Valur

Fréttamynd

„Eitthvað sem má alveg tala meira um“

Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekki sami sjarmi en stoltið mikið

Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við vorum slakir sóknar­lega“

Önnur um­ferð Olís-deildar karla fór af stað með stór­leik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Vals­manna, 27-26. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur at­riði sem megi bæta í leik sinna manna.

Handbolti
Fréttamynd

„Gott að ná að spila svona mikið“

Alexander Petersson spilaði rúman hálftíma og skoraði þrjú mörk þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir Val. Alexander sagði að sigur Valsliðsins gegn Víkingi hefði getað verið stærri. 

Handbolti
Fréttamynd

„Settum tóninn strax í upphafi leiks“

Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn Pálsson semur við Val

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur gengið til liðs við Subway deildar lið Vals í körfubolta og mun spila með liðinu næstu tvö tímabil. 

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val

Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig.

Íslenski boltinn