Vistvænir bílar

Fréttamynd

Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verð­flokki

Brimborg kynnir glænýjan Peugeot E-5008 sjö sæta rafbíl með framúrskarandi drægni, miklum hleðsluhraða, nýrri kynslóð af Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum búnaði og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum ásamt 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Samstarf
Fréttamynd

Ó­á­byrgt að af­skrifa kíló­metra­gjaldið

Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið.

Neytendur
Fréttamynd

Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópa­vogi

Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust.

Neytendur
Fréttamynd

Raf­bílar rétta að­eins úr kútnum eftir dýfu

Flestir þeirra bíla sem voru nýskráðir í júlí voru rafbílar. Hlutfall þeirra í nýskráningum er sagt taka við sér eftir dýfu fyrr á árinu. Nýskráningum rafbíla fækkaði engu að síður mikið frá sama mánuði í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Egill telur eitt og annað ó­ljóst við bílatilboð Ástþórs

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar gerir athugasemdir við frétt Vísir og auglýsingu Ástþórs Magnússonar hjá Islandus Bílum og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann telur ýmislegt óljóst og að Ástþór sé ekki að bjóða upp á sambærilegan bíl og þann sem Halla Tómasdóttir fær.

Innlent
Fréttamynd

„Ekkert forsetabíla-hókuspókusprútt hér alla daga“

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi með meiru rekur Islandus Bíla og hann segir mottó sitt og sinna manna vera það að vera ávallt með ódýrustu bílana. Hann býður ódýrari Volvó, ódýrari en sem nemur því sem Halla Tómasdóttir þurfti að borga fyrir sinn, afslátt sem nemur tveimur milljónum.

Innlent
Fréttamynd

„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“

„Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum.

Innlent
Fréttamynd

Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott.

Innlent
Fréttamynd

Banninu verður ekki flýtt

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. 

Bílar
Fréttamynd

Nýr Peu­geot E-3008 raf­bíll frum­sýndur í Brim­borg

Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Samstarf
Fréttamynd

Á­huga­verðar á­kvarðanir

Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna.

Skoðun
Fréttamynd

Í fyrst­a skipt­i í hálf­a öld dregst bíl­a­sal­a sam­an í hag­vext­i

Sala á nýjum bílum er að dragast skarpt saman þrátt fyrir hagvöxt, nokkuð sem hefur ekki gerst í liðlega hálfa öld, en á sama tíma er sala á notuðum bílum að ganga vel. Ýmis bílaumboð áttu umtalsvert af nýjum bílum um áramótin en sú staða hefur batnað eftir því sem leið á árið, að sögn viðmælanda Innherja. Bankamaður telur engin teikn á lofti hvað varðar getu bílaumboðanna við að standa í skilum en fjármagnskostnaður bílaumboða getur verið um tólf prósent.

Innherji
Fréttamynd

Polestar 4 kominn í Polestar Reykja­vík – umhverfisvænasti bíll Polestar

Nú er Polestar 4 kominn í Polestar Reykjavík. Haldin var sérstök forsýning fyrir Polestar eigendur og áhugafólk um leið og færi gafst enda búið að bíða hans með talsverðri eftirvæntingu. Stutt er síðan Polestar sendi frá sér fréttatilkynningu um að Polestar 4 væri umhverfisvænasti bíll þeirra til þessa, með lægra kolefnisspor en Polestar 2, þegar sá bíll kom fyrst á markað.

Samstarf