Lög og regla

Fréttamynd

Greiddi 560 milljónir í sekt

OLÍS greiddi ríkissjóði 560 milljóna króna sekt fyrir ólögmætt verðsamráð olíufélaganna. Þar með hafa stóru olíufélögin þrjú greitt samtals einn og hálfan milljarð í sektir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sóttir til saka vegna klúðurs

Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir dóm vegna skattsvika

Fjórmenningarnir úr Landssímamálinu, sem dæmdir voru í Hæstarétti á dögunum, þurfa enn að mæta í dómsal. Þeir eru ásamt fimmta manni ákærðir fyrir skattsvik upp á tugi milljóna króna og verður málið tekið fyrir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skipverjarnir látnir lausir

Tveir skipverjar á togaranum Hauki ÍS, sem sátu í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot, hafa verið látnir lausir og eru komnir hingað til lands. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins en samkvæmt þeim voru mennirnir látnir lausir skömmu fyrir mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Rán í söluturni

Grímuklæddur maður rændi söluturn við Bústaðaveg á tólfta tímanum í gærkvöldi og komst undan með eitthvað af peningum. Hann ógnaði afgreiðslustúlku með hnífi en vann henni ekki mein.

Innlent
Fréttamynd

Fara alla leið með málin

Samtök eigenda sjávarjarða höfða á næstunni mál hendur ríkinu. Nýfallinn dómur Hæstaréttar tók ekki á eignarrétti sjávarbænda á hlunnindum í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir viðbúið að eignarréttarmál héðan fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg.

Innlent
Fréttamynd

Lausir úr prísund og komnir heim

Skipverjarnir tveir af togaranum Hauki ÍS sem handteknir voru í janúar síðastliðnum í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna hafa verið látnir lausir og eru komnir heim.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefnadómar fyrir norðan

Sex voru dæmdir í fésektir og fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fjórum dómum Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær. Lægsta sektin var 30 þúsund krónur og sú hæsta 150 þúsund. Þyngsti dómurinn hljóðaði upp á tveggja mánaða fangelsi og eins árs ökuleyfissviptingu.

Innlent
Fréttamynd

Herör gegn ólöglegu vinnuafli

"Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán ára í forsvari

Lögreglan á Selfossi gerði húsleit í Hveragerði um síðustu helgi vegna gruns um að fíkniefnaneysla væri þar viðhöfð og reyndist sú raunin. Eigandi hússins var þó hvergi sjáanlegur en í hans stað hafði 13 ára drengur lyklavöldin og umboð húseigandans meðan hann hafði brugðið sér til mánaðar vinnudvalar.

Innlent
Fréttamynd

Hald lagt á íslenska fána

Lögreglan í Reykjanesbæ dró niður og lagði hald á þrjá íslenska fána sem blöktu við hún í Sandgerði í nótt. Samkvæmt fánalögum má íslenski fáninn ekki vera uppi eftir sólarlag en sólarlag var rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Lík brasilíumannsins fundið

Lík Brasilíumannsins Ricardo Correia Dantas fannst á laugardag í fjörunni á Stokkseyri. Tilkynnt var um hvarf Dantas 2. apríl síðastliðinn og leituðu björgunarsveitir lengi án árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Vél einangruð vegna eiturefnaleka

Farþegaflugvél Icelandair hefur verið einangruð á Keflavíkurflugvelli og er eiturefnadeild Varnarliðsins við vélina ásamt lögreglu og fulltrúum heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Vélin var nýkomin frá Minneapolis í Bandaríkjunum í morgun og var verið að afferma hana þegar skordýraeitur lak úr tunnu sem var verið að færa til.

Innlent
Fréttamynd

Hlaðmenn fundu fyrir óþægindum

Skordýraeitur lak út í vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í morgun og þurfti að taka vélina úr umferð á meðan hún var hreinsuð. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir hlaðmenn hafa orðið fyrir óþægindum.

Innlent
Fréttamynd

Tvær 14 ára teknar á rúntinum

Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um um bíl sem hafði farið út af við Álfabakka í Reykjavík um þrjúleytið í nótt og að þar væri líklega ekki allt með felldu. Það reyndist rétt en þegar betur var að gáð var um tvær fjórtán ára stúlkur að ræða sem höfðu stolið bíl foreldra annarrar þeirra og ákveðið að fara á rúntinn með fyrrgreindum afleiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Teknir fyrir ölvunarakstur

Lögreglan í Hafnarfirði fann lítið magn af kannabisefni í bíl er hún stöðvaði um tvöleytið í nótt. Lögreglan segir efnið hafa líklega verið ætlað til einkaneyslu og var fólkinu sleppt eftir yfirheyrslu. Þá var maður stöðvaður grunaður um ölvun um klukkan þrjú í nótt við Strandveg í Hafnarfirði og annar eftir að gámur stöðvaði hann við Vesturgötu um fjögur í nótt og fékk sá að dvelja í fangageymslum lögreglunnar og verður skýrsla tekin af honum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fundu lík af Brasilíumanni

Lík af manni fannst á skeri út frá Stokkseyri um klukkan 17 í gær. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi er talið að líkið sé af Brasilíumanninum Ricardo Correra Dantas sem hefur verið saknað síðan 2. apríl síðastliðinn þegar hann sást ganga út af heimili þar sem hann dvaldi á Stokkseyri. Lögreglan á Selfossi segist ekki geta gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn á málinu er hafin.

Innlent
Fréttamynd

Skordýraeitur lak úr tunnu í vél

Skordýraeitur stöðvaði farþegavél Flugleiða í morgun. Franskir bændur höfðu keypt tíu 16 lítra tunnur af skordýraeitri fyrir akrana sína og fengið Flugleiðir til að flytja frá Minneapolis til Parísar. Þegar menn byrjuðu af afhlaða vélina í morgun kom í ljós að lekið hafði úr einni tunnu og fór þá ákveðin viðbúnaðaráætlun í gang.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka ók útaf vegi

Lögreglan í Kópavogi fékk aðfaranótt sunnudags upplýsingar um bifreið sem hafði verið ekið út af í Álfabakka. Ökumaðurinn reyndist vera fjórtán ára gömul stúlka og hafði hún stolið bifreiðinni frá heimili sínu.

Innlent
Fréttamynd

Líklega ekki um morð að ræða

Líkið af manninum sem fannst á skeri út frá Stokkseyri um klukkan fimm í gærdag var af brasilíumanninum Ricardo Correra Dantas en hans hafði verið saknað síðan 2. apríl síðastliðinn. Ricardo Correra Dantes sást síðast ganga út af heimili þar sem hann dvaldi á Stokkseyri á þessum örlagaríka degi. Lögreglan á Selfossi segir málið vera í rannsókn en að svo stöddu bendi ekkert til að um morð hafi verið að ræða en lík hans verður krufið á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Sótti slasaðan pilt á Snæfellsnes

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti nú síðdegis pilt á sextánda ári sem fótbrotnaði illa á björgunarsveitaræfingu við innsiglinguna í Ólafsvík. Eftir því sem næst verður komist varð pilturinn á milli innsiglingarbauju og báts á flotæfingu sveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um ölvun við akstur

Klukkan hálfsjö að morgni sunnudags barst lögreglunni í Kópavogi tilkynning um hugsanlega ölvaðan ökumann bifreiðar á Breiðholtsbraut við Nýbýlaveg.

Innlent
Fréttamynd

Ungur drengur slasaðist

Drengur fæddur 1989 slasaðist á æfingu með unglingadeild björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Ólafsvík.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 180

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í fyrrinótt ökumann á bifhjóli þar sem hann ók á 180 kílómetra hraða eftir Kringlumýrarbraut en þar er leyfilegur hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við ökuleyfissviptingu og háum sektum.

Innlent
Fréttamynd

Reykskynjari bjargaði Dalvíkingi

Reykskynjari bjargaði lífi tæplega þrítugs karlmanns þegar eldur kom upp á heimili hans á Dalvík í nótt. Nágranni hans tilkynnti lögreglunni um eldinn og þegar lögreglan kom á staðinn var íbúinn, sem var einn í húsinu, að stökkva út um glugga á annarri hæð. Slölkkvilið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel, en húsið er mikið skemmt.

Innlent
Fréttamynd

Á 180 km hraða á Kringlumýrarbraut

Maður var stöðvaður á mótorhjóli sínu á 180 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Reykjavík um tvöleytið í nótt en hámarkshraði á þeirri götu er aðeins 80 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og segir lögreglan manninn verða ákærðan og að hann fái að öllum líkindum háa sekt, en hversu há hún verður fer eftir ferli mannsins í umferðinni til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Meiddist lítillega í veltu

Jeppi ók út af við Ingólfshvoll í Ölfusi um fjögurleytið í dag og valt í kjölfarið. Einn maður var í bílnum og samkvæmt lögreglunni á Selfossi var hann fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

Funda um ofbeldi á þriðjudag

Akureyringar ætla ekki að láta mótmæli gegn ofbeldi og fíkniefnum í bænum í gær nægja því boðað hefur verið til borgarafundar í Ketilshúsinu á þriðjudaginn kemur þar sem ræða á hvernig hægt sé að draga út eða stöðva það ofbeldi og þann vímuefnavanda sem fréttir hafa borist af að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Ungmenni gripin með kannabisefni

Þrjú ungmenni á tvítugsaldri voru tekin með lítið magn af kanabisefni í Hveragerði um miðnætti í nótt. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi var fólkið flutt í fangageymslur lögreglunnar þar sem það gisti. Skýrsla verður tekin af því nú í morgunsárið og mun rannsókna á málinu fara fram í dag.

Innlent