Helgarviðtal

Fréttamynd

Lætur æsku­­drauminn rætast og leggur land undir fót

Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum.

Lífið
Fréttamynd

Taka sig alls ekki of alvarlega

Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir frumsýndu í þessari viku fyrsta þáttinn af #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni. Vinkonurnar eru báðar þekktar á samfélagsmiðlum og hafa alltaf viljað gera þátt saman.

Lífið
Fréttamynd

„Það getur enginn séð það utan á okkur að við séum mínímalísk“

Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tuttugu og fimm ára tveggja barna móðir sem hefur vakið athygli fyrir mínímalískan lífsstíl. Þegar Sóley greindist með heilaæxli fyrir einu og hálfu ári síðan varð hún meðvitaðri um það hvernig hún ráðstafar tíma sínum. Hún segir tímasparnað vera helstu ástæðuna fyrir þeim lífsstíl sem hún hefur tileinkað sér og vinnur hún nú að því að hjálpa öðru fólki að einfalda líf sitt.

Lífið
Fréttamynd

„Þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til“

Ingamaría Eyjólfsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Skuggahverfið eða Shadowtown. Í janúar árið 2019 var hún þungt haldin á sjúkrahúsi í Danmörku eftir alvarlegt umferðarslys. Hún segist hafa lært margt af þeirri lífsreynslu og tekur engu sem sjálfsögðu.

Lífið
Fréttamynd

57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“

„Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans.

Makamál
Fréttamynd

Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing.

Lífið
Fréttamynd

„Löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt“

„Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk.“ 

Lífið
Fréttamynd

„Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“

„Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík.

Lífið
Fréttamynd

Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði

Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku.

Lífið
Fréttamynd

Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi

„Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær.

Lífið
Fréttamynd

„Málefnið skiptir meira máli og ég er ekki yfir gagnrýni hafin“

„Helsti misskilningurinn er þó sá að margir halda að með jákvæðri líkamsímynd leiti fólk í óheilbrigði. Það er ekki rétt en gott er að muna að heilbrigði annara kemur okkur almennt ekkert við,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir rithöfundur, fyrirlesari og aðgerðarsinni í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

„Allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur“

„Ég veit eiginlega ekki hvar þetta byrjaði hjá mér, það var ekkert andlegt áfall eða neitt slíkt sem ýtti mér út í þetta óholla líferni. Ég er reyndar þeirrar trúar að ég sé með hægari brennslu en aðrir, en það breytir því ekki að mataræðið hjá mér var í rugli,“ segir Akureyringurinn Hallur Örn Guðjónsson sem starfar sem sorphirðumaður hjá Terra en Hallur er 37 ára.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“

„Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 

Lífið
Fréttamynd

Heillandi að geta horfið inn í heim eða aðstæður

Drífa Þöll Arnardóttir hefur verið bókaormur allt sitt líf og starfar nú umkringd bókum alla daga sem bókavörður á Bókasafni Vestmannaeyja. Á síðasta ári setti hún sér það markmið að lesa að minnsta kosti 100 bækur á árinu og tókst það.

Lífið
Fréttamynd

Sér enn eftir að hafa hætt við að gefa út Dansaðu vindur með Eivør

„Þetta breyttist úr hátíðartónleikum í Hallgrímskirkju yfir í streymistónleika heim í stofu út af dálitlu“ segir söngkonan Hera Björk, sem heldur sína árlegu jólatónleika annað kvöld. Hún er svekkt að geta ekki boðið fólki á tónleikana sem hún hafði séð fyrir sér, en þakklát að fá að halda þá þó að það sé með breyttu sniði.

Lífið
Fréttamynd

„Það opnast alltaf einhverjar nýjar dyr“

„Það er bara allt að verða klárt“ segir söngkonan Sigga Beinteins, sem undirbýr nú jólatónleikana sína. Viðburðurinn verður með óhefðbundnu sniði í ár, en vegna heimsfaraldursins verða engir áhorfendur í Hörpu og geta Íslendingar horft á tónleikana í sjónvarpi sínu eða í gegnum streymi á föstudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var orðin þreytt á höfnunum á vinnumarkaði“

„Ég hef rekið lítið fyrirtæki að heiman frá árinu 2018 en samhliða því verið að leita mér að vinnu þar sem ég get nýtt mína menntun, notið félagsskaps í vinnunni og gert það sem ég hef áhuga á. Hingað til hefur það ekki gengið og í byrjun árs ákvað ég að taka smá pásu í því þar sem fjöldi neitana var orðin yfirþyrmandi,“ segir Halldís Guðmundsdóttir. Eftir að vera búin að vera heima í heilt ár ákvað hún svo að skapa eigin tækifæri.

Lífið