkst. Handbolti 6.12.2022 23:01
„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. Handbolti 6.12.2022 20:16
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Handbolti 6.12.2022 20:02
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Handbolti 6.12.2022 17:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. Körfubolti 4.12.2022 19:30
Hildur Björg aftur í Val Hildur Björg Kjartansdóttir er snúin aftur að Hlíðarenda eftir dvöl í Belgíu. Körfubolti 4.12.2022 17:43
Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. Handbolti 3.12.2022 16:01
Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. Handbolti 3.12.2022 13:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. Handbolti 3.12.2022 12:46
„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“ „Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru. Handbolti 3.12.2022 09:01
Umfjöllun, myndir og viðtal: Valur - Keflavík 75-100 | Finns-lausir Valsarar sáu aldrei til sólar Valur, topplið Subway-deildar karla í körfubolta, tapaði stórt fyrir Keflavík í einum af tveimur leikjum kvöldsins. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki á hliðarlínunni í kvöld og virtust leikmenn hans ekki vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga í. Körfubolti 2.12.2022 19:30
Hjalti Þór: Þetta er kannski það besta sem við höfum sýnt Keflavík vann mjög öruggan 25 stiga sigur á Íslandsmeisturum Vals í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var mjög ánægður með sigurinn. Körfubolti 2.12.2022 22:26
Elfar Freyr skrifar undir tveggja ára samning á Hlíðarenda Valur hefur staðfest komu miðvarðarins Elfars Freys Helgasonar. Hann skrifar undir tveggja ára samning við liðið. Íslenski boltinn 2.12.2022 19:35
Finnur útskýrir fjarveru sína Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals. Körfubolti 2.12.2022 16:17
Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla. Körfubolti 2.12.2022 14:15
„Mér fannst við eiga inni“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum. Handbolti 29.11.2022 22:31
Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla. Handbolti 29.11.2022 18:16
„Að fá alvöru lið heim til Íslands er að gera ótrúlega mikið“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er þessa stundina staddur á leik PAUC og Vals úti í Frakklandi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að sjá Valsmenn máta sig við nokkur af stærri liðum Evrópu. Handbolti 29.11.2022 20:23
„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“ Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Handbolti 29.11.2022 09:31
Kristján heldur í vonina en ólíklegt að hann verði með gegn Val Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC í Frakkland, segir ólíklegt að hann verði með í leiknum gegn Val í Evrópudeildinni annað kvöld. Handbolti 28.11.2022 13:06
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-34 | Haukum tókst ekki að stöðva Valslestina Valskonur eru enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta eftir að liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Haukum í dag, 26-34. Handbolti 26.11.2022 15:16
Umfjöllun: Hörður - Valur 28-45 | Miskunnarlausir Valsarar á Ísafirði Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu vægast sagt sannfærandi sigur er liðið heimsótti botnlið Harðar vestur á Ísafjörð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-45. Handbolti 25.11.2022 18:15
„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. Körfubolti 25.11.2022 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Körfubolti 25.11.2022 17:31