Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Hélt að þetta yrði miklu stærra og um­fangs­meira“

Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn

Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns.

Innlent
Fréttamynd

Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag

Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið fær sitt

Núverandi ástand minnir óþæglileg á ástandið í efnahagsmálum hrunárið 2008 og árin þar á eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Forsætisráðherra og geðheilbrigði fanga í Víglínunni

Forsætisráðherra segir algerlega nauðsynlegt að hafa Alþingi með í ráðum við þær aðstæður sem nú ríki þótt það sé í hægagangi þessar vikurnar vegna kórónufaraldursins. Ný stofnsett geðheilbrigisþjónusta við fanga tekst á við vandamál þeirra við erfiðar aðstæður þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna

Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona.

Innlent